Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 6
530 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gerningaveður. Það sjest best á því hvað hún er áköf í það að ná hausn- um niður og rannsaka ýtarlega hvort ekki sje rúnir eða ristur á spýtunum, sem hann var baninn út með. Það hvarflar og ef til vill að henni, að böndin muni berast að þeim hjónum fyrir þetta uppátæki, þar sem hausinn var reistur á þeirra hjalli. En þegar farið er að yfirheyra hana, vill hún ekki við þetta kannast, en segist hafa gert þetta af einfeldni og af góðri mein- ingu. Jón maður hennar er alt öðru vísi. Hann kippir sjer ekkert upp við það þótt hann sjái lönguhöfuðið gnæfandi með glentum skolti til hafs. Hann veit að þetta hefur verið gert af kjánaskap, og það er svo sem ekki hundrað í hættunni þótt þessi lönguhaus sje á lofti. Þess vegna finst honum það sæmst þeim, er hausinn setti upp, að taka hann niður aftur. Hann vill ekki viðurkenna að þetta geti haft neinn tilgang, og þess vegna bannar hann konu sinni að skifta sjer af þessu. Það hreif ekki, en það er eins og maður finni að Jón hafi veitt Þor- gerði ákúrur á eftir fyrir hjátrú hennar og óðagot, og þess vegna hafi hún síðar afsakað framferði sitt með einfeldni sinni. Það er langt frá því að Jóni finnist þetta atvik merkilegra þótt það sje komið fyrir rjett. Það heyr- ir maður á kaldhæðni hans er hann segir að lönguhöfuðið hafi ekki gapað meira á hjallinum heldur en það geri hjer í rjettinum! Jón hef- ur verið greindar karl og með heil- brigðari hugsunarhátt en landfó- getinn og dómendurnir. Um Illuga er það að segja, að það hefur verið af ungæðishætti að hann setti upp lönguhausinn. Hann er þá á þeim aldri (21 árs) er menn finna upp á allskonar hrekkj- um. Og tvímælalaust hefur hann gert þetta af hrekk við einhvern, eða til að stríða einhverjum. Dettur manni þá fyrst í hug að hann muni hafa ætlað að espa Þorgerði með þessu, vitað að hún var hjátrúar- full, eins og fram kom. Engin minsta ástæða er til að efast um að hann hafi sagt það satt, að hann hafi ekki ætlað að gera neinum manni mein með þessu hrekkja- bragði. Aftur á móti hefur hann máske skammast sín fyrir að við- urkenna hina rjettu ástæðu til þess að hann gerði þetta. Einnig er óvíst að það hefði komið honum að nokkru gagni. Dómendur voru fvr- irfram sannfærðir um að hann hefði unnið til refsingar með þessu. Dómur þeirra er síðan kveðinn upp af algeru handahófi, og ekki vitnað í nein lög nema Norsku lög um að sektin skuli hækka, sje hún ekki greidd á rjettum gjalddaga. Þetta er skýlaus geðþóttadómur, en sýn- ir um leið, og eins rjettarhaldið, að landfógeti og dómarar hafa verið haldnir þeirri hjátrú, að hægt væri að gera öðrum ilt með því að setja löngu'haus á prik. Og til þess að vera tryggir þessari hjátrú, neita þeir Illuga um að vinna eið að því, að hann hafi ekkert ilt haft í huga þegar hann reisti upp lönguhaus- inn. Þeir voru ákveðnir í því að hann skyldi sakfeldur. Máske að þeir hafi einnig óttast almennings- álitið, og viljað gera því til geðs. En það sýndi þá aðeins hvað hjá- trú hefur verið megn hjer á þeim árum, og að Jón í Ánanaustum hefur þá verið langt á undan sam- tíð sinni. Illugi átti heima hjer í Revkja- vík upp frá þessu og varð gamall maður. Hann bjó lengi í Arnar- hólskoti. A. ó. ^w ^w ^w ^w >w Maigir menn hafa á sjer heldra snið, en það þvæst fljótt af með áfengi. — (Paul Harrison). ** Barnahjal Mamma ávítaði Siggu oft fyr- ir það hvað hún væri löt. Einu sinni sagði hún: — Ef þú venur þig á þessa ó- lukkans leti, þá verða börnin þín lika löt. Þá sagði Sigga roggin: Þarna komstu upp um þig, mamma. ★ Nýtísku barnahjal: Stína: Hvernig líkar þjer við hann nýja pabba þinn? Lóa: Ágætlega, þetta er besti maður. Stína: Það segi jeg líka. Við áttum hann í fyrra. ★ Lúlla var fimm ára og hún trúði mömmu sinni fyrir því að hún ætti tvo vini, Sigga og Bjössa. — Það er gott, sagði mamma. — Já, mjer þykir vissara að eiga þá tvo, ef annar hvor skyldi bregðast, sagði Lúlla. ★ Stína er sjö ára. Frænka henn- ar var að segja henni frá því að bráðum mundi hún eignast syst- kini og hvort hún vildi ekki að það væri bróðir, þar sem hún átti þegar systur. Stína var nú ekki á því, hún vildi eignast aðra litla systur. Pabbi hennar greip þá fram í og sagði að það væri miklu meira gaman fyrir hana að eignast bróðiu:. Þá varð Stína vond, sneri upp á sig og sagði: — Jæja, jæja, hafið þið það þá eins og ykkur sýnist. ★ Nonni átti sex ára afmæli ný- lega og var ákaflega upp með sjer af því. Nokkrum dögum seinna hitti jeg hann á götu og spurði: — Hvað ertu nú gamall, Nonni minn? Hann varð hálf daufur 1 dálk- inn og eftir nokkra stund sagði hann: — Það voru sex kerti á afmæliskökunni minni, en svo datt eitt þeirra í gólfið og brotn- aði, svo að jeg er enn fimm ára. ( i ■ ■ i i ■ ■ i i --

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.