Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 11
533 1 LESEÖK MORGUNBLAÐSINS i •• 7 o. nnar köná Í4ck eáonó JleiSu,p (eysti tOerlínardeiL u n a MR. PHILIP Caryl Jessup hefir verið kallaður önnur hönd Ache- sons utanríkisráðherra, og ekki sú vinstri. Honum er talið það allra manna mest að þakka að samgöngu banninu við Berlín var af Ijett. Jessup er fæddur í New York 1897, og er því rúmlega fimtugur að aldri. Hann fór í Hamilton há- skólann þegar hann hafði aldur til, en foreldrar hans voru svo fátæk, að þau gátu ekki kostað nám hans. Hann varð því að sjá fyrir sjer sjálfur og það gerði hann með því að stofna fyrirtæki, sem „pressaði buxur og gljáfægði skó“. Græddi hann vel á því. Þegar fyrri heims- styrjöldin hófst varð hann að fara í herinn, og gekk þar svo vel fram að hann var sæmdur heiðursmerkj- um. Þegar stríðinu var lokið kvænt ist hann, en helt áfram námi sínu og lauk prófi í lögfræði. Síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum við háskólann í Columbía og ritaði nokkrar bækur, þar á meðal ema um „Hlutleysi" og er hún nú kend við flesta háskóla. Er Jessup talinn einn af allra fróðustu mönnum í alþjóðarjetti, af þeim, sem nú eru uppi. Nafns hans var fyrst getið í blöð- um 1941, en ekki var það þó í sam- bandi við lögfræðiþekkingu hans. Svo bar til að hann tók sjer far með flugvjel til Sao Paulo í Braz- ilíu. Flugvjelin hrepti storm og dimmviðri og rakst á fjall. Af 14 mönnum, sem í henni voru, biðu 10 samstundis bana. En Jessup og tveir aðrir brutust niður fjallið og í gegn um frumskóg. Leitarleiðang- ur fann þá og var þá þegar farið með tvo mennina til sjúkrahúss, en Jessup vildi óvægur fara með leit- armönnum og vísa þeim á slysstað Jessup. inn. Þegar þangað kom leið yfir hann, og kom þá í ljós að hann hafði slasast allmikið, þrjú rif voru brotin í annari síðunni og annar fóturinn særður og helmarinn. En svo mikið þótti koma til röskleika hans, að utanríkisráðherra Brasilíu sæmdi hann hetjuverðlaunum. Haustið 1948 var Jessup fulltrúi Bandaríkjanna á fundi Öryggisráðs ins, sem haldinn var í París. Þá var það hinn 4. október að Vis- hinsky helt eina af dómsdagsræð- um sínum og lýsti yfir því að Rúss- ar ætti enga sök á aðflutnings- banninu til Berlínar. Að ræðu sinni lokinni settist hann niður og fór að lesa í blaði eins og hann var van- ur að gera, þegar hann átti von á svarræðu. Hann leit ekki einu sinni upp þegar Jessup tók til máls. En áður en fimm mínútur voru liðnar hafði Vishinsky lagt „Pravda" frá sjer og hlustaði með athygli á ræðu Jessups. Jessup rakti þar hverja afstoðu Vishinsky hefði tekið árið 1946 þegar Persíu- málin voru á döfinni, og notaði öll rök hans þá til þess að reka nið- ur í hann Staðhæfingar hans í þess- ari ræðu. Upp frá þVí bar Vis- hinsky hina mestu virðingu fyrir Jessup og kallaði hann „sinn hátt- virta starfsbróður“ og „hinn fram- úrskarandi sjerfræðing í alþjóða- lögum“. Fáum mánuðum síðar var Jess- up gerður að samstárfsmanni og fulltrúa Achesons í öllíim utan- ríkismálum Bandaríkjanna. Þetta þykir nú vel ráðið, því að Jessup er talið manna mest að þakka að samgöngubanninu við Berlín var af ljett. í janúarmánuði 1949 símaði „International News Service“ nokkrar fyrirspurnir til Stalins við- víkjandi samvinnu Rússa og Banda ríkjamanna. Stalin svaraði öllum sipurningunum nemá þeirri, sem fjallaði um gjaldeyririnn (vestur- mörkin) á hemámssvæði Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. En áður höfðu Rússar altaí haldið því fram að gjaldeyrismálið væri að- alástæðan til samgöngubannsins. Hvernig stóð á því, að Stalin svar aði ekki þessari spurningu? Hafði honum sjest yfir hana, éða átti að skilja þetta svo, að Rússar mundu nú tilleiðanlegri en áður að semja? Stjórn Bandaríkjanna var að velta þessu fyrir sjer, en það var ekki hlaupið að því að fá vissu sína í þessu efni. Seinast fól hún Jessup^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.