Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 1
Helgi Tómasson dr.: GEÐVERND Erindi þetta flutti dr. Helgi Tómasson á stofnfundi Geðvarnafjelags íslands 17. janúar 1950. Segir hann þar frá aðdraganda að stofnun fje- lagsins, tilgangi þess og starfsviði Á FUNDI Læknafjelags Reykja- víkur 12. nóv. s.l. í tilefni af afmæli fjelagsins, leyfði eg mjer að brjóta upp á nokkrum framtíðarverkefn- um í heilbrigðismálum, sem mjer virtist æskilegt að Læknafjelag Reykjavíkur ætti frumkvæði að, fyrst og fremst að því er snertir fjelagslega og andlega hlið heil- brigðismálanna yfirleitt. Eg taldi að eitt af þeim þörfustu verkefnum, sem Læknafjelag Reykjavíkur gæti nú þegar beitt sjer fyrir, væri stofnun almenns fjelagsskapar til geðverndar og hug ræktar, sem ætti að hafa það meg- inmarkmið að leiðbeina fólki um hvernig það mætti helst verða að- njótandi sem fullkomnastrar and- legrar heilbrigði, auk líkamlegrar og fjelagslegrar. Fell þetta í svo góðan jarðveg að samþykt var að á næsta fundi skyldi kosin fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun slíks fje- lagsskapar. Kosnir voru í nefndina Kristbjörn Tryggvason formaður Læknafjelags Reykjavíkur, Karl Sig. Jónasson, Páll Sigurðsson, Al- freð Gíslason og Helgi Tómasson. Samdi nefndin frumvarp að lögum fyrir Geðverndarfjelag íslands, bar það undir fjelagsfund í Læknafje- lagi Reykjavíkur í miðjum desem- ber og var nefndinni síðan falið að vinna áframhaldandi að stofnun fjelagsins. VEGNA hinnar auknu fjelagslegu þýðingar, sem heilbrigði og sjúk- dómar hafa nú á dögum, er lækn- um ljóst að þeir hafa þörf fvrir aukinn skilning og stuðning al- mennings til þess að ná sem best- um árangri af starfsemi sinni. Þess vegna teljum við að slíkur fjelags- skapur sem hjer um ræðir eigi að vera f jelagsskapur almennings, und ir forustu lækna og valinkunnra fulltrúa þeirra starfsgreina, sem nánast snerta það svið, sem um er að ræða. „Mental hygiene“, andleg heilsuvernd, eða geðvernd eins og við nú viljum kalla það, er þegar orðið allgamalt „slagorð“. Lengi vel var aðallega um að ræða orða- tildur velviljaðra leikmanna, sem mikið til virtist til orðið við skrif- Helgi Tómasson dr. borð vel færra rithöfunda, eða í munni flugmælskra ræðumanna. Voru margir því lengi framan af hikandi gagnvart spursmálinu, en fyrir framfarir þær, sem orðið hafa á síðustu 30 árum í geðveikifræði, sálsýkisfræði, sálarfræði, fjelags- fræði, barnasjúkdómafræði og elli- sjúkdómafræði, svo og uppeldis- fræði og sakfræði og öðrum skvld- um greinum, þá hefur þekking vor á þroskaskilyrðum og þroskamögu- leikum einstaklinganna á fjelags- heildina orðið það mikil, að rjett- mætt virðist að reyna að gera hana almenningi aðgengilega, í þeirri von að til nokkurs gagns megi verða fyrir alla. Auðvitað getur menn greint á á þessum sviðum heilbrigðisfræði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.