Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Side 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 485 ISLENDINGADAGURINN haldinn í 60. sinn í Manitoba MÁNUDAGINN 1. ágúst s. 1. var íslendingadagurinn hátíðlegur hald inn í sextugasta sinn í Manitoba. Fyrsti íslendingadagurinn var haldinn í Victoria Park í Winnipeg 2. ágúst 1890 og stóð W. H. Paul- son fyrir því. Ræðumenn voru þá þeir Jón Ólafsson skáld, sjera Jón Bjarnason og Eggert Jóhannesson ritstjóri. Dagurinn var upprunalega hátíð- legur haldinn til minningar um stjórnarbót íslands 2. ágúst 1874. . En sennilega hafa nú ýmsir gleymt því“, segir J. K. Laxdal í The Icelandic Canadian, „en á hverjum slíkum hátíðisdegi minn- umst vjer í ræðum og ljóðum lands forfeðra vorra og fóstru vorrar Kanada. í þessari hátíð hafa ung- ir og gamlir tekið þátt, og svo mun verða. Enn eru til á meðal vor menn, sem hafa tekið þátt í öllum sextíu hátíðahöldum Islend- ingadagsins. Altaf hefir verið kappkostað að fá þangað hina bestu ræðumenn og skáld. Þar er dr. Sig- urður Júl. Jóhannesson fremstur í ílokki, því ac$ hann hefir komið þar fram 22 sinnum, í fyrsta skiíti 1891. Hann er nú 82 ára að aldri og i fyrsta skifti las hann ekki sjálfur ávarp sitt, en honum var ákaft íagnað er hann sýndi sig á ræðupalli, og mátti á því sjá hverj- um vinsældum hann á að fagna. Árið 1924 kom Fjallkonan í fyrsta skifti fram á íslendingadegi og hefir verið svo æ síðan að virðu- legasta konan úr vorum hópi hefir þannig sett hátíðar og virðuleika- blæ á samkomuna. Að þessu sinni var það frú Hólmfríður Daníelsson, „Fjallkonan“, l'ru Holmfríður Danielsson. sem kom fram í gerfi Fjallkonunn- ar, klædd íslenskum þjóðbúningi, og las ávarp „til barna íslands". Um 5000 manns voru þarna sam- an komnar og stjórnaði sjera Valde mar Eylands samkomunni. Andrew Danielsson frá Blaine talaði fyrir minni íslands, ungfrú Constancc Jóhannesson fyrir minni Kanada. Grettir Jóhannsson ræðismaður flutti kveðju frá íslandi. Aðrir ræðumenn voru Þorkell Jóhannes- son frá íslandi og P. M. Pjetursson forseti Þjóðræknisfjelagsins. Kvæði voru flutt: Minni íslands. eftir Sigurð Júl. Jóhannesson. Minni landnemanna, eftir Böðvar Jakobsson og Kanadaljóð, eftir Art Reykdal. Svo var söngur, í- þróttakeppni og dans. Laxdal segir að lokum: „Dags- skrá Islandingadagsins hefir verið mjög svipuð öll þessi sextíu ár. Þar hafa komið fram bestu ræðu- menn vorir, skáld, tónlistarmenn og íþróttamenn. En íslenska glím- an, sem áður naut mikilla vin- sælda, er nú horfin“. ÁVARP FJALLKONUNNAR Fjallkonan heilsar yður, börn- um sínum, samankomnum víðsveg- ar að á þessum söguríka stað til þess nú í sextugasta sinn a$ minn- ast þeirra arfleiíðar, sem þjer haf- ið frá henni þegið og til þess að treysta bróðurböndin meðal yðar sjálfra. Lífið hefir íært henni merk tíma- mót, en þessi dagur mun lengi sveipast dýrðarljóma i huga henn- ar, og engin orð fá túlkað þær til- finningar, sem nú leita til yðar frá stoltu og þakklátu móðurhjarta. Hver hátíðisdagur, — jafnvel hver hugsun, sem þjer hafið helg- að hinni öldnu móður yðar á und- anförnum árum, hefir verið henni sem dýrmæt perla, er hún hefir skoðað sem gjöf frá yður og veitt móttöku af hræðru hjarta. Þo var henni oft þungt innanbrjósts, er hún hugleiddi þá stund, er síðasta perlan frá börnunum í Vesturheimi yrði lögð með trega á altari minn- inganna. En nú býr ei lengur sorg njc kvíði í huga hennar. Aðeins óum- ræðileg gleði, ást og þakklæti fvlla hann á þessari stundu. Þessi merki og sjerstæði dagur er ekki ein- ungis sextíu ára afmæli hins fyrsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.