Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Síða 10
1•»
8(5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Engiandi. Þar voru höfuðstöðvar
setuliðsins á austurströndinni og
þar var helsta skelfiskveiðistöð
Rómverja.
Reculver, sem Rómverjar nefndu
Regulbium, er níu mílur vestur af
Margate og er nú eina mílu inni í
landi. Áður lá hún við Rutupian-
sundið sem er milli Thanet eyar
og Kent. Þar höfðu Rómverjar
herskipahöfn og kastala. Nú er
gamla hafnarborgin horfin í sjó.
Hastings hefir sennilega verið
helsta borgin í bandalaginu á dög-
um Hinriks II., því að hann veitti
henni ýmis sjerrjettindi. Önnur
höfn, sem lá undir Hastings, var
Pevensey, þar sem Vilhjálmur bast
arður gekk á land. Mælt er að þar
sjáist enn steinn, sem konungur-
inn hnaut um er hann gekk upp
úr fjörunni. Hastings hefur verið
endurbygð þrisvar sinnum og færð
vegna ágangs sjávar. Elsta höfnin
er nú úti í sjó.
Romney er atta mílur suðvestur
af Hythe. Höfnin þar eyðilagðist á
13 öld og nú stendur staðurinn
hvorki við sjó nje skipgenga á.
Höfnin í Winchelsea eyðilagðist í
sjávargangi 1287, og veit nú eng-
inn hvar hún hefir verið.
Höfnin í Hythe hefir sennilega
verið þar sem nú heitir Lympne,
en Rómverjar kölluðu Portus Lem-
ants, og er nú þrjár mílur inni í
landi. Hin núverandi Hythe stend-
ur á hæð.
Rye er nú tvær mílur inni í landi,
því að svo langt hefir ströndin
færst fram þar sem áður var höfn.
Þessari höfn bætti Hinrik III. í
hafnarborga sambandið.
Dover hefir orðið fyrir ýmsum
skráveifum af sjónum, én altaf hef-
ir tekist að varðveita höfnina þar.
NÚVERANDI Lord Warden of the
Cinque Ports er Winston Churchill,
og hefir hann haldið þeirri nafnbót
síðan 1941. Nafnbótinni fylgir það
að vera vörður í Dover kastala og
„aðmíráll“ hafnarborgasambands-
ins, með rjettindum til að kjósa
friðdómara. Það er mjög virðuleg
athöfn þegar Lord Warden er sett-
ur í emfeætti sitt. Við þá athöfn
kemur borgarstjórinn í Sandwich
fram með svartan staf og er hann
talinn sorgartákn frá því norrænir
víkingar rjeðust inn í landið árið
840 og brytjuðu niður íbúa hinna
fimm hafnarborga.
Fyr á öldum hafði Lord Warden
eða yfirmaður The Cinque Ports,
afar mikil völd. En eftir því sem
gengi hafnarborga bandalagsins
rjenaði, þverruðu og völd hans og
eru nú ekki nema nafnið eitt. En
það er ein af virðulegustu stöðum
í Englandi að vera Lord Warden
og margir af frægustu mönnum
þjóðarinnar hafa borið þann titil.
(The P. D. Review).
ÍW 5W ^ íW íW
í KENSLUSTUND
Börnin áttu að fara með ljóð og eitt
barnið fór með þessa vísu:
Hver er sá veggur víður og hár
vænum skreyttur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár
gerður af meistara höndum?
Kennarinn: Þið vitið sjálfsagt öll að
þetta er gáta um friðarbogann. En get-
ui nokkurt ykkar sagt mjer hver er
meistarinn, sem gerði hann?
Barn af „rauðu heimili": Stalin.
★
Kaupmaður nokkur hafði lengi ár-
angurslaust reynt að kalla inn skuld
hjá einum af viðskiftavinum sínum.
Sem seinasta úrræði reyndi hann að
skrifa skuldunaut sínum átakanlegt
brjef og ljet fylgja mynd af lítilli dótt-
ur sinni. Undir myndina skrifaði hann
þetta: „Ástæðan til þess að jeg þarf að
fá greiðslu“.
Svarið kom þegar. Það var mynd af
stærðar kvenmanni í baðfötum, og neð-
an á myndina var skrifað: „Ástæðan
til þess að jeg get ekki borgað".