Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 540 Galdra-Leiíi átti um skeið heima á Garðstöðum, sem var kot í túnfætinum í Ögri. Bjó hann þar við mikla fátækt. Einu sinni fórst franskt fiskiskip á Brekaskerjum. Þá neytti Leifi kunnáttu sinnar og ljet alla matbjörg úr skipinu fljóta til sín. Bað hann svo konu sína að koma með sjer niður í fjöru og bjarga rekanum undan sjó. Þá kvað hún: Vinn eg ei fyrir vín og brauð vandra með þjer niður í sand; frýs mjer hugur við frönskum auð, fjandinn hefur ’ann sent á land. Þingkosning fyrir 97 árum. Hinn 30. september 1852 fór fram alþingiskosning í Reykjavík. Af kjós- endum mættu alls 12, og fengu þeir Jón Thorsteinsson landlæknir og Þórð- ur Sveinbjörnsson sín 3 atkv. hvor. En með því að Þórður var konungkjör- inn þingmaður fyrir, þá hlaut Jón þing- sætið. Bjarghrun í Drangey. Vorið 1838 var mjög kalt og gerði fannkomuhríð mikla 9. júní, svo að fje fenti í sumum stöðum, en ljetti af hríðinni hinn 11. júní. Varð þá jarð- skjálfti ægilegur um og eftir hátta- tíma aðfaranótt þess 12. Mátti kalla hann ógurlegastan við Drangey; varð svo mikið hrunið á eynni, að eigi sá handaskil fyrir moldryki og grjóthríð. Hlupu sumir undan í sjóinn, aðrir hírð- ust undir steininum mikla þar í fjör- unni, en þeir á sjó voru um flekalagn- ir, hræddust það, að allir mundu þeir týnst hafa, er uppi voru í fjörunni og skip gnötruðu undir þeim sem á þræði ljeki. Hrundi þá og mjög norðan úr Tindastól. Sums staðar fellu hús og bæir í útsveitum, en eigi meiddist nema einn maður við Drangey, er Ólafur hjet Helgason. Valt afar mik- ill steinn á hann ofan, en á honum var sem lítil hvelfing og lenti hún yfir Ólafi. Veltu síðan margir af hon- um steininum og ætluðu að ná líki hans, en alla furðaði er hann var enn lifandi. En svo hafði að honum þrengt, að eftir lá hann alt sumarið, varð þó heill að kalla. — Vissu menn eigi dæmi til slíks jarðskjálfta fyrir norð- BÁTANAUST — Hjá Gemlufalli í Dýrafirði standa enn þessi tvö gömlu báta- naust. Þótt margir fari þarna um taka fæstir eftir þeim, vegna þess að þau standa undir sjávarkambi. Af slíkum húsum mun nú fátt orðið á íslandi. Þau eru frá þeim tíma.er menn töldu jafn sjálfsagt að eiga skýli yfir bátana sína og menn telja nú nauðsynlegt að eiga skýli fyrir bíla sína. an land og þóttust menn vita, að elds- umbrot hefði verið á mararbotni fyrir norðan landið, því að það sögðu for- menn sumir, er lengi höfðu róið til Drangeyar, að grynt hefði á miði því, er Drangeyarsandur kallast, um tutt- ugu faðma. (Gísli Konr.) Smiðir í kaupavinnu. Árið 1854 kom fyrsta „siglingin“ til Reykjavíkur hinn 4. maí. Var þá orðin tilfinnanleg þurð á kornvöru og öðr- um nauðsynjavörum og skorti m. a. algjörlega byggingarefni. En ekkert kom af því með þessu skipi og ekki fyr en seint um sumarið. Var því at- vinnuleysi hjá byggingamönnum og rjeðu smiðir sig í kaupavinnu upp um sveitir, heldur en ganga iðjulausir. Reykjavik sjerstök þinghá. Hinn 15. apríl 1835 var svo ákveðið með konungsúrskurði, að Reykjavík skyldi vera sjerstök þinghá, vegna sí- vaxandi íbúatölu kaupstaðarins. Þá voru hjer 639 sálir í árslok. ------ «vðBU-fp-'r-'S' Einar Friðriksson bóndi í Svartárkoti var að hugsa um að bæta kynstofn silungs í vatninu þar. í því skyni ljet hann í nóvember 1883 og í janúar 1884 frjóvga birt- ingshrogn við Mývatn og flutti eggin svo frjóvguð í Svartárvatn. Þar voru þau ’ lögð niður í eina uppsprettuna milli steina nokkurra, svo að hann gæti haft eftirlit með eggjunum. í janúarmánuði flutti hann þau frá Mý- vatni. Þá var 16 stiga frost meðan á flutningum stóð, en eggin voru vafin innan í mosa og utan um hann var látið hey. Það voru naumast liðnir 50 dagar áður en eggjunum var út klak- ið. (Arthur Feddersen). Grastófur. Það má furðulegt teljast, að sumir refir lifa á rótum og það eigi einungis hvannarótum, heldur einnig meljum, sem vaxa í bjarginu (Látrabjargi). Þetta hlýtur að vera sjerstakt refaaf- brigði, því að þeir bíta einnig gras eins og grasbítarnir. Refir þessir koma hvorki niður til sjávar nje leita upp á fjöll, heldur halda þeir sig í hlið- unum innan um lömb og rjúpur, sem aðrir refir sækjast svo mjög eftir, en þessir vinna þeim ekki hið minsta mein. Kallast þeir grastófur. Smalar veita þeim athygli, svo að þeir geti þekt þær, og leitast við að þeim sje ekki mein^gert, hvorki af hundum nje á annan hátt. (E. Ól.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.