Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 539 guðsins. — Æðsti presturinn varð ævareiður út af þessari goðgá. — Hann bað Bill bölbæna og sagði að dauðinn skyldi koma yfir hann eins og þruma úr heiðskíru lofti eftir viku. Bill gerði ekki annað en hlæja að þessum hótunum. Hann skildi það svo, að fjallið, sem hann bjó undir, ætti að gjósa og hann farast í eldflóðinu. Það var þó kátlegt. Fjallið var útbrunnið fyrir löngu. Hann hafði sjálfur verið niðri í eldgígnum fyrir þremur dögum. Samt fór það nú svo að hann átti bágt með svefn aðfaranótt sjö- unda dagsins. Og skömmu fyrir sól- arupprás þóttist hann heyra ein- hverjar drunur. Hann klæddi sig í skyndi og gekk út. Þá roðaði sólin tind fjallsins og var sem á glóð sæi. „Það er best að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ hugsaði hann, steig upp í bílinn sinn og ók veginn austur með ströndinni. Hann var kominn langt í burt frá fjallinu og fór bá að hugsa um að það væri nú skamm- arlegt að vera svona huglaus að flýja. Svo kom honum til hugar að hann mundi hressast á því að fá sjer bað. Hann ók niður að sjónum. Og þegar hann var kominn út í og farinn að busla þar, þá varð hon- um að brosa. Hjer var hann áreið- anlega öruggur. Og skyldi nú svo fara að hann drukknaði, þá rættist spádómurinn ekki heldur. Hálfri klukkustund síðar var hann dauður. Þetta skeði hinn 7. desember 1941. >W ^ íW >W Sclsvör. Þess láðist að geta í seinustu Les- bók, að það var Eggert Guðmunds- son listmálari, scm gerði cftiilíking- una af Sclsvör, þá scm cr á Reykja- vikursýniugunni og máiaði grunninn í baksýn þar scm sjcr til Esju. Liós- myndina, sem birtist i Lesbók aí þessu, tok Olafur L. klagnussou. BRIDGE S. D 10 8 5 4 H. Á 7 5 3 T. D L. 8 6 2 S. K G H. D 10 4 2 T. Á K G 8 L. Á G 5 N V A S S. — H. K G 9 8 T. 7 € 4 3 2 L. 9 7 4 3 S. Á 9 7 6 3 2 H. 6 T. 10 9 5 L. K D 10 S sagði 4 spaða og V tvöfaldaði. Svo slær hann út T K og fær þann slag. Því næst slær hann út hjarta og sá slagur er tekinn með ásnum í borði. S fer nú að athuga hvað marga slagi hann muni missa. Ef báðir spaðarnir eru á sömu hönd, þá missist slagur þar, og enn fremur tveir slagir í laufi, ef V hefur bæði ásinn og gosann og þá er sögnin töpuð. Hjer eru tvö úrræði, ann- aðhvort að láta V ekki komast inn í spilið fyr .en hann má til að spila út laufi, eða þá að ganga svo nærri tigli og hjarta, áð V ncyðist til þess, er hann kcmst að, að slá annaðhvort út laufi, eða þá öðrum lit, sem hvorki er til í borði nje á hendi. S byrjar þess vegna á því að slá út hjarta í borði og drepur með trompi. Svo slær hann út S Á til þess að sjá hvernig trompin liggja. Því næst tromp ar hann til skiftis 2 tigla og 2 hjörtu. Þá spilar hann V inn á S K. Og nú er V kominn í klípu. Slái hann út laufi fær S 2 slagi þar,- slái hann út tigli þá trompar S í borði og slær af sjer laufi, og þá er spilið unnið. >W íW -íW ufyciáe m ÞANN 30. október s. 1. birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins og nefndist hún Sólaröld. Þar sem jeg hef enga þekkingu á því, sem er aðalefni þess- arar greinar, get jeg ekki lagt neinn dóm á það. En cinstök atriði í grcin- inni gcfa tilefni til athugunar. í upphafi greinarinnar scgir, að þrýsliloftsfJugvjelar, sem fljiiga um 1000 milur 4 klukkustund. murrdu vera runilega 10 Vs solarhriug að íljuga rrulh jarðar og sólar. Þótt flugvjelarnar gætu xlogið milli hnatta, er sannleikurinn hinsvegar sá, að þær væru varla komn ar úr heimahögunum eftir þennan tíma. Þær væru nefnilega ekki 10 Vz sólarhring alla leið, nei, þær væru hvorki meira nje minna en á elleíta ár, svo að þarna skakkar nokkru.*) Auk þess láðist að geta þess, þar sem talað er um fjarlægðir og hitastig, aö þar er átt við meðalfjarlægðir og mcð- alhita. Hið næsta er svo ónákvæmni í tölum þeim, er birtar eru. Þegar t. d. er gefin upp fjarlægðin frá sól- inni til Marz, skakkar það tæplega 500000 mílum. Til samanburðar má geta þess, að vegalengdin umhverfis jörðu um miðbaug er tæpar 25000 míl- ur, eða 475000 mílum skemri. Svo er sagt, að sólin sje 865000 mílur í þver- mál, eða hundrað sinnum stærri en jörðin. Það er rjett, að þvermál sól- ar er ekki mjög fjarri því að vera 100 sinnum meira en þvermál jarðar, en þvermál er bara ekki það sama og stærð (rúmmál), enda er sannleik- urinn sá, að sólin er meira en milljón sinnum stærri en jörðin. Að lokum er tilgáta um sköpun jarðarinnar borin á borð sem bláköld staðreynd. Þótt tilgáta þessi sje í sjálfu sjer sennileg, vita mcnn auðvitað ekki nokkurn skap aðan hlut um þctta mcð vissu. Þ. S. *) Þctta er rjctt — villan stafar af misritun. * ^W ^W ^W V ^W NOKKRAR mílur frá höfuðborg Ind- lands er lítið þorp, sem heitir Molar Bund. Það líkist mjög öðrum indversk- um þorpum, en íbúarnir stunda sjer- stakan atvinnuveg. Þeir temja eitur- slöngur. Douglas Stewart frjettaritari breska útvarpsins BBC kom nýleg;.', til Molar Bund og flutti svo fyrirleátur um þorpið og þorpsbúa í útvarpið. Sagði hann þar: „Við komumst að því að hver 15 ára drengur í þorpinu var út- lærður slöngutemjari. Og þegar þeir hafa náð þeim aldri fara þeir út í heim- inn til þess að leita sjer fjár með list sinni. Einn af slöngutemjurunum sagði okkur að eina hættan við þessa atvinnu væri sú að veiða slöngurnar. Marga sáum við með ör eftir slöngubit, sjcr- staklcga bit. eftir hinar banvænu kobi a- slöngur. En ibuárnir þckkja meðal við slöngueitri — þeir búa það til úr pott- o&ku og trjaberiu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.