Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 533 íyrir það hvernig þar mætast gamli og nýi tíminn. Auk þess á borgin sjer merkilega sögu. Þar er háskóli, stoínaður 1451, og eru þar milli 4 og 5 þús. stúdenta. í Edinborg er hin fræga gata Princess Street, sem þykir einhver fegursta gata í heimi. Þar sem hún er, var áður vatn.. Skotland er yfirleitt hálent og lirjóstugt. Alt landið er talið vera um 19 miljónir ekra, en þar af eru rúmlega 14 milj. ekra fjöll, heið- ar og mýrar. Þess vegna hefir fjöldi fólks flutt úr landi. Nú er talið að íbúar þar sje um 5 miljónir, cjr erlendis eru 20 miljónir Skota. Þeir halda allir trygð við fóstur- landið, eigi síður en íslendingar þeir, sem fóru til Vesturheims. Hálendingar eru yfirleitt fátæk- ir, þvi að flestir búa á harðbalakot- uin. Það var sagt um unga Hálend- inga hjer áður, að þeir ætti ekki annars úrkosta en fara í her konungs eða gerast sjómenn Nú er sama sagan þar eins og annars staðar, að fólkið leitar úr sveitun- um til borganna, til iðnaðarins og fjölmennisins. Margir, sem lil þekkja, halda þvi fram, að land- bunaður i norðahverðum Halond- um eigi sjer enga frámtið, vegna þess h\aó jorðin sje lirostug og grýtt. Og yfirleitt er það svo um alt Skotland, að jörðin er mögur og þarf óskapa fyrirhöín við að rækta hana. Svo er veðrátta þar líka hvikul, og einkum rignir mik- ið á vesturströndinni. Upphaflega hafa verið miklir skógar í Skotlandi, en þeim hefir verið eytt, svo að nú er ekki nema 5% af landinu skógi vaxið. En þar eru stór flæmi af svonefndum „dýraskógum“. Það eru yfirleitt móar, mýrar og grundir, en eng- inn skógur. Þarna eru friðlönd fyr- ir ýmsar skepnur. Þrír skógar hafa verið friðaðir og eru þjóðareign. Þeir eru hjá Glen Moor, Argyll og Glen Trool. Annars má geta þess að ríkið á 7% af öllu landinu. Meðal dýra í Skotlandi má nefna „rauðdýrin", sem eru af sama stofni og hreindýrin í Skandinavíu (og hjer) og cariboo í Norður- Ameríku. Þessi dýr hafa einkenni- legar venjur. Hreinarnir fara sam- an í hópum og eru oftast 20—60 í hóp, en enginn foringi. Ef þeir þurfa að verja sig þá halda þeir ekki saman, heldur hugsar hver um sig. Simlurnar eru aftur í stærri flokkum, alt að hundrað í hóp. Elsta simlan er sjálfkjörinn for- ingi hópsins og fer altaf á undan. En svo hefir hún aðstoðarforingja, og hann rekur altaf lestina þegar þær eru á ferð eða flótta. Dýrin haía mikil horn og fella þau í apríl á hverju ári, en jafn- harðan spretta horn að nýu. Þótt undarlegt kunni að virðast þá nota þau ekki hornin sjer til varnar. Bæði hreinar og simlur hafa þá bardagaaðferð að rísa upp á aftur- fætur og reyna að berja andstæð- ing sinn með framfótunum. Þessi dýr liafast við á Cairgorms, sem kalla má óbygðir. Þar hefir nú rjúpan einnig sitt seinasta at-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.