Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 4
80
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
nœljöm Jó‘
onóóon:
Skdldkonan IJ
Niðurl.
Talið er að Helga væri ótrúíega
víðlesin í íslenskum og enskum
bókmentum, og henni notaðist vel
að lesningu sinni, því hvorki skorti
riæmi nje minni. Hún var þaul-
kunnug ritum allra hinna meiri
skálda íslenskra á nítjándu öld, og
sömuleiðis þeim skáldum enskum
og amerískum, er mest voru lesin
fram yfir aldamótin, en líka sum-
um, sem miður voru kunn. Er til
einskis að þylja nöfnin. Eigi er
þeim er þetta ritar ljóst hvort þau
Þorsteinn Erlingsson og kona hans
vissu hve mjög Helga dáði hann,
en hvað sem um það er, þá var
það Guðrúnu líkt að Þyrna sendi
hún henni þegar þeir voru prent-
aðir í þriðja sinni. Vakandi auga
hafði Helga líka á hinum yngri
skáldum, og þegar hún í fyrsta
skifti sá kvæði eftir Davíð Stefáns-
son, sagði hún er hún hafði lesið
það: „Þarna er komin upp ný
stjarna á skáldahimininn íslenska“.
Er þetta eitt nóg til að sýna hve
glöggskygn nún var á ljóð.
Líklega hefir fundum þeirra
Helgu Baldvinsdóttur og Jóns
Ólafssonar aldrei borið saman, en
segja má með fullum rjetti, að það
væri hann sem uppgötvaði hve
mikið skáld Úndína var. Hann
birti fyrst kvæði eftir hana í
Heimskringlu, og þegar hann hóf
útgáfu Aldarinnar í Winnipeg vor-
ið 1893 — skemtilegasta blaðsins
sem út hefir komið á íslenska
tungu — gerði hann ekki minna en
að láta hana hefjast á kvæðaflokki
eftir Úndínu. Reyndist hann þá
jafnsnjall og Valtýr Guðmundsson
tveim árum síðar, er hann ljet
Eimreiðina hefjast á einu af snild-
arkvæðum Þorsteins Erlingssonar.
Um leið og Jón birti kvæðaflokk-
inn í Öldinni, komst hann þannig
að orði um Úndínu:
„.... Vjer hikum ekki við að
segja, að ekkert íslenskt skáld
þyrfti að fyrirverða sig fyrir
kvæðin hennar. Þau eiga fyrir sjer
lengri aldur en blöðin sem þau
birtast í; þau eiga framtíðarsæti í
íslenskum bókmentum. Þau eru
vottur um sterka náttúrugáfu og
fegurðarsmekk; í einu orði: Þau
sýna að Úndína er skáld. Vjer
kunnum henni þökk fyrir kvæðin
sín, og fyrir sakir íslenskra bók-
menta hvetjum vjer hana til að
rækja þessa gáfu sína“.
Síðar mintist Jón hennar á öðr-
um stöðum, og ávalt með hinni
sömu aðdáun. Það var þá, og lengi
síðan, ekki á nema örfárra vitorði,
hver Úndína var, og vel gætti Jón
leyndarmálsins. Þó er það víst, að
honum þótti leitt að mega ekki
láta það uppskátt, hver hún var
þessi íslenska kona, er svo vel
orti.
Hjer er þess að sjálfsögðu ekki
kostur, að sýna það með dæmum
til nokkurrar hlítar, hvert skáld
Helga Baldvinsdóttir var. En ofur-
litla hugmynd má gefa um það með
því að taka erindi á víð og dreif.
Öll eru kvæðin hennar þýð og við-
kvæm, tónninn oft angurblíður,
tilfinningarnar djúpar fremur en
að hátt sje flogið, málið hreim-
þýtt, látlaust og hreint, smekkur-
inn í orðavali hartnær óskeikull, og
ndína
yfir öllum hennar ljóðum hvílir
sjerstakur kvenlegur þokki og inni-
leiki, með seiðmagni sem laðar les-
andann og heldur honum föst-
um.
Svo skulum við þá snöggvast líta
á kæðin, og fyrst heilsa Úndínu þar
sem hún er stafnbúi hjá Jóni Ólafs-
syni í hinu ágæta riti Öldinni.
Þessi erindi nefnir,hún „Jólin um
daginn“:
Jeg man hversu dapurt um daginn
og dauðalegt útlitið var,
þá sorglega svipþunga blæinn
öll sjáanleg tilvera bar;
dimmt var, það sást ekki sólin,
og samt voru þá komin jólin.
Hríðin á húsþaki dundi
og hálffylti gluggann með snjó,
einmana í illviðri stundi
eikin í líðandi ró,
því geislandi græðandi sólin
hún gat þá ei vermt hana um jólin.
Mitt hjarta varð bugað af harmi
er hátíð svo dapra jeg leit;;
en vonin mjer bærðist í barmi
og bæn mín varð örugg og heit,
að ljómandi, lífgandi sólin
þá lýsi er næst koma jólin.
Það skáld, sem kann að yrkja
kvæði, skapar því hæfilega lengd,
gerir það hvorki of stutt nje of
langt, og lætur hvert erindi binda
annað í órjúfandi heild. Því á að
jafnaði ekki að lima kvæði í sund-
ur, heldur birta þau í heild, ef
þess er nokkur kostur. En svo er
sjaldan þegar kveðskapur er tek-
inn upp í ritgerð. Hið átakanlega