Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W 137 Áhrif kjarnageislunar Hjer er sagt frá því hvers amerískir vísindamenn hafa orðið áskynja um áhrif geislana frá kjarnasprengju og hvaða ráð hafa verið fundin til þess að verjast geislunum. AMERÍSKU vísindamennirnir, sem hafa verið að athuga afleiðingar af hervirkjum kjarnasprengjanna í Nagasaki og Hiroshima í Japan, hafa uppgötvað að áhrif geislan- anna af sprengingunum hafa eigi aðeins orðið hræðileg, heldur jafn- vel furðuleg á margan hátt. Það er nú til dæmis þetta, að skuggarnir af fólki því, sem var á gangi á göt- unum, þegar sprengingarnar urðu, hafa límst fastir við steinsteyptar gangstjettir og húsveggi. Skugg- arnir höfðu fest við steinsteypuna líkt og þegar mynd kemur fram á filmu. Og það var ekki fyr en eftir marga mánuði að þessar skugga- myndir fóru að hjaðna og hverfa. Vísindamennirnir hafa kom- ist að því, að geislanirnar af spreng- ingunum hafa ekki orðið jafn mann -skæðar og loftþrýstingurinn og eldblossarnir. Það virðist svo sem geislanirnar hafi ekki drepið nema um 15—20% af þeim, sem fórust í þessum borgum. Á 2V2 mílna hiing- svæði umhverfis sprengjustaðina, höfðu langflestir farist vegna þess að húsin fellu ofan á þá. En þessar niðurstöður nægja þó ekki til að sýna áhrif geislananna svo fullnægjandi sje. Þær gefa ekki rjetta hugmynd um þá hættu, sem af geislununum stafar. Þess vegna eru hafðar til samanburðar rann- sóknir þær, sem fóru fram í sam- bandi við tilraunasprenginguna hjá Bikini. Og samkvæmt þeim telja vísindamennirnir það sannað, að alt það fólk, sem beið bana í Hiro- shima og Nagasaki af völdum loft- þrýsings og elds, mundi áreiðan- lega hafa farist af áhrifum geislan- anna, ef hvorki loftþrýstingi nje eldi hefði verið til að dreifa. Rannsóknir á eyðileggingarmætti kjarnageislana mega þó enn telj- ast á byrjunarstigi. En vísinda- mennirnir eru samt vel á veg komn ir með að uppgötva það, sem menn þurfa að vita, það er að segja, hvernig á að finna hvort menn hafa orðið fyrir geislunum og hvernig á að lækna þá, eða jafn- vel gera menn ónæma fyrir geisl- ana áhrifum. Þetta er mjög nauð- synlegt, enda þótt menn geri ekki ráð fyrir kjamorkustríði, því að áreiðanlega verður kjarnorkan not- uð mikið á annan hátt. Mjög hefur álit eðlisfræðinga og efnafræðinga breyst á orsök og af- leiðingum geislana, síðan fyrsta til- raunasprengjan var reynd í Los Alamos í Bandaríkjunum árið 1945. Þeir hafa nú til dæmis komist að raun um, að það er ekki sama sem opinn dauði að verða fyrir geislunum. Það er mjög undir bví komið hve sterk geislanin er og hve lengi hún nær að bíta á lík- amann og í öðru lagi hvers konar geislan er um að ræða. Gamma- geislar fara eldsnögt í gegn um mann, en Alpha-geislar fara mikið hægar, og eru þó mörgum sinnum hættulegri. Við kjarnasprengingu leysast Gamma, Alpha og Beta geislar, og einnig „neutrons" sem fara með meiri hraða ep nokkrir aðrir geislar, er menn þekkja. Amerískir vísindamenn vita nú hvernig hægt er að finna hvort menn hafa sýkst af geislunum. En eftir sprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki stóðu japanskir læknar ráðþrota gegn þessu. Það var vegna þess, að fyrstu afleiðingar af geisla sýkingu eru mjög smávægilegar, svo sem ógleði, uppköst og slen, sem batnaði aftur eftir nokkra daga. Og fjöldi Japana, sem var hlaðinn drápsgeislum, ’i stundaði vinnu sína eins og ekkert hefði í skorist. Það er ekki fyr en geislasýkingin er komin á lokastigið, að hún gerir alvarlega vart við sig. Þá fá menn óstöðvandi uppköst, jafnvel blóð- sótt og blóðspýting. Það var ekki fyr en sýkingin var komin á þetta stig, að japönsku læknarnir gátu sjeð hve alvarlegar geislaverkan- irnar höfðu verið. En þá var það um seinan. Annaðhvort dó-'-sjúk- lingurinn, eða þetta var upphafið að því að hann var sjálfur að vitwia bug á geislaáhrifunum. . v:.. Nú horfir málið öðru vísi við. Nú vita amerísku vísindamennirnir upp á hár hvernig geislarnir bíta á frumuvef mannslíkamans. Og fari nú svo, að til kjarnorkustyrjaldar komi, þá geta læknar fljótt gengið úr skugga um það hvort menn hafi orðið fyrir geislunum og eins h.ve mikil brögð hafa þá verið að því. ,0 Íiíí. FRUMUKERFI mannslíkamans er samsett af miljónum frumeinda (atoms) sem eru hlaðnar jafnt að- hverfum og fráhverfum rafeindum. Þessu jafnvægi rafeindanna • getur geislan raskað, hún getur klofið frumeind og aðskilið fráhverfu og aðhverfu rafeindirnar. Ef sprengd frumeind (eða sameind) getur náð sjer aftur á stuttum tíma, þá er hin lifandi fruma úr allri hættu. Hitt er algengara, þegar um sterka geisl an er að ræða, að sægur af lausum „ions“ (með fráhverfa eða aðhverfa hleðslu) hlaðist saman í fullkomn- um ruglingi og verður það frumu- vefjunum stórhættulegt. - • Nú vita vísindamenn, að-ekki-eru allir hlutar líkamans jafn veilir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.