Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VEGNA þess hvað brjefið er langt, verður að láta nægja hjer að birta útdrátt úr því: — Það er skylda allra presta að kæra þá, sem ferðast fram hjá kirkjum, eða hlaupa frá messu á helgum degi, en það er skylda sýslumanna eða næsta lögreglu- yfirvalds að rannsaka kæruna og dæma. Þetta sjest á tilskipun 12. mars 1735 að prestar eiga að kæra og geta um ástæður, en yfirvald að rannsaka málið og annaðhvort sýkna eða sakfella. Presturinn getur þess í kæru sinni að pósturinn hafi ekki verið í póstferð. En þegar svo er ástatt, þá er póstur eigi fremur en aðrir undanþeginn reglugerðinni um helgidagshald. Sigvaldi Sæmunds- son er ekki ákærður sem póstur, beldur er hann ákærður fyrir að fara fram hjá kirkju við byrjun hámessu, eftir að póstferð hans var lokið, eins og sjest á því að hann lagði lykkju á leið sína. Þótt prestur hafi ákært vinnu- mann yðar fyrir helgidagsbrot, þá er langt frá því að hann hafi með því gert sig að dómara yfir yður. Það er Markús Jónsson, sem er ákærður, og það var ekki ljóst að hann væri í embættiserindum og allra síst í þeim erindum að hann mætti ekki hinkra við meðan mess- að var. Og það er landfógetans að skera úr því hvort hjer hafi verið um helgidagsbrot að ræða. Prestarnir»eru skyldugir að kæra alla sem ferðast um helgar. Skyldi því vera haldið fram, að hjú emb- áttismanna væri undanþegin, þá er ekki stafur um það í tilskipun- inni, heldur er þar fyrirskipað að allir embættismenn, æðri sem lægri, eigi að ganga á undan öðrum mgð góðu eftirdæmi. Þar er einnig tatað um að ekki skuli farið í mann- greinarálit,. Það sýnir að skylda prestsins er að kæra, hver sem í hlut á, enda þótt það sje vinnu- maður hjá háyfirvaldi. Það hefði líka vakið eigi litla gremju ef prest- ui hefði látið það viðgangast átölu- laust að maður rauk frá kirkju í augsýn alls safnaðarins, einmitt þegar samhringt var til hámessu, og það var sennilegast að hann væri í eigin erindagerðum. Þjer haldið því fram að hrað- boðar sje ekki sendir nema í vtr- ustu nauðsyn, og þess vegna megi aldrei hefta þá. Hraðboði yðar var ekkert tafinn með því að prestur- inn kærði hann síðar fyrir að ferð- ast á helgum degi. Með þessu er og svarað því, er þjer segið í brjefi yðar til mín, að þetta fordæmi sjera Guðmundar geti orðið til þess að hraðboðar sje ekki framar öruggir, að þeir muni verða teknir fastir eða heftir. Ótti yðar við þetta ætti að hverfa af sjálfu sjer ef þjer íhugið það, að prestarnir taka menn aldrei fasta nje hefta för manna á helgidögum. Það er að- eins skylda þeirra að kæra þá. Og engin hætta er á að sveitirnar auðg- ist á sektum úr póstsjóði eða kon- ungssjóði, þótt prestur kæri póst eða hraðboða, því að lógregluvald- ið úrskurðar í málinu. Ef prestur kærir póst, sem er í löglegum er- indum, þá er sennilegast að póstur- inn yrði sýknaður. En ef svo reyn- ist að hann sje ekki í pósterindum, þá verður hann dæmdur sjálfur til að greiða sekt fyrir sína eigin yfir- sjón, en hvorki póstsjóður nje kon- ungssjóður. Það hefði verið mjög æskilegt, lordæmis vegna, að þjer hefðuð ekki sent Markús Jónsson á helgi- degi í svo nauða ómerkilegum er- indum, sem vel gátu biðið. En auk þess virðist hann hafa óhlýðnast þar sem hann ferðast um f jórar eða íimm sóknir, og hleypur frá messu í þeirri seinustu. Jeg er alveg viss um að þjer hafið ekki skipað hon- um að hlaupast þannig frá messu rjett þegar hún var að byrja. Og þá horfir brot þeirra Ólafs Bjarna- sonar öðru vísi við. í tilskipun 12. mars 1735 er embættismönnum í Noregi fyrirskipað að haga svo þingaferðum sínum að þeir og fylgdarmenn þeirra geti hlýtt messu á helgum dögum. Og ef emb- ættismennirnir sjálfir (og það geta verið stiptamtmenn og amtmenn) verða að haga ferðum sínum þann- ig. hvað á þá að segja um ferðalag þeirra Markúsar og Ólafs? í tilskipun 29. maí 1744 er öllum bannað að vinna á helgidögum eða láta fólk sitt vinna, og liggur við belgidagsbrot og sektir. Þá eru og bönnuð öll ferðalög, án manngrein- arálits og liggja við sektir fyrir helgidagsspjöll. Er það nú lagt und -ir íhugun yðar, hvort ferðalagi Markúsar hefði ekki mátt fresta um einn dag, svo að það kæmi ekki f bág við þessa tilskipun. Það er hart fyrir dómkirkjuprest inn að hann skuli ásakaður fyrir það að vilja troða yfirvöldin um tær og hafa gert sig að dómara yfir stiptamtmanni og konungi, þegar hann gerði ekki annað en kæra póst, sem lagði aukalykkju á ]eið sína og hafði ekkert brjef með- ferðis, og vinnumann hjá stipt- amtmanni (en alls ekki stiptamt- mann) og förunaut hans fyrir helgi -dagsspjöll. Jeg skýt því til dóm- greindar yðar hvort það geti talist liklegt, að dómkirkjupresturinn hafi gerst sekur við hið heilaga vald konungs, með því að kæra Markús vinnumann. Þjer teljið það móðgun að dóm- k'rkjupresturinn skyldi ekki snúa sjer til stiptamtmanns eða biskups með ákæruna. En það eru ekki þeir, sem eiga að taka slík mál til með- ferðar fyrst, heldur sýslumenn, og í Gullbringusýslu landfógetinn vegna þess að hann hefur þar lög- regluvald. Þetta er samkvæmt kon- unglegri tilskipun 28. maí 1781. — Dómkirkjupresturinn hefur því al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.