Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 10
134 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í Nigeriu að undanförnu, benda til þess hver þróunin muni verða í Afríku. Áður fyr var Nigeria talin ..banabeður hvítra manna", veena þess hve loftslag var óholt fyrir þá, vegna hitasóttar og svefnsýki, sem hinar illræmdu tsetse-flugur valda. Landið er að vísu óholt hvítum mönnum enn, nema helst meðfram ströndinni. Þess vegna er þarna enn fátt hvítra manna, líklega ekki nema um 4000, en Svertingjar í landinu eru taldir um 20 miljónir. Þeir þola loftslagið, því að þeir eru orðnir ónæmir fyrir sjúkdómum þeim, sem þar eru, eftir að hafa búið í Iandinu mann fram af manni um þúsundir ára. Þrír fjórðu hlutar af Nigeria og Gullströndinni eru þaktir af frum- skógum. — Þrátt fyrir það flytja Svertingjar út nær helming af öllu því kakaó, sem notað er í heim- inum. Ræktunin og uppskeran er algjörlega í höndum Svertingja, en svo taka hvítir menn við. Þeir kaupa framleiðsluna og flytja hana á sínum skipum á heimsmarkaðinn. Frá þúsundum pálmalunda koma Svertingjar með uppskeru sína til stöðva hinna hvítu manna, og verða oft að brjótast í gegn um þjetta frumskóga langar leiðir. Verslunin breytir lifnaðarháttum þeirra. Nú er það algengt að grammófónar og útvarpstæki sje í hinum ljelegustu kofum inni í frumskógunum. Ung- ir Svertingjar þeysa á reiðhjólum eftir brautum, sem fílar hafa troð- ið En þó ber auðvitað mest á breyt- ingunni í Kano, með sínum 80.000 íbúa og mörgu ágætu byggingurn. Þar líkist nú líf manna meir og meir því sem gerist í borgum hvítra manna. Bifreiðar og vöru- flutningavagnar þjóta um göturn- ar, þar eru stórar búðir með sýning argluggum og mörg kvikmyndahús. \erslun er þar blómleg, því að íbúarnir í Nigeria og á Gullströnd- inni kaupa af Bretum meiri vórur heldur en Bretar flytja til Barida- ríkjanna. Það gefur nokkra hug- mynd um hvernig viðskifti hvítra manna og svartra færast í nýtt horf. KÚGUN er ekki lengur beitt við hina svörtu menn, en margs konar vandamál stafa af því hvað hvítir og svartir menn eru ólíkir. Hvítu mennirnir eru þrælar alls konar þarfa, sem heimsmenningin leggur þeim á herðar. Svörtu mennirnir eru nægjusamir og komast af með lítið. Þess vegna er kaup þeirra mörgum sinnum lægra en hvítra manna. Sumir munu nú telja að þetta sje gott fyrir hvítu mennina, því að þá auðgist þeir á vinnu Svertingja. Þetta getur átt við þar sem eru aðeins fáir hvítir atvinnu- rekendur. En í Bandaríkjum Suður -Afríku á það varla við. Þar eiga r.ú heima um tvær miljónir hvítra manna og níu miljónir Svertingja og Indverja. Hinir htuðu menn taka alla atvinnu frá hvítum verka mönnum, vegna þess að þeir vinna íyrir miklu lægra kaup, og er þetta orðið mesta vandamál hvernig hvítir verkamenn eiga að komast þar áfram. Menn finna að meiri jöfnuður þarf hjer að komast á og það er ekki hægt með öðru mótí en því að lífskröfurnar jafnist. En þá kem- ur sú spurning: Hafa hinir fákunn- andi og lífsglöðu Svertingjar gott af því að menningunni sje troðið upp á þá, með öllum þeim kröfum, sem hún gerir? Það er máske erfitt að svara þeirri spurningu, en hún svarar sjer sjálf smám saman. Alt stefnir í þá átt að Svertingjar táfci upp siðu og háttu hvítra manna, eftir því sem samgöngur og viðskifti aukast. Nokkur bending í þá átt er það, að í nýlendum Breta hafa svart ir menn stofnað rúmlega 200 verka- mannafjelög síðan árið 1938. Svartur mentamaður, Kwegyir Aggry læknir, líkti einu sinni svört um og hvítum mönnum við nóturn- ar á piano. Hann sagði að bæði hvítu og svörtu nótumar væri jafn nauðsynlegar til þess að skapa sam- ræmi í tónum. Eins væri samvinna hvítra manna og svartra nauðsyn- leg til þess að skapa samræmi í sögu Afríku og menningu. En slíkt samræmi fengist ekki fyr en Svert- ingjar hefði tileinkað sjer menn- ingu hvítra manna og stæðu þeim ji.fnfætis, að svo miklu leyti sem hæfileikar þeirra leyfðu. Þeir, sem halda því fram að nauð -synlegt sje að halda Svertingjum niðri til þess að hvítir menn geti komist af í Afríku, fara mjög villir vegar. Þeir gæta þess ekki hvílíkar óhemju auðlindir liggja nú ónot- aðar um alla hina miklu heimsálfu. Með hagnýting þessara auðlinda gætu allir lifað þar menningarlifi og komist vel af, og eigi aðeins sá mannfjöldi, sem þar er nú, heldur mörgum sinnum fleira fólk. ^ ^ i/ ^ ^ KVENÞEKKJARI STÓRBLAÐ vantaði mynd af' ungri stúlku, sem var viðriðin eitthvert hneykslismál. Allra bragða var leitað til þess að ná í myndina. Stúlkum hafði verið m Jtað til þess, leitað hafði verið til ljósmyndara og lögreglunnar en allt kom fyrir ekki. Einn blaðamaðurinn hafði jafnvel kliíið upp að glugga henn- ar með Ijósmyndavjel í höndun- um og ætlað að ná mynd af henni en ekki tekist. Og svo kemur einn af aðstoðarblaðamönnunum alt í einu með mynd af henni. Allir þyrptust um hann til þess að fá að vita hvernig hann hefði farið að þessu. „Jeg símaði til hennar og bað hana um mynd í blaðið og hún ljet mig fá hana undir eins".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.