Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 6
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (kvæðið er samtal karls og konu) til þess að sýna, að ekki er stirð- lega á haldið: Hvað gerirðu, ástmey, ef að jeg um ægi bláan kýs mjer veg og bárur skilja okkur að, en ættmenn þínir banna það, að eins og nú þú unnir mjer * þá eg er horfinn burt frá þjer? Þó hafið skilji okkur að og ættmenn mínir banni það, og unni eg þjer sem ann jeg nú, jeg alteins skal þjer vera trú og meðan köld þig báran ber, jeg bið án afláts fyrir þjer. Helga tók nokkurn ^átt í kven- rjettinda-baráttunni meðan það mál var enn óvinsælt og hðsmenn fáir. Þá (líklega um eða skömmu eftir 1880) ritaði amerískur höf- undur, George Noyes Miller, skáld- sögu, The Strike of a Sex, málefni þessu til framdráttar. Aldrei hefir sá er þetta ritar sjeð ameríska út- gáfu af þeirri bók, og hefir ekki undir höndum annað en fyrstu ensku útgáfuna, en hún virðist vera stytt. Eftir henni að dæma er tæp- lega unt að segja að sagan hafi mikið bókmentagildi, en sem und- irróðursrit hafði hún víst mikil áhrif. Þessa sögu þýddi sira Magn- ús J. Skaftason á íslensku og kall- aði Verkfall kvenna, en í henni er talsvert af kvæðum og mun hann ekki hafa talið sig færan að eiga við þau. Fell það í hlut Únd- ínu að þýða kvæðin, og hefðu vart aðrir gert það betur. Þetta er upp- haf fyrsta kvæðisins í þýðingu hennar: Áfram til frelsis og framfara skjótt; fögnum nú degi, því liðin er nótt. Áfram til sigurs með alt okkar lið, ekki má stanza, því skaðleg er bið; ef traustið á mátt okkar sjálfra er sett, með samtökum verður þá baráttan Jjett. Það dugir ei lengur að krjúpa á knje, að konunni dregur þá maðurinn spje, hjer duga ei bænir nje brennandi tár, það best sýnir reynslan um mörg þúsund ár. — „Hart móti hörðu“, svo kerlingin kvað, er klettinum dauðlúin hallaðist að. Til þess að ganga úr skugga um það, hvað finnast kann af kvæð- um Úndínu í vesturheimsblöðum, þyrfti að leita í þeim með kost- gæfni, einkum Heimskringlu og Frcyju. Af stökum hennar má telja víst að meginið sje nú að fullu og öllu glatað, og hafa samt nokkrar varðveist, t. d. þessi, kveðin 1875: Burtu storðu ísa af yfir forðum barst jeg haf hingað vesturheiminn í, hjartað brestur gleði því. Hjer er önnur: Veröldin mig voða-frekt vefur köldum mundum, það er ekki undarlegt eg þó kvarti stundum. Þá eru hjer tvær vísur um vor- hret: Ó, jeg kvíði komandi kuldahríð á vordegi, þetta hríðar-hretviðri hrindir blíðu af jörðinni. Sólarljóminn flýr oss frá, förlast rómur glaður þá, deyja blóm í maí má; mjög er dómur þungur sá. Svona er það, að oftast kennir einhverds dapurleika í kveðskap hennar. En þó er það svo, að hve- nær sem á bjátar, þá sækir hún þrótt og áræði í Ijóðin. Hún er ekki lítils virði þessi gáfa, að geta, eins og önnur skáldkona hefir orð- að það, „kurlað kvöl í orð og kall- að það sinn auð“. Til þess hafði Úndína ærna getu. Og víl er ekki að finna í hennar Ijóðum: Að heyja stríð með hreysti, það helst minn andi kýs, og horfa stöðugt þangað sem laun- in eru vís, og gugna ei þó dimmi og gleðin deyi brott, og geta dulist heiminum — ó hvað það er gott. Að gleðiboði geng jeg, —. þar glvm- ur kætin há — þá get jeg líka hlegið, svo enginn vita má hvað hjarta mína svíður, hvað harmur minn er sár, hvað höfði mínu þrengja hin óburt- runnu tár. Á þjóðhátíð íslendinga í Blaine vestur við Kyrrahaf 2. ágúst 1937, var Helga beðin að flytja kvæði, en þá hafði hún fyrir löngu lagt kvæðagjörð á hilluna, enda komin fast að áttræðu. Þó mun henni hafa verið það óblandin ánægja a§ verða við þessari ósk, og nú var það á allra vitorði, sem svo vel og lengi hafði verið dulið, að hún hafði verið Úndína. Það kvæði, er hún þá flutti, og engin ellimörk sýnir, mun hafa verið hennar síð- asta, og því fer vel á, að niður- lagserindi þess sjeu látin verða nið- urlag þessarar ófullkomnu frásagn- ar um dulnefndu skáldkonuna, sem eitt sinn heillaði ljóðelska landa sína, báðumegin Atlantshafsins, og lengi mun eiga sitt eigið horn í bókmentareit nítjándu aldar:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.