Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 529 ið „að koma fram með allar til- hlýðilegar lögvarnir og forsvar," en fyrst var þó Illugi yfirheyrður. Hann var spurður að því í hvaða tilgangi hann hefði „þetta með spýtum útþanda lönguhöfuð upp sett“, og svaraði hann: „Af heimskulegu narraríi". Þá var hann spurður hvort, hann hefði ei heyrt „að þeir, sem hafa áður til forna með sama hætti upp reist lönguhöfuð, verið hafi og kallaðir að vera orsök og efni til illviðra og storma, og hafi þar fyrir við kaga hýddir verið.“ Jú; Illugi kvaðst hafa heyrt það. Hvort það hefði þá verið ætlan hans með þessu að gera storm og fárviðri? Því neitaði hann. Vissir þú ekki, að nær þínir landsmenn sín lönguhöfuð á þenn hátt hafa upp sett, þeir það þá sem siðvanalegt vildu taka það fyrir noltkuð þess háttar hvar með galdrar frömdust og gefa svo hneyksli af sjer,- sem nú er skeð? Ekki kvaðst Illugi hafa heyrt það, og þar með var yfirheyrslu hans lokið. FULLTRÚI landfógeta lagði nú málið í dóm. Hann skírskotaði til þess að Illugi hefði meðgengið að hann hefði sett upp þetta löngu- höfuð, og þótt hann hafi fullyrt að hann hafi gert þetta af „heimsku og narraríi“, þá hafi hann þó ját- að, að sjer hefði verið kunnugt um það, að þeir, sem áður gerðu þetta hefði með „kaga húðstrýkingu straffaðir vcrið. Ei að síður hefur það þó ekki kunnað að hindra hann frá hans slæma ásetningi, bvar af svo stór hneykslan á eftir fylgt hefur.“ Krafðist fulltrúinn þess að Illugi yrði dæmdur í svo háa sekt, að það gæti orðið öðrum til við- vörunar, og auk þess yrði liann dæmdur til að greiða málskostnað eftir mati rjettarins. Þá var Illugi spurður að því „hvort hann gæti hjer fyrir rjett- inum og í guðs ásján“ gert sinn hæsta sáluhjálpareið um það að hann hefði „ei uppsett þetta löngu- höfuð í npkkurri vondri meiningu, annaðhvort til þess að gera storm þar með, ellegar að skaða nokkurn þar með, ellegar viljað djöfulinn dýrka með orðum eða öðrum at- vikum.“ Illugi kvaðst reiðubúinn til þess, en samt fekk hann nú ekki eiðinn. Því næst var hann spurður um spýturnar í lönguhausnum. Kvaðst hann sjálfur hafa sett þær þar, en tekið þær á eldhúsgólfinu í Ána- naustum og þá hefði tveir menn verið þar við, Guðbrandur Klem- ensson og Jón nokkur Þórðarson ofan úr Kjós. Ekki kvaðst hann hafa neitt á spýturnar skrifað, skor- ið nje rispað. Var svo spurt hvort menn hefði nokkuð meira fram að leggja í þessu máli. Verjandinn, Þorgeir Þórðarson, „bað þá rjettinn auð- mjúklega honum og hans yfirsjón að vægja.“ Var það öll vörn hans, og gat varla aumlegri verið. En verjandi mun hafa talið að Illuga mætti ekkert hjálpa, því að hann væri sannur að sök. Var svo dóm- ur upp kveðinn. í forsendurn hans segir: „Að jafnvel þó lijcr fyrir rjett- inum sje ci bevísað, að Illugi Bjarnason hafi þctta lönguhöfuð upp sett í því áformi, að gjöra ilt með, þá sanit sýnist líklcgt. að hann hafi það gert í einhverri slæmri mciningu, hvar af mikið hneyksli og ljótt eftirdæmi orsak- að er, þá einir og aðrir óráðvandir drengir hafa með álíka lönguhöfuðs uppsetningu og þar með fylgjandi ilsku háttum og særingum djöful- inn dýrkað áður til forna.“ Og svo kemur sjálfur dómurinn: „Því skal Illugi Bjarnason út- standa opmbera og skarpa aflausn í Víkurkirkju a S'eltjarnarnesi, í hvorri sókn hann hefur þetta hneyksli framið, hvað ske skal — ef eruverðugs kennimannsins sjera Gísla Sigurðssonar*) hentugleikar það leyfa — þann fyrsta sunnudag, sem hann þar embættar eftir næst- komandi hvítasunnuhátíð, og bið- ur Illugi þar þá opinberlega söfn- ' O ,'. f uðinn fyrirgefningar a honum gerðu hneyskli. Því næst skal 111- ugi betala til fátækra í Seltjarnar- nes sveit hundrað á landsvísu í góðum og þeim þjehahldgum aur- um, og í máls umköátnað* til eðla herra landfógeta Luxtórphs hálf- an annan ríksdal í ki'ónum, og til þessa rjettar í ómakæög ármæðu- laun fyrir þessu máli: 50 álnir í gildum landaurum, Og * ákúlu allar þessar bætur af honúm luktar með góðum greiðskap ihhah næstkom- andi MikaelsmessU, eifégár líði hann eftir lögum 'tig bótáli bá þriðjungi meira af þess'uth bótum en hjer segir, cftir Noi'sku* laga 2 bók, 5 eap. Art. 15.“ á .rnulp.íusa. : , f v * ( \ ÞAR með var þessu máli lokið, og síðan hefur ckkert lönguhausmál komið Jyrir hjcr í Reykjavík. Jeg hef rakið það eins ýtarlega og mals- skjölin leyfa, því að það ér ofur- lítil spegilmynd af hugsunarhætt- inum hjer fyrir rúmum tveimur öldum, eða á 800 ára afmæli löggjaf arþings íslendinga. Það er nógu fróðlegt að virða fyrir sjcr það fóik, sem hjer kemur viö sögu. Auðsjeð cr að þau Ána- naustahjónin hafa ekki verið lík. Þorgerður cr örgeðja, en Jón ró- lyndur og enginn veiíiskati Þor- gerði verður bylt, þegar hún heyr- ir um lönguhausinn. Gömul hjátrú er henni í blóð borin. Henni kemur það áreiðanlega fyrst til hugar, að með þessum lönguhaus eigi aö gera *)Gisli Sigurðsson varð prestur i Reykjavik 171S og gegndi þvi embaetti í 51 ár (d. 1769).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.