Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 63 rólega upp að bryggjunni og fje- lagarnir tóku strax að gera við vjel- ina. Þeir höfðu varastykki um borð, en á þessum stað var hvorki hægt að fá fagmann eða nauðsynleg tæki til fullkominnar viðgerðar, svo beir ákváðu að sigla til Húsavíkur morg -uninn eftir á hægri ferð, eftir þá bráðabirgðaviðgerð, sem þeir fram- kvæmdu. ú Á BRYGGJUNNI í Flatey stóð víir fiskaðgerð. Jeg gaf mig á tal við einn af eyarskeggjum og spurði hann hvernig aflaðist. Hann sagði að afli væri tregur. „En þetta er mikill fiskur,“ sagði jeg og benti á stórar fiskhrúgur á bryggjunni. „Já; en hann er veiddur af alt of mörgum bátum og á altof langar línur, til þess að geta talist mikill fiskur," svaraði hann með þeim raddblæ, sem gaf til kynna, að honum væri þegar ljóst, að hann var að tala við algeran aula í þess- um efnum. Jeg tók eftir því, að talsvert af smálúðu lá eins og hráviði um alla bryggju og sá að sumt af henni var eldra en frá síðasta róðri. „Hvað gerið þið við lúðuna?“ spurði jeg. „Við borðum dálítið af henni, en hinu er hent; það skiftir áreiðan- lega tugþúsundum króna, sem hent er hjer af lúðu á hverri vertíð, vegna þess að ekkert hraðfrystihús er hjerna,“ svaraði hann. Jeg bað hann að selja okkur eina lúðu, cn hann vildi ekki heyra borg -un nefnda, heldur gaí okkur eina, sílspikaða. — Hvernig væri svo að setja upp lítið hraðfrystihús í Flatey? & ELDSNEMMA morguninn eftir vaknaði jeg við það að vjelin i bátn -um fór i gang Jrg vandist i'ljótt. hljóðinu cg gofnaði aftur. En ekki mirn jeg hafa sofið fast, þvi að hálf- tíma liðnum vaknaði jeg aftur — og nú við það, að vjelin stansaði! — Illur grunur settist að í huga mjer, og þar kom að jeg varð frið- laus, þar sem jeg lá í „kojunni“, og fór því upp á þilfar til að athuga, hverju þetta sætti. — Það var ófagurt um að litast þar uppi. Flatey var fyrir vestan okk- ur; í móðu. Og eins var að horfa til lands; það sást óljóst í gegnum þok- una. Hafaldan kom úr norðri og lið- aðist í stórum bylgjum til lands; og ekki vorum við lengra frá landi en það, að greinilega heyrðist þegar brimið skall á klettum eða stevpti sjer yfir fjörusand og urðargrjót. Hinn sterki heildarsvipur umhverf- isins var þungur grámi, sem varn- aði því, að nokkuð sæist í rjettri mynd. — Hráslagaleg norðanáttin andaði köldum gusti og setti í mann hroll; en ennþá kaldari var sá veru- leiki, sem jeg mætti á þilfarinu, þegar Hjálmar kom fasmikill á móti mjer og sagði> „Þá er hún víst stönsuð fyrir fult og alt. Við veiðum að minsta kosti engan hvalinn fyrst um sinn.“ Svo fór hann niður í „lúgar“ og náði í eitthvað af verkfærum, og var undir eins kominn með þau niður í vjelarrúm, þar s^m Páll var fyrir; og nú stóðu hendur fram úr ermum hjá drengjunum þar niðri. Hinn illi grunur minn hafði reynst rjettur; vjelin hafði stansað vegna bilunar. — Ovissan um það hvort þeim tækist að koma vjelinni í gang aftur, olli því að ýmsar ann- arlegar hugsanir gerðust ágengar við mig. — Fyrst þegar jeg kom upp á þiljur, hafði jeg tekið eftir duíli, sem flaut skamt fyrir sunnaji okkur; nú hafði okkur þeg- ar rekið suður fyrir duflið — nær landi. — Jeg þóttist sjá, að ef þcssu færi fram, án þcss nokkuð væri að gert, tnundi okkur að lok- um reka ah eg upp i land. Jeg gekk „fram á“ og sýndist legufærin vera í góðu lagi. — Og þarna var fokka til taks; mig langaði að leysa utan af henni og reyna að sigla hliðvind inn á Flóann; en vildi þó bíða átekta. Klukkustund var liðin . frá því vjelin stansaði. Duflið var langt fyrir norðan okkur. Brimsogið úr landi heyrðist enn grcinilegar en fyr. Hjálmar og Páll voru svo. nið- ursokknir í vjelarviðgerðina að þeir gleymdu tímanum og vissu ekkert um rekann, svo mjer fanst það skylda mín að aðvara þá! — Jeg kallaði niður til þeirra: „Hvernig gengur ykkur?“ Jeg fekk eiginlega ekkert ákveð- ið svar. „Okkur rekur nálægt landi,“ sagði jeg. „Væri ekki rjett að varpa akkerinu?" Þetta hreif. Páll rak höfuðið upp um lúgu á gólfinu í stýrishúsinu og horfði út um dyr*ar. „Hvaða kjaftæði er þetta í þjer, maður? Ertu hræddur? Það eru að minnsta kosti þrjú hundruð metrar í land ennþá! Farðu fram í og hit- aðu kafíi handa okkur!“ Jeg snautaði fram í, kveikti upp í eldavjelinni, setti upp ketil með vatni, og innan skamms fór að sjóða. — „Hræddur"! Nei, ennþá var ástæðulaust að hræðast. En mjer fanst óviturlegt að láta bátinn reka í land og brotna, þegar með hægu móti var hægt að koma í veg fyrir það. — Þetta hefur þeim fje- lögum lundist líka, að því viöbættu að kjánalegt væri að baka sjer meiri fyrirhöfn en nauðsynlegt var, því þcgar jeg var að renna í kafii- könnuna síðustu „uppáhellunpi“ hrökk vjelin í gang hjá þeim. „Þetta fór vel,“ sagði jeg við Hjálmar, þegar hann kom niður í „lúgar“ til að hressa sig á kaffigu. „Já, maður gelur gcrt vptiglegt, þegar maður rna til,“. svaraöi haau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.