Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
67
bragði snerist báturinn við og nálg-
aðist fuglahópinn; — bara að þeir
yrðu ekki of seinir, — nei, nú var
hópurinn í skotfæri; — hrefnan
kemur upp aðeins austan við hóp-
inn, — en er samt í skotfæri — Páll
beinir byssunni í öfuga átt, en snýr
henni nú með eldingarhraða að
hrefnunni, sem er að fara í kaf,
— miðar — • — skotið ríður af
með ógurlegum hvelh — báturinn
nötrar — skutullinn þýtur út úr
byssunni í gegnum eldglæringar og
reykhaf, og gengur á hol hrefn-
unni; — hún tekur viðbragð —
hættir við að stinga sjer, — veður
ofansjávar stutta stund og sjórinn
hvítfyssir af henni; — fer svo í kaf
með ógnarhraða, — og það hvín og
syngur í kaðlinum, þegar hann
raknar út og nuggast við borð-
stokkinn.
Nú gerðist margt á skömmum
tíma. Byssan var hlaðin á ný og
Páll var tilbúinn að skjóta öðrum
skuth, þegar hrefnan kæmi upp
aftur. — Mennirnir gjörbreyttust
af taugaæsingi, og mjer sýndust
handtök þeirra dálítið fumkend
fyrst eftir að skutullinn hæfði hval-
inn, og þeir sögðu við mig: „farðu
frá maður — frá!“ þótt jeg væri
alls ekkert fyrir þeim! — eða skip-
uðu mjer að ná í ýmsa hluti, sem
jeg vissi hvorki hvar voru eða
hjetu! — en þetta varaði aðeins
nokkur augnablik.
Páll skaut aldrei öðrum skutli á
þessa hrefnu; þess þurfti ekki með.
Hún kom rólega upp skamt frá
bátnum, — og nú myndaðist eng-
inn regnbogi af blæstri hennar,
heldur sævi-blandinn blóðstrókur;
— það var hennar síðasta andvarp.
Hrefnan hafði skotist mjög vel og
dauðastríð hennar stóð því skamma
stund, sem betur fór. — Fjelagarnir
náðu til kaðalsins; hrefnan var
dregin að borðstokknum, stórar
ífærur settar í hana og ramlega
bundið.
GAMANIÐ fyrir mjer var eigin-
lega búið samtímis og hvalurinn
var skutlaður. Það er öðru nær en
að það sje ánægjulegt að sjá skepn-
ur kveljast eða drepast, og mjer
þótti vænt um, hve dauðastríð
hrefnunnar tók skamman tíma. —
Páll sagði mjer líka, að þeir reyndu
að drepa hvalina eins fljótt og
mögulegt væri, og hefur hann
ágætan útbúnað til þess um borð,
eins og áður er getið, en auk þess
byssu með sprengikúlu. Hann sagð-
ist einnig eiga von á skutlum með
sprengikúlu, eins og notaðir væru
við stærri hvali, en þeir mundu
sennilega í allflestum tilfellum
bana hrefnunum samstundis.
inn; salan á hvalkjötinú eýkst jafnt
og þjett, og á nokkrum klukku-
stundum er það uppselt. — Hnísan
forvitna var einnig farin.
Um hádegisbilið færir Páll móð-
ur sinni vænan hrefnukjötsþita í
„buff“. — Hann kom ekki heim
„með öngulbrot í rassi“ að þessu
sinni.
Ilallilór V. Páhsnn.
BRIDGE
S. 8 6
H. G 9 3
T. Á K 4
L. D 10 9 2
S. 5 3
H. 7 6 2
T. 6 5 3 2
L. 7 5 4 3
S. Á K D G 4 2
H. 10 5 4
T. G 10 7
L. Á
Þetta spil er tekið úr „The Bridge
World“ og sýnir að það er ekki sama
hvernig menn spila hrökunum. Hjer
hefur það úrslitaþýðingu fyrir spilið
hvernig A. gefur af sjer.
S hafði sagt 4 spaða. V. byrjaði á
því að taka 3 slagi í hjarta og sló svo
út trompi. S getur ekki unnið, ef rjett
er spilað, því að hann hefur tígulhrak,
sem hann getur ekki losnað við. Hann
sjer, að eina ráðið er að koma mótspila-
mönnum í kastþröng því að verið geti
að þá reyni þeir að verja lauf. Hann
slær því út öllum trompunum og V
á í vök að verjast. f fjórða trompið
fleygir hann hjarta, og laufi í fimta
trompið. En hvað á hann svo að gefa
í sjötta trompið? A hafði gefið honum
leiðbeiningar um það. Hann hafði sem
sje fleygt af sjer í röð T 2, 3 og 5.
Með því sýndi hann, að hann átti ekki
T 4 og þess vegna hlaut S að hafa það
spil á hendi. V fleygði þess vegna L G
í sjötta trompið og S tapaði spilinu.
íW >w
Var nú haldið til Húsavíkur1,
hrefnan dregin upp í fjöru og skor-
in. Það tók nokkra klukkutíma, s- þ0 9 7
þótt þrír vanir menn væru að H. A K D 8
* 1 ^ Q g
verki, og vel unnið, með hárbeitt- j' ^ q 6
um sveðjum. — Nokkrir Húsvík-
ingar keyptu þarna glænýtt hval-
kjöt, en annars var öllu ekið um
borð, því ákveðið var, að þessi
hvalur seldist á Akureyri.
4
KLUKKAN var 7 að morgni, fjórða
dag veiðiferðarinnar, sem nú var
að ljúka. Jeg var kominn upp á
þilfar og virti fyrir mjer hið dá-
samlega umhverfi. — Við vorum
staddir skamt fyrir utan Oddeyrar-
tanga við Akureyri. Veðrið var... ;
já, það var einn af þessum rómuðu
norðlensku sumardögum í sínu
fegursta skrúði, með glampandi
sóiskini, og logni; — sjóinn spegl-
aði; — og bærinn var að vakna.
Undir eins og lagst er að bryggju
hefst salan á hvalkjötinu. Fyrsti
kaupandinn er verkamaður á leið
til vinnu sinnar. Hann er afgreidd-
ur, og svo heldur hann upp í bæinn,
þar sem hann mætir ýmsu fólki —
og — „flýgur fiskisagan“. Því fleiri
sem eru afgreiddir, því fleiri gang-
andi auglýsingar dreifast um bæ-
N
V A
S