Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 87 imnar KÍNVERSKIR BÆNDUR BÆNDUR KÍNA eiga engar land- búnaðarvjelar og hafa ekki tilbú- inn áburð, en fá þó helmingi meiri uppskeru af hveitiökrum sínuin heldur en bændur í Bandaríkjun- um. Þetta stafar af því að kín- verskir bændur elska jörðina og þekkja hana eins vel og fingurna á sjer eftir þúsunda ára reynslu. Kínverskir bændur eru hygnir á marga lund og hafa mikla þekk- ingu, vegna þess að kínversk menn- ing er hin elsta í heimi. Frá örófi vetra hafa Kínverjar einir bygt land sitt og eru eins og grónir við það. Margar innanlands styrjaldir hafa verið háðar þar, en útlendur her hefir aldrei lagt alt landið und- ir sig., Þess vemia hqfir k|nversk menning og þjóðhættir haldist svo að slíks eru ekki dæmi með öðr- um þjóðum. Öld eftir öld hafa Kín- verjar tekið í arf menningu for- feðra sinna, svo að þar hefir aldrei orðið neinn ruglingur á. Af þessu leiðir það að Kínverj- ar eru mjög íhaldssamir og vana- fastir. Þeir gefa engan gaum að framförum annara. Þeir standa föstum fótum í aldagamalli venju og siðum. Þar halda ættbálkarnir enn saman og það hefir stórkost- lega þýðingu fyrir alt þjóðlíf þeirra. Stjórn allra málefna í sveitar- hjeruðum Kína er í höndum helstu ættanna, sem hafa lifað þar á sama gfofi um -rn^QT»rror plHir J h^SSUITl gömlu ættum ganga öll embætti að erfðum, svo sem dómaraembætti og sveitarstjórnarembætti. Þetta fyr- irkomulag hefir marga kosti, en leiðir til hins megnasta íhaldt,. Ættgöfgi og ættarmetnaður er sá leiðarsteinn, sem allir verða að fara eftir. Ættarsögurnar eru í ' miklu meiri metum heldur en saga þjóðarinnar. Börnunum eru sagðar og kendar sögur af forfeðrum sín um löngu áður en þau fá vitneskju um sögu þjóðarinnar. Það er alls ekki sjaldgæft þar að menn geti rakið ættir sínar 1000 ár aftur í tímann. Sú saga gengur um mann, sem heitir dr. Kung, að hann geti rakið ætt sína alla leið til Konfusi- us, sem var uppi fimm öldum áð- tlih Þegar stórfljótin flæða yfir landið', eiga kínverskir bændur bágt, og stjómin verður að hlaupa undir bagga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.