Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 Frú Ólöf Briem. það finst ekki nokkurt spor sem er Jjótt. En eins og þú saumar indælt og nett hvert ævispor þitt sje fagurt og rjett Og ullirmi tekur þú onaf svo vel að ekkert sjest í toginu þel. En hjartaþelið þitt hjartað mitt er helmingi betra en alt annað hitt. Svo prjónar þú allra barna best, við birtuna ekkert lykkjufall sjest. Eins laus við galla og lykkjuföll mitt ljúfa barn, sje þín hegðan öil. En það er ei nóg að þú semjir sokk, svo fer þú líka að spinna á rokk, þá held jeg verð' ekki hólarnir á, sem híah'n verður það til að sjá. Jafnari samt en þráðurinn þinn verði þráður lífs þíns, engillinn minn. Og fyrir mömmu svo ferðu að þvo og fínt verður alt og hvítt, nei sko! Hreinni þó enn hið hvitasta lín, mitt hjartans barn, verði sálin þín. Þú skrifar svo veL, það er skemtun að sjá, ei skakkur er nokkur stai'ur bjer hjá. En eins og þú skriíar lipurt og ijett hvem lífs þíns staí skaltu setja rjett. Og paþbi svo dæmi þjer fer að fá, fallegt mun spjaldið þitt verða þá. Þú saman skalt leggja það satt er og c-jett og saklaust og gott, þá er dæmið rjett, en frá skaltu draga það Ijótt er og leitt, það er langt um betra að það sje ekki neitt. Og margfalda skaltu svo alúð og ást til allra manna, það kann ei að mást. En sjálfri þjer margíaldist mentir og fje þess meira sem öðrum þú lætur í tje. Og deila skaltu svo af tur þeim auð til annara manna, er þurfa brauð, eða hjúkrun og vernd, já hlýlegt orð, hjá þjer sje æfinlegt nægtaborð. Ef aðrir deila ætla þig við,. alls staðar skaltu semja frið. Hjá ömmu þú lest svo vel, elskan mín, ó, hvað mig langar að heýra til þín hvað fallegu sögurnar Upurt þú lest en lífs þíns sága er allra best. í öllu góðu svo fram þjer fer, þess fýrst og seinast jeg óska þier. Þess vildi jeg óska að væri nú frá veturinn kaldi með elin sín grá, og vorið komið með blöð og blóm og blíðan og skæran fuglaróm. því jeg á eitt blóm svo fagurt og frítt jeg fæ það í vor það er altaf nýtt. Og jeg á einn Iítinn og fagran fugl sem farið aldrei getur í rugl, af Qðrum fuglum hann öllum ber, hann getiar í vor að syngja hjá mjer, svo heJdur er von jeg hlakki til. Núhugsa jeg 'ún Ella segi: „Skil", því bún er svo skynsöm og skiln- ingsgóð, hún skilur víst flest, það litla fIjóð. Nu eru vist htlu augun þm þreytt (og allra síst vil jeg þau hafa meitt) og þó eru kveðjurnar eftir enn, en jeg skal mjer flýta, þá gengur það senn. Hann frænda þinn stóra jeg fyrst- an tel, frá 'onum á jeg að heilsa þjer vel, og Óla og Jóa og 'Gllum hjer, já, allir biðja að heiisa þjer. Seinast þig kveður kærastan mín kærast og best hún sys'tir þín. HJA SANKTI PJETRI Skopleikari í London skemti borg arbúum vel með þessari sögu í stríðinu: Hópur þýskra ílugmanna kom að dyrum himnaríkis og vildi fá inn- göngu. — Hverjir eruð þið? spurði sakti Pjetur. — Við erum þessir 50 þýsku flug- menn, sem skotnir voru niður af breska flugliðinu í dag, sögðu þeir. —Bíðið þið snöggvast á meðan jeg athuga hernaðartilkynningu þýsku stjórnarinar, sagði sankti Pjetur. Og þegar hann hafði gert það, kom hann aftur og sagði: — Hjer stendur að aðeins tveir flugmenn hafi verið skotnir niður yfir London í dag. Tveir ykkar mega því koma inn. Hinir verða að fara aftur til Hitlers. V « % %- *| Leiðrjetting. í GREIN í síðustu Lesbók um brunann í Reykjavík 1915 urðu þau mistök að Margrjet Zöega var sögð systir Helga Zöega, en var stjúpa hans. Þá var Runólfur Steingrímsson sagður Stefánsson. Þetta leiðrjettist hjer með. Guðm. Karlsscm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.