Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89- DÁLEIDSLU LÆKNINGAR ÞAÐ HAFA verið margir hleypidómar og hjátrú í sambandi við dáleiðslu. Hjer fer á eftir það, sem læknar segja um gagnsemi dá- leiðslunnar fyrir læknavísind in. FLESTIR álíta víst að dáleiðsla sje ekki annað en skemtilegt atriði á leiksviði, skemtilegra eða hlægi- legra heldur en sjónhverfingar og galdrar. Það þykir ekki lítið í það varið að sjá náungann fremja í dá- leiðslu alls konar vitleysu, þykjast vera ungbarn, þykjast vera að veiða, finnast hiti kaldur o. s. frv. Þá er áhorfendum skemt. En dáleiðsla er í sjálfu sjer mjög alvarlegs eðlis, þótt menn hafi ó- frægt hana með fíflskaparlátum. Sálfræðingar hafa ekki skorið úr því enn hvers eðlis hún er, en hitt er staðreynd, að hægt er að dá- leiða 3 af hverjum 4 heilbrigðum mönnum. Það er líka margsannað, að dávaldurinn hefur hjer um bil ótakmarkað vald yfir hinum dá- leidda og getur fengið hann til að gera hvað sem er, nema það sem stríðir gegn siðgæðishugmyndum hans. Það er t. d. varla unt að fá dáleiddan mann til þess að afklæð- ast á almannafæri, nje heldur að fá hann til þess að gera það, sem hann telur glæp. Dáleiðslan nær ekki svo langt að hægt sje að láta menn yfirleitt brjóta á móti betri vitund. Seint á 19. öld hugkvæmdist mönnum að hægt mundi að lækna sjúklinga með dáleiðslu. Hefir það stöðugt verið reynt síðan, bæði þar sem um líkamleg vanheilindi og geðbilanir var að ræða. En þessum lækningum fylgdi svo mikið skruni þeirra, er við þær fengust, að lækn- ar fengu skömm á þeim. Jafnframt fleygði þá fram sálsýkilækningum, og hvort tveggja þetta varð til þess, að dáleiðslulækningar nutu eigi þeirrar athygli sem skyldi. Það eru ekki nema tíu ár síðan að læknar og vísindamenn fóru alvarlega að gefa þessu gaum. Því má segja, að þessar vísindalegu lækn- ingar sje enn á byrjunarstigi. Þó hafa þær sýnt allmikinn árangur gegn ýmiskonar kvillum, bæði and- legum og líkamlegum. Má þar til dæmis nefna offitu, svefnleysi, kjarkleysi, drykkjusýki og eitur- lyfjasýki. Með dáleiðslu hefir tek- ist að leiða hug manna frá þess- um kvillum og vekja hjá þeim vilja til þess að standast gegn þeim. Vjer skulum taka offitu og ofát til dæmis og hvernig hægt er að hjálpa mönnum sem af þessu þjást. Offita stafar nær altaf af ofáti. Dr. Wolberg læknir segir að ofát sje enginn skepnuskapur, heldur hafi menn nautn af því. Oft og tíð- um stafi tilhneiging til ofáts frá því að menn voru á barnaldri og liðu af meltingarkvillum, svo að þeir þoldu engan mat, en þegar þessi kvilli var læknaður, varð þeim það hrein nautn að borða mikinn og góðan mat. Varð það síðan að ávana að eta meira en þörf var á og ánægjan af því einu að eta, helst stöðugt. Og þegar þessir menn hafa náð fullorðins- aldri, er þeim það jafnmikil nautn að offylla sig, eins og barni, sem liggur við mjólkurfylt brjóst móð- ur sinnar. Aðferðin til þess að lækna þessa menn er sú, að benda þeim á það með rökum, þegar þeir eru í dá- leiðslu, að ákveðinn matarskamtur sje þeim hollastur, ef hans sje neytt líði þeim miklu befcur en áð- ur, líkaminn endurnýist -Jpg þeir verði ötulli til allra star|a. Ekki má byrja á því að skipa mönnum fyrir, því að þá er hætt vijfcað upp í þeim komi þrjóska. Er þvf .þyrj- að á því að fara að sjújidlhprmm með lenpni, en smám saman Verð • ur dávaldurinn ákveðnarj- ‘og_ að Ipk um skipar hann sjúklingnum í$rir með harðri hendi, alveg eins og faðir mundi gera við bar-h sitt. Er sjúklingum þá sagt ákveðið, hváð hann megi borða og hvað hann megi ekki borða. Og niðprstaðan verður sú, að sjúkhngurinn hlýðir dávaldinum eins og barn, Það er erfiðara að fást við áfeng- issjúklinga. Það má alls ekki reyna til þess í upphafi að fá þá til að blygðast sín fyrir drykkjuskapinn, nje heldur að skipa þeim með harðri hendi að hætta að drekka. Það verður eingöngu til þess að vekja þrjósku hjá sjúklingnum. Það verður því að fara afar hægt í sakirnar og reyna að vekja metn- að sjúklingsins og vilja til að læknast. • Hvernig er það hægt? munu margir spyrja. Dr. Wolberg segir að vekja þurfi hjá sjúklingnum löngun í eitthvað annað en áfengi. Dávaldur segir til dæmis við sjúkhnginn: „Þegar bú vaknar mun þig áreiðanlega langa í áfengi. En jafnframt muntu finna á þjer, að áfengið er eitur, seip mun eyðileggja bæði líkama þinn, og sál. Um leið muntu taka eftir því, að á borðinu fyrir framan þig er glas með malt-töflum. ÓsjáJf- rátt muntu taka glasið, opna það og fá þjer eina töflu. En um leið og þú finnur bragðið að henni, hverfur gjörsamlega lönguníp í á- fengi......V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.