Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 6
130 ' ~ LESBOK MORGUNBLAÐSIttá -------------------- ---------------------------- Lönguhausar og gerningaveður í SEINUSTU Lesbók ársins 1949 var sagt frá manni nokkrum, Guð- mundi í Haga, sem sett hefði upp lönguhöfuð í Þorlákshöfn fyrir 60 árum. Út af því hefur Guðmundur bóndi Árnason í Múla á Landi sent Lesbók eftirfarandi upplýsingar til frekara skilnings á þessum atburði. GUÐMUNDUR var fæddur í Húsa- garði, hjer í sveit, 1849, sonur Sig- urðar bónda þar Ólafssonar b. á s. st. Sæmundssonar. — Ólafur in óð ir Guðmundar bjó í Húsagarði til 1907. Allir voru þeir frændur mjög vel gefnir og lásu alt, er þeir máttu yfir komast. Einkum voru þeir orð- lagðir fyrir mikið og trútt minni. Nokkuð þóttu þeir frábrugðnir öðr- um mönnum í hugsun og tali og bar málfar þeirra þess órækan vott, að þeir höfðu lesið mikið íslenskar fombókmentir. Mjer vitanlega höll uðu þeir frændur aldrei rjettu máli vísvitandi, en fremur voru þeir trú- gjarnir eins og títt er um saklausa menn. Guðmundur ólst upp hjá föður sínum en fór, er hann var vaxinn, í vinnumensku að Borg hjer í hreppi (í eyði síðan 1882). Að þeim vistarárum liðnum byrjaði hann búskap með annari heima- sætunni í Borg, Guðnýu Pálsdóttur. Bjuggu þau í Haga og síðar í Mykjunesi í -Holtum við mjög lítil efni alla tíð. Eftir lát Guðnýar dvaldi Guðmundur hjá hjónum þeim, er jörðina tóku, til dauða- dags, og fekk þann vitnisburð, að hann hefði verið barnslegur, mild- ur í lund, batnandi öll þau ár og sílesandi. Hann andaðist 1941, 91 árs að aldri. — Guðmundur var í ýmsu einkennilegur og vakti eft- irtekt, en alt var það öðrum mönn- um að meinlausu, nema í því, að hann var stríðinn í lund — oft meinstríðinn. — Þjappaði liann oft saman miklu efni í eina stutta setn ingu, þegar hann vildi koma við kaunin, — enda var hann fámáll að eðlisfari. — Að jafnaði mun hann þá hafa verið grafalvarlegur og reiðilaus á svip. — Oft kom þetta lundarfar hart niður á lífs- förunautnum, Guðnýu, sem var við kvæm og stórlynd, en trygðatröll. Söguna um lönguhausana heyrði jeg á unga aldri, þó sennilega ekki fyrri en um eða eftir aldamót. Var hún þá á þessa leið: Um helmingur skipa hafði róið, aðrir formenn treystu ekki veðri. Þegar skipin voru komin á mið, tók Guðmund- ur tvær stengur og festi á þær tvo lönguhausa og setti þær síðan í grjótgarð skamt frá verbúðum og ljet gin hausanna snúa í veðrið og til hafs. Menn komu þar að og vildu fá Guðmund til að hætta þessu tiltæki. Gekk Guðmundur þá nokkrum sinnum milli stanganna, horfði upp í gin hausanna og mælti við þá hvorn um sig: „Herða mátt þú þig. Hærra hvein í hinum“. Veður herti mjög, en öll skip, er reru, lentu heilu og höldnu með litinn, aðrir ségja, engan afla. — Lengri var sagan ekki á þeim ár- um. Eftirmál, lönguhaussnafnið og galdrakverið heyrði jeg aldrei nefnt Mjer þykir h'klegast, að Guð- mundur hafi tekið upp á þessu af stríðni við einhverja, annaðhvort á sjó eða í landi, en ekki til að vinna óhappaverk og brýning hausanna hafi verið stíluð til manna þeirra, er voru að skifta sjer af honum. Orðavalið er svo líkt stríðnisorðum hans, að jeg hygg, að þau sjeu rjett eftir höfð. Mjer er og nærri að halda að Guðmundur hafi alls ekki trúað á mátt sinn í þessu efni. Hitt er ljóst, að þeir hafa trúað á mátt- inn, sem vildu koma í veg fyrir athöfnina. Mjer þykir líka trúlegt, að Guðmundur hafi haft gaman af að ala á auðtryggni þeirra, með því að gefa í skyn mátt sinn og að til væru stafir, er að gagni gætu orðið. Varla hefur það verið með berari orðum. Sje sagan um galdrakverið ekki uppspuni einn, þá þykir mjer sennilegt að það hafi verið rímna- kver, sem hann hafi ekki viljað leyf^i öðrum að meðhöndla. (Rím- ur og fornar sögur voru eftirlæti hans). Vel má vera að hann hafi sett einhver merki og strik í slíkt kver og sýnt í nokkurri fjarlægð. Guðmundur mun oftast hafa verið „sá sterki“ í leik — þó með minstu mönnum væri —, það er að segja, þegar stríðni og smá strákapör var höfuðþátturinn. ' í niðurlagi frásagnarinnar er talið „merkilegt að enn skyldi eima eftir af hjátrú á lönguhausa og gerningaveður fyrir rúmum 60 ár- um.“ — Er þetta svo furðulegt? Og er víst að ekki eimi eftir af þeirri trú enn í dag? Það er varla leyndarmál, að trúin á „mátt and- ans“ er miklu meiri hjá óskóla- gengnu fólki, — og sem talið er ómentað — en hjá hinum skrift- lærðu. Ómentað sveitafólk, jeg og minir líkar, veit ekki hvað manns- Frh. á bls. 136.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.