Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 8
484
LESBOK MORGUNBLAUSINa
Hjálmar Þorgilsson á Kambi
Drangey og kerlinsin.
VORIÐ 1887 var Hjálmar Þorgils-
son á Kambi í Deildardal í Skaga-
íjarðarsýslu, við veiðar í Drangey,
þ? aðeins 16 ára að aldri, en þegar
hinn mesti ofurhugi við kletta. —
Margir voru þeir saman og þar á
meðal einn, sem talinn var ágætur
Ljargmaður. Karm kom þá að máli
við Hjálmar og spurði hvort hann
vildi nú ekki reyna fræknleik sinn
og klífa upp á topp „Kerlingar“
En það er hár drangur, sem stend-
ur sunnan við Drangey, og allir
kannast við, er þar hafa farið um.
Sagði hann Hjálmari að þá fyrir
150 árum, eða vorið 1737, hefði einn
maður, Jóhann Scheving að nafni,
klifið upp á drangann, en síðan
hefði enginn leikið það. Frýði hann
nú Hjálmari hugar að reyna þetta
og stóðst hann ekki eggjanina og
íór að búa sig undir þessa glæfra-
för. Hafði hann með sjer nagla og
rak þá í bergið og fikaði sig þannig
upp drangann, þangað til hann stóð
á toppi hans. Þess skal getið að
dranginn er 80 metra hár og þver-
hnýptur.
Hjálmar er nú 78 ára. Eftirfar-
andi kvæði orkti jeg til gamla
mannsins til minningar um för
þcssa:
Manstu ckki æskuvorið
eldana, sem heitast brenna,
íram er gekstu fyrsta sporið?
Flestir muna daga tvenna.
I Ircystin þín um æviárin
aldrei brast í þyngstu raunum.
Þó gránuð sjeu höfuðhárin
hlaustu smátt af frægðarlaunum.
Fram á hafið ferðir margar
fórstu þó að tvísýnt væri,
faldir ekki afl til bjargar,
er.gu sleptir tækifæri.
Drangeyar við köldu kletta
hvergi \ \rstu i sóknum ragur,
þó að ýrðist aldan gretta
endaði vel sá rammislagur.
Sunnan undir eynni stendur
aldagamall klettadrangi,
öldusogum utan rendur,
ægi-„kerling“, sver í fangi.
Ögraði djörfum yngissveinum,
ónginn þorði hana að klifa,
höldar kusu heilum beinum
haldið fá og mega lifa.
Þessa að sigra þorði enginn,
þráin heit þó gerði hvetja,
en sextán ára daladrenginn
dugði ei neitt í sókn að letja.
Lengi hreysti hans mun lifa,
l’.jartað bar ei kvíðafargið,
í einu kasti upp rjeð klifa
80 metra bjargið.
Hver hefur jafnt til ásta unnið
af okkar móðurjarðar sonum?
Hver hefur skarpar skeiðið runnið
og skákað betur fögrum konum?
Yngri mönnum örðugt gengur,
yfirfyltum tískudrambi.
Nú er fáum lánuð lengur
listin Hjálmars gamla á Kambi.
Glímutök við gömlu Elli
garpur þessi fær að reyna.
Ennþá hcfur haldið velli,
hræðist aldrei sveiflu neina.
Úrslitunum eftir dokum,
cnn er lireysti föst í skorðum.
Konuna sigra kann að lokum
scm kerlingu við Drangey forðum.
Nióttu heiðurs heill í clli,
hugumstóri sómadrengur.
Sigurhetja, haltu velli,
hraustleikans ei bresti strengur.
Lán og gleði líf þitt krýni, 1
lofi störf þín menn og konur.
Á þig sólin skæra skíni,
Skagafjarðar mæti sonur.
Gísli Olafsson
frá Eiríksstöðum.
^
TALIÐ cr að menn lesi að meðaltali
300 orð á mínútu (þcgar þpir lesa með
sjálfum sjer). Það er hjer urn bil helm-
ingi meira en menn tala á einni mín-
útu og tíu sinnum meira en menn geta
skrifað á sama tíma. Sje gert ráð fyrir
því að hver maður lesi að meðaltali
hálftíma á hverjum degi, verður línu-
lengdin, sem hann les samtals 25 km.
á hverju ári.
----o---
MENN eru sjaldan jafn ranglátir við
óvini sína, eins og við sína nánustu.