Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Page 4
64 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS Á ný vaf- tekin stefna á Húsavík. Siglt A'ar á hægustu ferð af ótta við að vjelin muhdi annars bregðast með öllú. Mjer fanst báturinn bók- staflegat standá í stað í samanburði við hinii skemtilega gang hans dag- inn áður, þegár hann var í fullu fjöri. Jeg hafðí orð á þessu við Pál; — „og værí é'kki rjett að leysa utan af fokkunni; þáð hlýtur að muna dálrtið um hana til viðbótar?“ ,.Það munar ekkert um fokkuna í þessari „gólu“,“ svaraði hann. ,.Og vjelina keyrum við ekki hraðar en þetta. Það er betra að komast alla leið á þessari Hægu ferð, heldur en kanski ekki nema hálfa leið á fullri ferð.“ . Þá það. Mjer var nú orðið Ijóst, að hjer um borð þýddi ekki fvrir „lanUkrabba“ að gefa nein ráð! — „Gola“! Það er undarlegt orðatil- tæki hjá flestum íslenskum sjó- mönnum að tala ýmist um „logn“ eða „golu“ ef ekki er alveg ofsa- rok eða aftakaveður. Að þessu sinni var „golan“ það sterk, að ef hún hefði t. d. blásið í Reykjavík, hefðu einstöku hattar fokið af höfðum manna! ,JIattaveður“ mundi ein- hver hafa kallað það! tlMf' UM hádegisbil komum við til Húsa- víkur. Ekki var fyrr búið að binda bátinh við bryggju þar en Páll var hlaupinn í lánd eftir vjelsmið. Að vöríhu sþöri kom hann aftur og í fylgd með honum hinn langþráði Vjelsmiðuh, méð alls konar áhöld meðferðis'. 'i,; Jeg vár sehdur upp í bæinn eftir mjólk. — Upþi á „plani“ fyrir ofan bryggjUna Vorú margar stúlkur að salta síld; örfá skip höfðu komið inn með smá-„slatta“. — Þegar jeg kom niður á „plan“ aftur, eftir að hafa keypt mjólkina, mætti jeg þar einum skrautlega einkennisbúnum embættismanni ríkisins. Það væri út af fyrir sig ekki í frásögur fær- andi, ef sá hinn sami góði maður hefði ekki haldið á lúðu, nákvæm- lega eins og þeirri sem jeg átti í bátnum! Jeg hraðaði för minni um borð! — Lúðan mín var á sínum stað! — Jeg fór að velta því fvrir mjer meðal annars, hvort unnust- ar lúðanna niðri á hafsbotninum ættu ekki dálítið erfitt með að þekkja þær hvora frá annari! Jeg sá það í hendi mjer, að ef jeg annaðist ekki sjálfur um mat- artilbúning, mundi jeg svelta heilu hungri a. m. k. svo lengi sem við- gerð vjel^rinnar stæði yfir, svo jeg tók að „brasa“ lúðuna. Jeg skar hana sundur í miðju og hugsaði með mjer, að þetta væri nú vel úti látinn skamtur handa þremur mönnum. Svo tilkynti jeg þeim, að maturinn væri tilbúinn, en — „við höfum nú öðru að sinna en að borða“; — og þeir gáfu sjer alls ekki tíma til þess. — Vjelarviðgerð- in stóð allan seinni hluta dagsins og þegar henni lauk kl. 8 um kvöld- ið held jeg að flest tæki og verk- færi verkstæðisins hafi verið kom- in niður í bátinn. — Og nú heimt- uðu þeir fjelagar mat sinn og eng- ar refjar, sem auðvitað var undir eins í tje látinn. En í staðinn fyrir að þakka mjer fyrir þessa fínu soðningu, þá skömmuðu þeir mig fyrir að hafa ekki soðið lúðuna — alla! & ÞAÐ var komið dásamlegt veður. Þeir stóðust ekki freistinguna, þótt þetta væri orðið áliðið kvölds, og lítill tími til að eltast við hvali, þótt þeir næðu út á miðin áður en skygði, og Páll sagði því: „Við skulum fara eitthvað hjerna út á Flóann til að liðka nýu leg- una og reyna hana.“ Og með nýjum þrótti öslaði „Björgvin“ út á Flóann. Eftir and- artak var Húsavík í hvarfi. — Þeir þaulreyndu nýu leguna; settu vjel- ina á fulla ferð, hálfa ferð, aftur á bak og áfram, og hún var í full- komnu lagi. Hjálmar var í stýrishúsinu, en Páll var kominn upp á þilfar; bát- urinn var nú á hægustu ferð og þeir fjelagar voru farnir að líta í kringum sig eftir reynslusigling- una. — Alt í einu tekur Páll við- bragð og þýtur niður í „lúgar“, en kemur þaðan að vörmu spori og heldur nú á heljarmikilli selabvssu, sem hann er þegar búinn að hlaða. Það var hnísublástur, sem hafði vakið athygli hans. „Nú skal jeg sýna þjer hvernig á að skjóta hnís- ur.“ Og nú sá jeg þær alt í kringum okkur reka upp hausinn og blása — þær voru þarna í torfu. Og þarna kom ein hættulega nærri bátnum; Páll ljet ekki tækifærið úr greipum sjer ganga — skotið reið af — og hnísan veltist við steindauð; hún Ijet lífið fyrir forvitni sína. — Þeir fjelagar settu ífæru í hnísuna og innbyrtu hana á svipstundu. £ ÞÓ að þetta bæri mjög bráðan að, voru þeir ekki með neinar vanga- veltur yfir hnísugreyinu, þar sem hún lá nú í blóði sínu á þilfarinu; þetta átti víst bara að vera auka- skemtiþáttur fyrir mig; Hjálmar var undir eins kominn að stýrinu. Hann setti nú á fulla ferð og stefndi eins og að ákveðnu marki: Hann hafði komið auga á fyrstu hrefnuna í þessari veiðiför; hann hrópaði það ekki upp yfir sig, heldur sagði ó- sköp stillilega: „Palli, jeg sá eina þarna vestur frá.“ Og nú þurftu þeir ekki að fræða mig á því, að við værum komnir á hrefnumiðin, það var of augljóst til þess. Við sáum þrjá hvali koma upp á ýmsum stöðum, mismunandi langt frá..Hver þeirra kom tvisvar upp með stuttu millibili, en þegar þeir stinga sjer í þriðja sinn, taka þeir „djúpkafið“, eins og þeir fje- lagar kölluðu það, og leið þá mis- jafnlega langur tími, alt að 15 mín.,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.