Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 3
að brúka," eins og dómendur kom- ast að orði. ÞÁ er að segja frá lönguhausnum í Ánanaustum og máli því, sem út af honum reis. Það var rúmum 30 árum eftir að lönguhausmálið úr Garðahverfinu var á döfinni. Þá bjuggu í Ánanaustum Jón Jónsson og Þorgerður Jónsdóttir kona hans. Síðari hluta dags hinn 31. mars 1729 gekk Jón niður að hjalli, sem hann átti þar niður við sjó. Sjer hann þá að það hefur orðið þar til nýlundu, að einhver hefur fest um tveggja álna iangan birkilurk á hjallinn og sett þar ofan á lönguhaus. Þótti Jóni þetta víst allkynlegt og kallaði í mann, sem þar var nærstaddur og Guðbrand- ur Klemensson hjet, og spyr hann: „Hver hefur sett þetta upp?“ „Jeg veit það ekki,“ svaraði Guð- brandur, „því jeg hef ekki sjeð það fyr en núna. En það er dáfallegt uppátæki þetta, eða hitt þó held- ur.“ Jón ljet sjer fátt um finnast og gerði sig alls ekki líklegan til þess að taka niður lönguhausinn og Guðbrandur mun heldur ekki hafa ymprað á því að það væri gert. Síðan gengu þeir báðir heim að Ánanaustum og inn í eldhús til Þorgerðar. Sagði Jón henni frá því að lönguhaus hefði verið settur á staur á hjallinum og spurði hvort hún vissi hver það hefði gert „Nei, ekki veit jeg það,í‘ svaraði hún, „en þú hefur vonandi tekið það niður.“ Jón sagði að sjer hefði ekki kom- ið það til hugar. „Hvers vegna tekurðu það ekki niður?“ sagði hún. „Jeg geri það ckki,“ sagði Jón. „Mjer finst að þeir eigi að taka það ofan, sem það haía upp sclt“. ,,Það má a!ls ekki vera þar,“ sagði hun. Jon sagði enn aó það vaen best LESBÓK MUKGUNBLADSINS 527 að sá hirti það, sem þarna hefði gengið frá því, og hún skyldi ekk- ert vera að skifta sjer af þessu. En Þorgerði mun hafa óað við að hafa þennan vágest þarna á hjallinum þeirra og haldið að ein- hver óhöpp mundu af honum stafa. Rauk hún því út, hvað sem Jón sagði, og hljóp niður að sjó en þeir Jón og Guðbrandur sátu eftir í eldhúsinu. Þegar Þorgerður kom niður að hjallinum sá hún lönguhausinn gnæfa þar á birkiraftinum. Þar var stór steinn við hjallinn og fór hún upp á hann og gat þannig seilst í raftinn og náð honum niður. Sá hún nú að lönguhausinn var óupp- skorinn og óupprifinn, en staurinn hafði verið rekinn inn með tálkn- unum. fjöngukjafturinn var glent- ur upp með tveimur spýtum, um það bil spannarlöngum, var önnur úr sviga en hin úr greni. Og þannig upp glentur hafði hausinn gapað mót vestri, eða út á haf. Hún tók nú lönguhausinn af raftinum, hirti úr honum spýturnar en fleygði honum síðan í hausahrúgu þar nærri. Sagði hún síðar svo frá, að hún hefði gert þetta í góðri mein- ingu, svo að hvorki hún nje aðrir fengi vansæmd af þessu slæma uppátæki, hver svo sem að því væri valdur. Þegar Þorgerður kom heim aftur í eldhús sitt sátu þeir þar enn Jón og Guðbrandur. Var þá talsvert fas á henni. Kastaði hún spýtunum á gólfið og sagði: „Þarna eru spýturnar úr því. Jeg skar það upp og náði þeim. Gáið þið nú að betur, jeg get ekki sjeð neitt á þeim.“ Hafði hún þá athugað hvort nokkrar rúnaristur væri á snýtun- um, því að hana mun þegar hafa grunað, að cinhvei jum ætti að gera íit með þessu. Þeir kciilmeumrmr athuguðu spýturnar. Þær voru baðar uijog óhreinar, en hvernig sem þeir leit- uðu fundu þeir ekki neina stafi nje krot á þeim. Síðan þreif Þorgerður spýturnar og fleygði þeim á eld- inn. Og þegar þær voru brunnar mun hún hafa búist við því að ekki yrði meira úr þessu „slæma uppá- tæki'V UM ÞESSAR mundir var Jón Oddsson Hjaltalín orðinn hjeraðs- dómari í Gullbringusýslu. Hafði hann tekið við því embætti að Brandi Bjarnheðinssyni látnum ár- ið áður. Jón var ættaður að norðan. Segir Espholin að faðir hans hafi verið Oddur Hólaráðsmaður Jóns- son, Magnússonar, Eiríkssonar, Bjarnarsonar, Jónssonar biskups Arasonar. Jón Oddsson kom ungur hingað suður og gekk í þjónustu Bessa- staðavaldsins. Tók hann sjer þá ættarnafnið Hjaltdalín, sem síðar varð Hjaltalín. Á Bessastöðum kvæntist hann danskri stúlku, sem Metta hjet og byrjuðu þau búskap í Örfirisey og bjuggu þar nokkur ár. En þegar Ólöf Einarsdóttir, ekkja Brands lögsagnara Bjarn- heðinssonar fluttist frá jörðinni Vík (Reykjavík) 1730, fluttist Jón þangað og bjó þar þangað t'l 1752, er innrjettingarnar hófust. Hann var því seinasti ábúandi á óðali Ingólfs Arnarsonar. Þegar Niels Kjær andaðist (í Brautarholti 11. okt. 1736) varð Jón sýslumaður í Kjósarsýslu. — Hann var ólærður maður, en mála- íylgjumaður mikill og kom oft við mál á alþingi. Hann var annálaður gleðimaður og var oft glatt á hjalla á heimili hans í Vík, dansleikar, vikivakar og drykkjur stórar. Út af því var orkt langt kvæði og er þetta viölag: Hja honum Jóni Hjaltalin hoppa menn sjer til vajisa. Alian veturnm eru þeir að dansa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.