Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
131
J^>n. (ýr.
„f-Sinaeuóh íióo
Vií íshaf nyrst er önn og vetrarhríðin,
en einnig heið og nóttlaus sumartíðin,
og fólk sem býr þar hörðum höndum vinnur,
en hvorki gull nje silkiþræði spinnur.
Og ljóðin sem þú sjerff hjer, eru ei annað
en efni smá á götu sinni er fann það;
það kemur hjer í klæðuni hversdagsanna
og kann ei alla siðu lærðra manna.
Nú kýs hún gjarna Iærf ra skálda .ljóðin',
i lausn máli saman tekin, þjóðin
sem hrynh'enduna og hringhenduna orti
og hagmælsku á sljettubönd ei skorti.
En þeLr sem hjerna eru, kunna eigi
að .yrkja' svo að hvergi greina megi
að ljóðað mál sje; stuðla og höfuðstafi
þeir stöðugt — þó að aðrir kastað hafi —
í ljóðaformið heimta; jafnvel halda
að hina, sem ei þessu megna að valda,
í hagyrðinga hóp ei beri að telja,
þó hærri ,skálda* sess þeim megi velja.
En þó þau kveðin sjeu að sömu lögum
og sjálfur Jónas hlitti fyr á dögum
og Hallgrímur, sem heigum bljes að glóðum.
slæf hjarta fólksins enn i þessum Ijóðum.
Og er ei betra hjartslátt þann að heyra
en hlusta þar sem dreitlar lækjarseyra
í rauðamýri rimleysisins snauða,
það raunamerki hjarta og sálar dauða?
Að aldrei þagni sveitalífsins söngvar,
að sori falli í lindir þeirra öngvar,
þess biðja þeir sem ættjörð sinni unna
og ólust upp við Ijóðsins tæru brunna.
(TIL
ÞÓRARINS STEFÁNSSONAR)
Ljttu reitinn, þjóð mm, þenna,
þegna trúrra unnið vérk;
sjáffu hópinn karla og kvenna
klæddan vinnulýðsins serk.
I.uiii hönd þó hjeldi á penna,
hjer var ritin saga merk.
Árin líð'a, aldir renna,
ei skal hrynja varðan sterk.
Vinnulagið letistirða
löngum sástu nú um hríð.
Þeir sem ekki um arfinn hirða,
enn eru miður þarfir lýð;
hinir ættar-óðal girða,
ekki flýja þraut nje strið.
Viltu, þjóð mín. þessa virða
þeir er skapa frægri tið?
Máske nýjum reifuð roða
rísi frægðarsól þín næst;
tima sýnist betri boða
bjarmi er hefir norðrið glæst;
þá var stundum varnað voða
er virtist mundi um bjargir fæst.
— Vel sje þeim er þann dag skoða
þegar hún sjest á lofti hæst.
Lengi skyldi akur erja
ávöxt fyr en gefi hann,
gróðurreit þarf vel að verja,
vísa hverri skemd í bann.
Biessi regin heilög hverja
hend er að þvi starfi vann;
það að gera særi sverja
sjerhvern biðjum nýtan mann.
Þingeyingur, hrund og halur,
hjer var lof þitt vottum fest,
skreyttur þinnar sæmdar salur.
svo hann virðist prýða flest.
Ónytjung var aldrei falur
orSstír sá er lýsir mest;
endurhljómi hlió og dalur:
„Heima þjóna eg guði best".