Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 6
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *~- •«*«. >• • .•••»<•■ Hrefnan korain upp í f jöru. Þrír tímar liðu án þess nokkuð bæri til tíðinda. — Jeg fór niður í „lúgar“, hitaði lútsterkt kaffi og færði þeim það, þar sem þeir stóðu hver á sínum stað. — „Goluna“ hafði lægt; sjórinn var sljettari; sólin var að bræða skýin í sundur; kaffið hresti og tók úr okkur morg- unhrollinn og vonin um veiðifeng glæddist. Það var ekki dauður sjór, sem blasti nú við, þegar htið var um- hverfis sig; út um allan sjó hóp- aðist hvítfuglinn yfir æti; kvakandi ritur, gargandi kríur, og mávarnir rauluðu undir með bassarödd, og lagið, sem þessi fuglafjöldi söng í kór var hljómkviða sumarsins á sænum. En oft þagnaði kórinn í miðju lagi, því alt í einu kom kol- svartur hryggur upp úr djúpinu, rjett hjá æti fuglanna, rendi sjer á það, og fekk þá áreiðanlega sinn bróðurpart af því; fuglarnir tvístr- uðust í bili, en hópuðust saman aft- ur, þegar einhver þeirra hafði fund ið æti á ný. Tíminn leið fram undir hádegi. Það hafði verið líflegur sjór allan þennan tíma, margar hrefnur eltar, en þær voru alveg óútreiknanlegar þennan dag, breyttu um stefnu í kafi sí og æ, og komu upp á alt öðrum stað en þeir fjelagarnir gisk- uðu á, svo Hjálmar varð kófsveitt- ur af að snúa stýrinu í sífellu. — Þegar fuglahópur myndaðist yfir æti og hrefna var skamt frá, var altaf stefnt á hópinn á fullri ferð, en svo dregið úr ferð og báturinn látinn renna í skotfæri til að styggja ekki; en þá áttu hrefnurnar ýmislegt til; svo sem að koma upp rjett aftan við bátinn; hverfa með öllu; og í þremur tilfellum sáum við sjóinn hvera upp rjett hjá bátn- um, þegar þær hættu við að koma upp, og varið eftir þær í sjónum sást greinilega, þegar þær flýttu sjer burt. Án þess að örvænta var tekin stefna í veg fyrir næstu hrefnu, sem sást, og reynt að „lempa“ hana í færi. Þetta var mjög spennandi, því oft tókst Páli og Hjálmari að gabba þær og stytta bilið milli báts og hvals jafnt og þjett, frá því þeir sáu hann og byrjuðu að elta hann, þangað til að búast mátti við að næst kæmi hann upp í skotfæri; — en þá kom eitthvað af framan- greindu í veg fyrir að skotið riði af. Eltingaleikurinn við hvalina hafði nú staðið í samfleytt 7 klst., og á þessum tíma fekk jeg gott tækifæri til að virða þá fyrir mjer, og það var gaman að sjá til þeirra, t. d.: þegar þeir komu til hálfs upp úr sjónum í fuglahópunum; þegar þeir komu upp rjett aftan við bát- inn, veltu sjer í sjávarborðinu svo skein í mjallhvítan kvið þeirra; þegar þeir ögruðu Páli rjett utan við skotfæri og bljesu sjávarúða, sem regnbogi myndaðist í, augna- blik. 4 ÞAÐ var eftir átta klst. eltingaleik við hrefnurnar um Flóann, að við erum staddir skamt suðvestan við Lundey. Ein hrefnan hafði nýlokið við að „stinga okkur af“, og Páll og Hjálmar fengu sjer nú sígarettu niður á þilfari og skygndust eftir næstu hrefnu. — Hjer um bil sam- tímis koma tveir hryggir upp, fyrir austan bátinn og stefna norðvestur fvrir eyna. Rjett í þann mund að Hjálmar hefur sett á fulla ferð og stefnir í sömu átt, blæs þriðja hrefn an vestanvert við okkur og stefnir að sama marki og hinar fyrri. Þeg- ar þær koma aftur upp halda þær allar enn sömu stefnu, svo ekki var nú útlitið óglæsilegt, þar sem þrír hvalir, með okkur á milli sín, stefna eins og í odda, vestur af Lundey. — Og enn halda þær sömu stefnu og hafa færst nær hver annarri. — Hjálmar hægði ferðina og ljet svo bátinn renna í námunda við hið ímyndaða mark hvalanna; Páll stóð tilbúinn við byssuna; — fyrsta hrefnan kom upp aftan við bátinn: útilokað að skjóta; — önnur kom upp stjórnborðsmegin: of langt færi; — þriðja kom upp á bak- borða: líka of langt færi, en hún hafði snúið við í kafi — og —• „Hún stefnir á fuglagerið Hjálmar, flýttu þjer“! hrópaði Páll, — og á auga- I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.