Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 7
LESSmr MORGUNBLAÐSTNS 531 SPÁDÚMUR Eggerts Úlolssonar um Reykjavík Grein þessi birtist í „F,jallkonunni“ fyrir 50 árum og: þykir rjett að draga hana nú fram í dagsljósið í sambandi við Reykjavíkursýninguna. EITT af kvæðum Eggerts Ólafs- sonar heitir „Mánamál“. Það er „fornkveðið samtal þeirra Reykja- víkurfjelaga, Ingólfs, Þorsteins Ingólfssonar, Þorkels mána sonar hans og Örlygs á Esjubergi. Seint í kvæðinu er kafli, er höfundurinn nefnir sjerstaklega Mánaspá, og lætur hann þar Þorkel mána spá fyrir íslandi og einkum Reykjavík. Kvæði þetta er orkt árið 1758 eða 22 árum áður en verslun hófst fyrst hjer í Reykjavík (því það var um 1780, en 1786 fekk Reykjavík fyrst kaupstaðarrjettindi). Um þær mundir, sem kvæðið er orkt, var því Reykjavík lítt bygð; hjer höfðu þá fyrir fáum árum verið bygð fáein timburhús handa verksmiðj- um þeim, er Skúli Magnússon kom á fót; að öðru leyti voru hjer aðeins fáeinir óásjálegir kotbæir (Arnar- hóll, Skálholtskot, Stöðlakot, Mels- hús, Hólakot, Landakot, Götuhús, Grjóti, Hlíðarhús) auk heimajarð- arinnar. — Verksmiðjurnar voru nokkurs konar undanfari þess, að kaupstaður væri settur í Rvík, en um þær mundir, sem kvæðið var orkt, voru lítil líkindi til, að Reykja vík mundi nokkurn tíma verða kaupstaður, og því síður höfuð- staður landsins, enda áttu verk- smiðjurnar fult í fangi að haldast við. Spádómur Eggerts Ólafssonar í Mánaspá er því mjög merkilegur. Spáin hefst svo, að Mána þykir fagurt um að litast fram í tímann, en segir þó að innan skams sje von á mestu bágindum, sem standi reyndar skamman tíma: „drífur þó og festir el og frystir enn yfir lög og land, gengur greipar í grimmust lota skamma stund að standa.“ Sama spádóm (um hallæri) bregður fyrir í öðru kvæði Eggerts, kvæðinu „ísland“, þar sem hann lætur ísland segja: „Guð mun enn úr illu okkur skapa gott; von í rauna villu vömm ei fær nje spott; spáin sú mun reynast rjett: skorpu fæ jeg eina enn, ekki samt jeg dett.“ Þessi hallærisspá rættist fullkom lega eftir dauða Eggerts; þá komu hin mestu eymdarár, sem sögur fara af, yfir landið, og fólkið hrundi niður úr hungursóttum þúsundum saman. Þá segir Máni enn: „Verður Ingólfur endurbormn“ og „ungir munu rísa í Reykjavík og fræva hin fornu tún.“ Ingólfur spyr þá, hvort þess muni langt að bíða að spá þessi rætist. Máni kveður þess skamt að bíða, en þó mörg ár. Síðan spáir hann fyrir betri landstjórn, skólum og bókmentum, verslun og vaxandi velmegun, að bær rísi upp í Reykja vík, og alþing taki framförum og verði skipað mælskumönnum, er tali hreint mál: „Koma munu læknar þeirra landsmanna bæta siðbresti, bæta geðbresti, landstjórn bæta, byggja kunnustur og veglegt bókavit. Skulu kaupferðir í kjör fallast og vaxa velmegin. Springa munu blómstur á bæjartrje; göfgu mun þá fjölga fræi. Þá munu lögkænir, að lögbergi deila hvartki dóm, ætlanarmenn, orðsnillingar hreinni tungu tala.“ Þá spyr Þorsteinn, hvort Friðrik konungur (5.) muni sjá nokkura ávöxtu af tilraunum þeim, er gerð- ar voru á hans dögum til viðreisn- ar íslandi (sem voru verksmiðj- urnar, jarðyrkjutilraunir o. fl.) og segir Máni að víst muni hann sjá þess merki, en þó muni lengra að bíða verulegra framfara. Að end- ingu segir hann: „Manngi til þess mundi þá er mæringur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.