Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLADSINS ( 538 SVARTIGALDUR Grcin þcssi birtist í sumar i nokkrum amerískum blöðum. Höfundur hennar heitir Billy Kose. Segir hjer frá því hve ótrúlegur kraftur getur fylgt bölbænum. ÞEGAR jeg var í Honolulu heyrði jeg sögu, sem gerst hafði fyrir nokkrum árum, og verður eflaust | að þjóðsögu. er stundir h'ða.. . Það eru nokkur ár síðan að f stjórnin á Hawaii Ijet reisa skóla á vesturbrún ijallsins Oahu. Meðal þeirra. sem í þann skóla komu, var lítill hnokki, sem hjet Biluki Oolaka. Þar komst hann í kynni við vestræna menningu og háttu og skoðanir hvítra manna. Hann lærði ensku og eítir nokkurn tíma breytti hann nafni sínu og kallaði sig Bill, á enska vísu. Þegar hann var tvítugur reykti hann sígarettur, ók í eigin bíl og gekk með mynd af Betty Grable í vasanum. Og harm var orðinn svo lærður. að hann sagði hverjum, sem heyra vildi, að sjúkdómar stöfuðu ekki af öðru en sýklum, og hin forna trú manna á „tabu“ og vfir- náttúrlega hluti, væri ekki annað en vitleysa. Um þessar mundir bar svo við að góðvinur Billy og foreldra hans, ráðsmaður á stórbúi, bað dóttur húsbónda síns. Þessi húsbóndi var vellríkur og hann vísaði biðlinum frá með smán og rak hann úr vist- inni. Biðillinn varð afar reiður og hótaði honum „kahuna anaana“, en það þýðir blátt áfram að kalla dauða yfir einhvern. Og þeir á Hawaii hafa sjerstaka aðferð við þetta. Sá, sem hótar öðrum „ka- huna anaana“ býr til brúðumynd af óvini sínum, stingur prjónum í magann á henni og liggur svo stoðugt á bæn i lx'finu og óskar þess af bitnuandi ahuga, að óvm- uruui deyi. Viku eftir þessa hótun fekk hinn auðugi óðalseigandi óþolandi maga verki, og honum datt þegar í hug að þetta stæði í sambandi við hót- anirnar um „kahuna anaana“. Hann afrjeð því að verja sig fyrir þessu með því að snúa bölbænunum upp á biðilinn. Það kalla þeir gagn- kvæma Kahuna. Þremur mánuð- um seinna voru þeir báðir dauðir. Allir voru sannfærðir um það, að bölbænirnar hefði bitnað á þeim báðum. Hinn forni svartigaldur hefði enn hrifið. En Bill var nú ekki á því. Hann helt því fram, að dauða þeirra hefði borið að á eðli- legan hátt og það væri ekkert dul- rænt við þetta. Báðir hefði þeir verið sanntrúaðir á kraft svarta- galdursins og þess vegna trúað því að bölbænir sínar mundu hafa áhrif. Þeir hefði því lagt alla and- lega orku sína í þær, vanrækt að sofa og matast og seinast dáið úr slagi. Helt Bill því fram að á þennan hátt hefði þeir báðir framið sjálfsmorð, í stað þess að vinna hvor öðrum lífstjón. Foreldrum hans ofbauð trúleysi hans. Þau óttuðust að það mundi egna eldguð fjallsins til bræði og hann mundi steypa eldi og aldur- nari yfir bygðina. Þau fóru því daglega til hoísins að biðja fyrir syni sínum og mýkja reiði goðsins. En Bill hló að fáfræði þeirra og bað þau blessuð að vera ekki að þessari heimsku. Þá kom fyrir annar einkcnnileg- ur atburður nokkrum vikum scinna. Ferðamannatulkur, sem hjet Faaliki, hafði látrð ferðamenn múta sjer til þess að fara með þá inn í hofið, þar sem enginn hvítur mað- ur mátti koma. Þar stóð þá yfir guðsþjónusta. Einn af ferðamönn- um gerði sig heimakominn og fleygði ösku úr sígarettu sinni í hina helgu þró. Höfuðprestinum blöskraði slík vanhelgun hofsins, og hann hóf upp bölbænir yfir túlkin- um og spáði honum því, að hann mundi deyja váveiflega eftir viku. Túlkurinn varð afar hræddur. Hann flýtti sjer heim til sín og sat þar alla vikuna. Kunningjar hans voru farnir að halda að álögin mundu ekki bitna á honum, því að hann kendi sjer einskis meins. En fáum mínútum fyrir sólarlag áhinum sjöunda degi, sáu nágrann- ar Paaliki að reyk lagði upp úr strá- kofa hans. Þeir þustu þangað, en þá var kofinn alelda og Paaliki brunninn inni. Bill sagði enn að þetta slys hefði orðið með alveg eðlilegum hætti. Hann skýrði það svo, að Paaliki hefði verið dauðhræddur við böl- bænir prestsins og búist við að reiðarslagið kæmi yfir sig þá og þegar. Hann hefði því ekki þorað að sofa og hefði verið orðinn dauð- syfjaður. En til þess að halda fvrir sjer vöku, hefði hann reykt hverja sigarettuna eftir aðra, og svo hefði hann sofnað út frá seinustu sigar- ettunni úrvinda af þreytu, og þá hefði auðvitað kviknað í kofanum og hann fuðrað upp í einu vetfangi, þar sem þetta var strákofi. Öldungum þorpsins ógnuðu bessi svipmiklu atvik og þá ekki síður hitt að Bill skyldi hafa þau í flimt- ingum. Þeir gerðu því sendinefnd á fund hans til þess að reyna að koma fyrir hann vitinu. Honum varð auðvitað ekki þokað og hann slieltist aðeins upp í þvermóðsku sinni. Og til þess að sýna þcim að hann væi i ckki hræddur við svarta galdur, fór hann daginn eftir til hoíöins og hrækti a likneskju eld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.