Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Side 13
489
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' T
á þessu í Masachusetts Institute
of Technology. Hann hefir komist
að því, að margt er ofmælt um
áhrif sólgosanna. En rannsóknir
hans eru þó athyglisverðar. Hann
hefir gert athuganir um viðskifta-
líf á þeim árum er sólgos voru mest
og er þau voru minst á tímabilinu
1915—1946. Hann fann, að árin
1928 og 1937 hafði verið mikil ólga
í viðskiftum, en þá var mikið um
sólgos. Árin 1922 og 1932 voru
kreppuár, og þá var lítið um sól-
gos. Þetta virtist því styðja það.
sem áður hafði verið sagt. En svo
kom stryk í reikninginn. Stetson
komst að því að á fimm kreppuár-
um á þessu tímabili höfðu í fjórum
tilfellum verið mikil sólgos. Hin
eina ályktun, sem þá er hægt að
draga af þessu, er sú, að sólgosum
fylgi alls konar órói í viðskiftum,
en það sje hending hvort þá verða
kreppuár eða uppgangsár.
TILRAUNIR um notkun sólarork-
unnar eru enn á byrjunarstigi. En
vísindamenn vita, að þar er ótæm-
andi afls uppspretta. Aðganginum
í eldhafi sólarinnar má helst líkja
við látlausar kjarnasprengingar.
Er alls ekki hægt að gera sjer í
hugarlund hve gífurleg sú hitaupp-
spretta er. Þótt maður gerði ráð
fyrir að öll kolaframleiðsla heims-
ins væri margfölduð 500 miljón
miljón sinnum og væri öll komin í
einn stað og brynni þar, mundi hit-
inn af því ekki ná hita sólarinnar.
Jarðarbúar eiga, sem betur fer,
enga orkuuppsprettu er kæmist
gæti til jafns við sólarorkuna. Hún
er talin jafngilda 4,690,000 hestafla
á hverja fermílu lands. Einn af
helstu vísindamönnunum, sem
fengust við kjarnorkurannsóknirn-
ar, prófessor Farrington Daniels við
háskólann í Wiscounsin, segir að
sólin láti 1600 sinnum meiri orku
streyma á Bandaríkin, heldur en
sú orka er, sem þar er notuð nú.
Um margra ára skeið hefir ver-
ið reynt að hagnýta þessa orku til
þess að knýa vjelar, en árangur ver-
ið misjafn. í Suður-Pasadena hef-
ir sólarorka verið notuð til þess að
dæla vatni og eins í Egyptalandi.
Holspeglar hafa verið notaðir til
þess að beina sólargeislum á vatn
og framleiða þannig gufukraft til
þess að sjóða við hann mat, baka
og steikja. Víða í suðurríkjum
Bandaríkjanna hafa menn safnað
sólarhita á daginn og geymt hann
til næturinnar að hita upp hús sín.
Jafnvel norður í Nýa Englandi hef-
ir verið reist hús, sem notar aðeins
sólarhita til upphitunar. Er það
bygt á alveg sjerstakan hátt, þann-
ig að útbúnaður er í því sjálfu til
þess að safna sólarhitanum og
geyma hann. En þetta varð svo
kostnaðarsamt, að aðrir munu ekki
leika það eftir. Hús þetta er aðeins
einlyft og með fimm herþergjum,
en það kostaði 30,000 dollara og hita
leiðslan þar að auki 3,000 dollara.
En það eru stærri hugmyndir
um notkun sólarorkunnar á upp-
siglingu. Prófessor Daniels hefir
sagt að hvorki getum vjer etið sól-
arljósið nje borið það á oss. En
hann segir:
„Þegar öll kol og olía eru þrot-
in á jörðinni, þegar vjer höfum út-
pínt jörðina þannig að hún getur
ekki framlmtt meiri gróða, en mann
kynið hefir þó þrefaldast .— hvað
er þá að gera? Getum vjer þá leit-
að til sólarinnar um að útvega oss
alt það er oss vanhagar um, fæði,
klæði, hita og orku? Svarið er já“
Og hann undirstrikar það sjálfur.
Leiðrjetting.
í greininni um skógræktina á Tuma-
stöðum í seinasta blaði, sem var skrif-
uð af Valtý Stefánssyni ritstjóra, hafði
misprentast nafn forstöðumaRnsins þar.
Hann heitir Garðar Jónsson, sonur
Jóns Pálssonar dýralæknis.
Barnahjal
í skóla nokkrum hafði kennar-
inn látið börnin semja sögu í
tíma, en allar sögurnar byrjuðu
þannig: — Það var einu sinni
konungur. — í næsta tíma hafði
kennarinn orð á því að þetta væri
ófært. Nú skyldu þau í staðinn
skrifa sögu um Eskimóa. Þá
skrifaði ein telpan: „Það var
einu sinni Eskimói. Hann átti lít-
inn dreng og var vanur að segja
honum sögu og hún var svona:
Það var einu sinni konungur ..“
★
Lítil stúlka úr Reykjavík fór í
sveit í fyrsta skifti. Hún var látin
ganga berfætt. Eftir nokkra daga
var hún spurð hvernig henni
þætti það og hún svaraði: „Fyrst
gat jeg ekki gengið, en steinarnir
eru altaf að verða mýkri“.
★
Stína litla kom hlaupandi inn
til mömmu sinnar með mesta íra-
fári og bar ótt á:
— Ó, mamma, hún kisa okkar
hefur eignast ketlinga, og jeg
hafði ekki hugmynd um að hún
væri gift.
★
Sigga litla kom í búð.
— Jæja, Sigga, sagði afgreiðslu-
maðurinn, jeg frjetti það að þú
hefðir eignast lítinn bróður. Hvern
ig líkar þjer við hann?
— Illa, sagði Sigga í hreinskilni.
Hann er eldrauður í framan og
skælir altaf.
— Ertu þá að hugsa um að skila
honum aftur? spurði afgreiðslu-
maður.
— Jeg er hrædd um að það sje
ekki hægt. Við erum búin að nota
hann í þrjá daga.
★
— Mamma, mamma, þú hefir
gefið Jóa meiri graut en mjer,
æpti Kalli litli.
— Sussu, sussu, láttu ekki
svona, sagði mamma. Hann er
stærri en þú.
— Það er von, þú gefur honum
altaf meira.