Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Síða 1
Dómkirkjuprestur kærir sendimenn stiptamtmanns íyrir HELGIDAGSBROT ÁRIÐ 1785 var ungur Þjóð- verji, Hans Christof Dietrich Victor von Levetzow, gerður að stiftamt- manni yfir íslandi. Hann var fædd- ur í Mecklenburg, en 16 ára gamall hafði hann orðið hirðjunkari við hirð Júlíönu Marju ekkjudrotning- ar í Danmörk. Nú var hann orðinn Kammerherra. Hann hafði komist inn í þá deild Rentukammersins, sem hafði með höndum verslunar- mál íslands, Finnmerkur og Græn lands. Hann hafði verið sendur til íslands 1779 ásamt Þórði Þórodds- syni heyrara, til þess að kynna sjei íslandsmál, og aftur hafði hann verið sendur hingað 1784 ásamt Magnúsi Stephensen til þess að at- huga um bjargráð vegna Skaftár- eldanna. Hafði hann því kynst ís- landi og íslenskum málum nokkuð. En þó hafði Jón Eiríksson konfer- entzráð svo slæmt álit á honum, að hann hótaði að skifta sjer ekkert af íslandsmálum eftir að hann væri orðinn valdsmaður. Espholin segir um Levetzow að hann „þótti ei mjög lærður eða reyndur, en skarpur og gjarn til r~\i Hannes biskup Finnsson. framkvæmdar, braust fyrir fleiru en sumir vildu hjer landsmenn; var og kallaður maður bráðlyndur; lít- ill maður, fríður sýnum og ljett- látur í umgengni meðan honum mislíkaði ekki; berr og óslægur.“ Magnús Stephensen, sem lengi átti mikið saman við hann að sælda og varð stundum fyrir barðinu á honum, ber honum þó fremur vel söguna. Segir hann lítt kunnug- an lögum, örlyndan mjög í bráð og þá fljótfæran, „en þar hjá góðan mann að hjartalagi og sáttgjarnan". Hann hafi talið sig íslendingum miklu æðri að hyggindum eigi síð- ur en valdi og hafi sumum eldri orðið það á. Aðrir kalla hann drotnunargjarn- an stórbokka, stórlyndan, fljótfær- inn og ranglátan. „Bæði uppruni hans og uppeldi það, er hann hafði fengið, svo og vegtyllur, sem hon- um höfðu hlotnast ungum og ó- reyndum, gerðu það að verkum, að hann hafði mikið álit á sjálfum sjer og áleit sig hafinn yfir landslýð allan.“ Hann var einráður mjög og þótt- ist hafa alt vald í hendi sjer. Lenti hann því í brösum við marga. En sögulegust urðu viðskifti þeirra Hannesar biskups Finnssonar. Tók Hannes mannlega á móti, og má segja að hann stóð þar fremstur ís-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.