Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 11
r JLÆSBOK MORGUNBLAÐSLNS 1
í
4!!7
SÓLARÖLD
^JJjamorhan (ítiiucea mótó vú orlut óó L
vœcj
lannnar
NOKKRIR vísindamenn eru nú að
fást við að handsama þá orku, sem
öflugust er á þessum hnetti og lang-
samlega öflugri heldur en kjarn-
orkan. Það‘ er orka sólarinnar, er
geisist hingað til jarðar 93 mil-
jóna mílna veg um loftgeiminn
á rúmlega 8 mínútum. Til saman-
burðar má geta þess, að hinar allra
hraðfleygustu þrýstilofts-flugvj el-
ar, sem fara 1000 mílur á klukku-
stund, mundu vera rúmlega 1014
sólarhring að fljúga þessa vegar-
lengd.
Þessi orka veitir oss nú þegar
ljós, hita og lífsviðurværi. Allir
skógar vorir, kol og olía er ekki
annað en sólarorka, sem tekið hef-
ur á sig þessar myndir. Það er
einnig sólarorkunni að þakka að
jörð grær. Sólarorkan veldur upp-
gufun úthafanna og ber vatnið úr
þeim hátt yfir fjöll, en síðan kem-
ur það niður aftur sem rigning og
vökvar jörðina. Einnig safnast það
í læki og ár, sem mynda fossa, og
úr þeim fáum vjer orku. Vindarnir
stafa einnig af orku sólar, því að
hún hitar misjafnt hina ýmsu staði
jarðar.
Segja má því, að nú þegar hag-
nýtum vjer óbeinlínis nokkurn
hluta af orku sólar, þar sem vjer
notum orku kola, olíu, gufu, fall-
vatna og vinda. En þetta nægir ekki
þeim, sem nú eru að leita að leiðum
tíl þess að hagnýta sólarorkuna
beinlínis. Ef þeim tekst það, þá er
mannkyninu borgið um aldur og
ævi, því að þá hefur það enga á-
stæðu lengur til þess að fást við
hin eyðandi öfl, er það leggur nú
svo mikla rækt við.
Ef svo skvldi fara einhvern tíma
að mannkynið hefði sólundað öll-
um þeim gæðum, er orka sólar-
innar hefur veitt jörðinni — eytt
að fullu öllum kolum og olíu úr
jörð og gert frjóvsöm lönd að eyði-
mörk — þá verður það að lifa á
loftinu. Þangað verður það að
sækja ljós og hita og fæðu. Og þá
koma þessir vísindamenn eins og
bjargvættir mannkynsins. Þá þykj-
ast þeir munu hafa handsamað sól-
arorkuna og menn geti lifað á henni
beinlínis.
Einn af sólfræðingunum segir að
kjarnorkan, þetta reginafl, sem alt
mannkyn skelfur nú af ótta við,
sje harla lítilmótlegt á móts við
sólarorkuna. Hann segir að í einni
kjarnorkusprengju sje ekki meiri
kraftur en í því sólarljósi, sem fell-
ur á 114 fermílu lands á einum degi.
Munurinn er aðeins sá, að alt afl
kjarnorkusprengjunnar brýst út í
einu vetfangi, en kraftur sólarinnar
kemur hægt og bítandi.
Þessa hægfara orku er hægt að
beisla, segja vísindamennirnir. Og
þegar er farið að nota hana. Nú cr
farið að hita upp hús með sólar-
geislum og ennfremur hafa fund-
ist ráð til þess að láta þá knýja
vjelar. Vjer erum því á rjettri leið.
Kjarnorkan er senn orðin úrelt, og
í stað þessa ógurlega tortímingar-
afls kemur sólarorkan. í staðinn
fyrir kjarnorkuöld kemur þá hin
langþreyða sólaröld, sem spáð hef-
ur verið.
t
ÞESSI nýu vísindi munu valda
gjörbyltingu á öllum lifnaðarhátt-
um komandi kynslóða. En til þess
að skilja það verða menn líka að
skilja hvað orka sólar er, og hver
þessi nýi vísindi eru.
Þá verða menn fyrst að reyna
að ímynda sjer sólina eins og hún
var í upphafi sköpunar, þennan
geislandi og gjósandi eldhnött, sem
gerður er úr gasefnum, 865.000 míl-
ur í þvermál, eða um hundrað sinn-
um stærri en jörðin, og svo ógur-
lega heitur að sums staðar er yfir-
borðshitinn um miljón gráður.
Sólin er ekki sá skínandi skjöld-
ur, sem hún sýnist vera. Hún er ein
ógurleg gosstöð, með látlausum
sprengingum, og þeysir úr sjer
marglitum logagusum þúsundir
mílna út í geiminn af svo miklu
afli, að þær fara nær 200 mílna á
klukkustund.
í þessu vellandi og gjósandi eld-
hafi eru þau frumefni, sem fundist
hafa hjer á jörðinni, svo umbreytt
að vísindamenn mundu varla
þekkja þau. Af 92 frumefnum jarð-
ar hafa þó rúmlega 60 fundist í
loftkendu ástandi með ýtarlegum
og vandasömum rannsóknum.
Hinir einkennilegu grænu og
rauðu geislastafir, sem sjást út frá
sólinni þegar sólmvrkvi er, hafa
lengi verið vísindamönnunum ráð-
gáta. Heldu menn fyrst að hjer
væri um nýtt frumefni að ræða og
nefndu það „eoronium". En fyrir
skömmu sannaði sænskur vísinda-
maður að „coronium“ er ekki ann-
að en sambland af alengum efnum,
svo sem járni, nikkel og kolefni.
Auk þessara rannsókna, sem að-
allega beinast að því að vita hvern-
ig sólin hafi myndast og hve langt
muni þess að bíða að hún kólm, eru
árlega gerðar ýmsar uppgötvanir,
rem kollvarpa eldri kenningum. —
Menn höfðu til dæmis lengi talið að
yfirborðshiti sólar mundi vera um
6000 stig, en árið 1947 sannaði ame-
ríski vísindamaðurinn, McMath-
Hulbert við háskólann í Michigan,
að yfirborðshiti sólar væri að