Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • T 71 Fvrsta sveitarbýlið hennar Únrtínu. þörf, sem langvarandi venja skap- ar. Ekki mun Helga hafa verið nema lítið yfir tvítugt þegar hún giftist Jakob Jónatanssyni Líndal frá Mið- hópi í Víðidal. Þau voru systra- börn og höfðu orðið samferða vest- ur um haf. Hann var gáfaður at- gjörvismaður og fjekk góða stóðu sem rjettarritari í Pembina. Mjög virðist hún hafa unnað honum, en eigi varð þó hjónabandið farsælt, enda hneigðist hann mjög til drykkju. Það á síst við að gera hjer nokkra tilraun til að rekja þá raunasögu er hún sjálf aldrei mint- ist á. Svo fór að lokum að þau slitu samvistir árið 1892, og flutt- ist þá Helga í órafjarlægð með þau tvö af börnum þeirra, Stephan og Sophiu, er þá lifðu af fimm er þau höfðu eignast. Ó1 hún síðan einsöm- ul önn fyrir þeim, dvaldi á heim- ili Árgeirs bróður síns og vann fvr- ir sjer með prjónaskap, keypti prjónavjel fyrir fje er hún hafði önglað saman á liðnum árum með fatasaum fyrir nágranna sína. Fá- um árum síðar kyntist hún skag- firskum manni, Skúla Árna Stef- ánssyni Freeman. Þau feldu hugi saman og gengu í hjónaband. Varð það hið ánægjulegasta, því að hann reyndist bæði sjálfri henni og börn- um hennar hinn mesti öðlingur, umhyggjusamur og nærgætinn. Með þessum síðari manni sínum eignaðist Helga einn son, Walter, sem nú mun vera rúmlega fimtug- ur að aldri, vel gefinn myndar- maður. Föður sinn, sem nú var aldurhniginn, tók hún til sín og alt ljek í lyndi, því bæði unnu þau hjónin kappsamlega, enda þótt Skúli væri óhraustur. Heimilið var hið ánægjulegasta og lífið virtist brosa við. En enginn dagur er til enda tryggur, og vorið 1904 misti Helga þenna ágæta mann sinn af slysförum, og ellefu árum síðar beið Stephan sonur hennar bana í umferðaslysi. Nú voru því aðeins tvö af börnum hennar á lífi, hálf- systkinin Sophia og Walter. Ennþá stóð hin þrautreynda kona einmana uppi með börnin sín og á ný harðnaði lífsbaráttan. En ekk- ert var henni fjar skapi en að gef- ast upp og sætta sig við náðar- brauð annara, því að hún var stolt kona. Hún vann og vann, sigraðist á öllum örðugleikum, kom börn- unum upp, og hlaut þau sigurlaun sem best voru, en það var um- hyggjusöm ástúð sem umvafði hana alt til þess er augu hennar luktust í dauðanum. Rúmsins vegna tjáir ekki að reyna að rekja hjer æfiferil Helgu Baldvinsdóttur ítarlega en þegar hefir verið gert, enda vitanlega ekki um stórviðburði að ræða. Þess er þó vert að geta, að nálega 'alt sitt líf var hún sveitakona, og þvisvar nam hún óbygt land, eða tók þátt í landnámi, og um eitt skeið bjó hún á svo afskektum stað að meir en 160 kílómetrar voru til næstu járnbrautarstöðvar. Þá löngu leið varð að flytja alt að og frá heimilinu á kerrum sem uxum var beitt fyrir. Lengst af var hún einnig fjarri bygðum landa sinna, svo að það var mestmegnis inn- lent fólk, sem hún umgekst. Þó var . • -- - *•' íív 1 HKXm Seinasta heimilið, við Pugct Sounrt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.