Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Side 2
126 LESBÖK MOR(j UNBLAÐSINS lendinga til varnar gegn erlendu ofríki, og bar jafnan sigur af hólmi vegna þess að hann var stórum vitr- ari maður en Levetzow. Ekki skulu öll deilumál þeirra rakin hjer, held- ur aðeins sagt frá einu máli, vegna þess að það reis út af dómkirkju- prestinum í Reykjavík. UM þessar mundir var strangur kirkjuagi hjer á landi. Svo var fyrirskipað að hver maður skyldi halda sunnudaga og hátíðardaga helga. Öllum var gert að skyldu að sækja kirkju, og ferðamönnum var skylt að halda kyrru fyrir á sunnu- dögum og hlýða messu, þar sem þeir þá voru komnir. Enginn mátti fara fram hjá kirkju um messu- tíma, og náði það jafnt til ernbætt- ismanna sem almúgans. Þeir, sem gerðu sig seka í yfirsjónum að þessu leyti, áttu að gi'eiða scktir íyrir helgidagsbrot. Prestunum bar að vaka nákvæmlega yfir því að kirkjuaganum væri haldið uppi og kæra fyrir yfirvöldum alla þá, sem gerðu sig seka um helgidagsbrot, án manngreinarálits. Ef einhver var þess valclandi, að hjú huns gátu ekki sótt kirkju, bar hann ábyrgð á því og varð að svara til sekta. FYRSTI dómkirkjuprestur í Rvík var Guðmundur Þorgrímsson og tók hann við embætti 1782. Hann þjónaði einnig Viðeyarkirkju og Laugarneskirkju. Nú var það laugarduginn fyrir pálmasunnudag (8. apríl 1786) að maður að nafni Sigvaldi Sæmunds- son var sendur frá Bcssastöðum til Viðeyar með nokkur brjef til Jóns Skúlasonar landíógeta. Samkvæmt tilkynningu frá Levetzow 28. okt. árið áður, var Sigvaldi þessi skip- aður póstur frá Bessastöðum til allra hafna hjer nærlendis alt að Eyrarbakka, og til syslumanna í Arnessýslu og Rangárvallasýslu, og til biskupsins í Skalliolti. Sigvaldi kom til Viðeyar síðari hluta dags og afhenti brjefin, en gisti svo í Viðey um nóttina. Dag- inn eftir fór fólk úr Viðey til þess að vera við kirkju í Laugarnesi, og fylgdist Sigvaldi með þvi yfir sund- ið. Hafði hann þá engin brjef með- íerðis. Þegar í land kom skildi hann við fólkið, gekk „fram hjá kirkjunni án þess að láta sjá sig þar og án þess að hlýða nokkurs staðar á guðsorð þann dag.“ Sann- aðist það, að hann hafði ekki farið hina venjulegu póstleið til Skild- inganess og þaðan á báti yfir Skerjafjörð. Viku seinna, eða á 2. í páskum sendi Levetzow vinnumann sinn, Markús Jónsson rakleitt til Gufu- ness með kæru á hreppstjórann í Álftaneshreppi. Markús kom, til Gufuness nokkru fyrir hádegi, en Vigfús Thorarensen sýslumaður var þá ekki heima, heldur var hann nýfarinn til Viðeyar til þess að hlýða þar messu. Markús þóttist þurfa aö koma kærunni í hendur sýslumanni sjálfum og þess vegna fekk hann Ólaf Bjarnason, vinnu- mann sýslumanns til þess að ferja sig yfir sundið. Fóru þeir svo heim á búgarðinn. Þar hittu þeir sýslu- mann og afhenti Markús honum kæruna, en sýslumaður kvittaði fvrir móttöku. Við það sneru beir Markús og Ólafur aftur og var það í þann mund er samhringt var til messu. Daginn eftir kærði svo sjera Guð- mundur þessa þrjá menn fyrir helgidagsbrot og sendi kæruna til Jóns Skúlasonar landíógeta i Viðey. ÞEGAR Levetzow heyrði þetta varð hann óskaplega reiður og liugðist ná sjer niðri á dómkirkju- prestinum. Hinn 23. apríl gaf hann landfógeta fyrirskipun um það að láta malið niður fallu. Segir liann þar m. a. svo: — í oUurn londuiu Uaus Uátiguar konungsins, eru póstarnir ekki bundnir við neinn tíma, heldur ferð ast, og verða að ferðast jafnt helga daga sem virka daga, hvort sem þá stendur á messu eður eigi, og kem- ur prestunum það ekki við. Sig- valdi bar á brjósti sjer póstmerkið með fangamarki konungs, og bað sýndi að hann var í opinberum er- indum, og það hefði presturinn átt að láta sjer nægja. Markús Jónsson sendi jeg sem hraðboða í embættiserindum til annars embættismanns, og það er ekki venja að senda hraðboða nema mikið liggi við. Þess vegna má enginn hefta för þeirra, því það er einmitt tilgangurinn með því að senda hraðboða, að þeir sje sem fljótastir í ferðum. Og þar sem hraðboði minn stöðvaðist á ferð sinni, var það vel gert af Ólafi Bjarnasyni að gi'eiða fyrir honum. En auk þessa mundi hver skyn- samur maður hafa skilið, að þetta ferðalag var eftir slúpun Stiptamt- manns, æðsta yíirvaldsins í land- inu. Þegar presturinn því telur þessa menn seka um helgidagsbrot, þá er það sama sem að hann hafi kært stiftamtmanninn, og þegar stiftamtmaðurinn er kærður er það sama sem að hans hátign konung- urinn sje ákærður, því að allir þessir menn voru í hans þjónustu. Presturinn hefur því gert sig að dómara yíir hátigninni. Ef prestur áleit að stiptamtmaður heíði brotið af sjer með því að láta póst og hraðboða fcrðast i konungs erindura á helgidegi, hefði hann átt eð snúa sjer til stiftamtmannsins sjálfs eða biskups- Út af þcssu ber að skoða kæru prestsins sem markleysu og sprottna upp í heila ófyrirleitins manns, sem annaðhvort hefur mikla löngun til að troða yfirvöld sin uxn tær, eða aí heimsku. — Landfógetanum er því falið að txikyxuia presthxLuu þetta í stað bess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.