Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 11
LESBOK MOKGUNBLAÐSINS '*?T XHTXJ*! 135 ÍSjöm í Ljrafamolti Undrið" er áin hverfur í BÓKINNI: „Með eilífðarverum", segir Árni prófastur Þórarinsson frá því, er Haffjarðará var horfin eitt sinn, er hann átti leið yfir hana um jólaleytið. Er síðar í bókinni vitnað til þessa atviks sem eins mesta undraviðburðar eða krafta- verks. Og er Þórb. Þ., rithöfundur, Ias í útvarp tvo kafla úr bókinni, og valdi til þess þá, er mestum undrum lýstu, að því er virtist, var þessi um árhvarfið annar þeirra. Þetta, að fremur lítil á hverfi um nokkurra stunda bil, er ekkert und- ur, heldur náttúrlegt fyrirbrigði, undir vissum skilyrðum, að vísu fremur sjaldgæft, en þó líklega tíð- ar, en eftirtekt er veitt. Þá er þau skilyrði eru til, getur jafnvel mikil á, eins og Hvítá í Árnessýslu, þorr- ið svo á beri, eins og kunnugt er. Á uppvaxtarárum mínum, í Vatnshorní í Skorradal, milli 1866 og 1876, varð jeg þess var tvisvar sinnum, að Fitjá hvarf; en hún er að vatnsmagni áþekk Leirvogsá hjer í Kjósarsýslu. (Eftir lengd mun Haffjarðará lík). Á hálendinu fyrir botni Skorra- dals er Eiríksvatn. í það fellur á, sem mynduð er af 2 kvíslum, en úr því kemur Fitjá, sem fellur í Skorra -dalsvatn. RensUsleið hennar eftir dalnum, milU vatnanna, er nokkru lengri en Leirvogsár, frá Leirvogs- vatni til sjávar. Á leið sinni bætist Fitjá talsvert meira en helmingur magns úr vatnsmiklum giljum, einkum 3, auk margra smærri, úr Botnsheiði, sunnan dalsins, og úr mörgum smálækjum úr hálsinum norðan dalsins. Áin rennur að mestu í bratta og um grýttan far- veg, þar til móts við bæinn Fitjar; þar tekur við flatlendi, ca. 4 km., út að Skorradalsvatni. Flatlendi þetta eru hinar víðlendu, en frem- ur snöggu, Fitja-engjar; áin rennur meira með syðri hliðinni, en Fitjar eru við hina nyrðri. Flatlendi þetta er myndað af framburði árinnar; á því svæði er áin lygn, og fá brot og hallalítil í henni. Hún rennur við jaðar túnsins í Vatnshorni, ca. 150 m. frá bænum. Þar, á móts við bæinn, er eitt lygnufljótið, og dýpið ca. 6 fet, þegar lítið er í ánni. — Skamt fyrir innan (aust'an) túnið í Vatnshorni, þar sem áin liggur al- veg við suðurhUðina, er eitt brotið; klöpp er í botninn við suðurlandið, og volgra þar, svo aldrei leggur ísi, á bletti. — (Skamt utan við túnið í Vatnshorni er laug, nýmjólkur- volg). Haust eitt, er áin var nýlögð, og það fyrst á þeim vetri, var jeg — þá 11 eða 12 ára — að gæta lamba, og átti leið fram með ánni. Sá jeg þá að hún var auð (íslaus) á volgru brotinu, og þurr, nema lítil sitra í skoru á klöppinni, sem jeg gat stig- ið yfir með venjulegu gangskrefi. — Vel man jeg að jörð var al-auð, en um hvert leyti haustsins var, ffian jeg ekki; hefur líklega verið liðið að fengitíma; ella hefði ekki verið búið að taka lömb, að auðri jörð. Annað sinn, er jeg sá þurrð ár- innar, var jeg eldri. Hvert erindi jeg þá átti að henni, man jeg ekki, en þau voru þá tíðast tvenn: Þegar er ána lagði, svó manngengt var, tók jeg, ef nokkur stund gafst frá öðru nauðsynlegra, að dorga fyrir silung í bæarfljótinu. Hitt var: að afvatna undir ísnum kroppa af sjálf dauðum kindum. Bráðafárið var árin 1870—1876 hið mesta í Vatns- horni; drap pestin þar þá tvö árin á annað hundrað fjár Jrvort. Ef kind varð sjálfdauð, þrátt fyrir að- gæsluna, var afvatnað í ánni eftir að hana lagði á haustin. Er jeg að því sinni átti leið að ánni nýlagðri í fyrsta sinn það haust, varð jeg undrandi yfir því. hve lágt ísinn lá. Hafði aldrei sjeð svo lága stöðu vatns í ánni þarna. Sást við bæði lönd, að þá er ána lagði, hafði vatnið staðið ca. feti hærra, eða eins og venjulega, þá er lítið var í henni, enda sást á skrofi við löndin hvað molnað hafði, er ísinn seig, af því vatnið f jaraði und- an honum. — Neðsta brotið í ánni er fyrir neðan bæarfljótið; þar var venjul. fets djúpt, er lítið var í ánni. Þar hefur ísinn legið á botni, en ekki aðgætti jeg það. En mig minnir að í þetta sama sinn væri, að jeg átti leið um brot (vað) á ánni við Mjóanes, sem gengur frá austurhluta túnsins norður í lág- lendið; þar sá jeg að ísinn lá á þurru, nema lítil sitra í miðjum far- veginum, eins og vætlið, sem vættl iljar Árna prests í farvegi Haff jarð- arár. Vatnsbólið á Vatnshorni var lækur, sem rennur rjett hjá bæn- um. Hann þraut stundum í fyrstu skarp-frostum á vetrum, ekki vegna þess að hann yrði vatnslaus, heldur af því að alt vatn í honum var orðið klaki: svell og grunn- stingull. Þessu hafði jeg veitt eft- irtekt, og skildist því, að eins væri um ána: alt vatn, er hana myndaði, væri nú bundið í ís, þessa stundina. — Þetta varir sjaldan lengi, máske dægur eða þar um bil, um ár, smá- læki lengur, vegna minna vatns- magns. Vatnsmiklir lækir og ár bólgna bráðum upp, og renna ofan á ísnum; haldist frost, svo ofaná-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.