Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1950, Blaðsíða 14
LESBÖK MORGUNBLAÐSUNS f i3b r íyrir áhrifum geislana. Lymfuæð- ar, mergur og kynkirtlar er við- kvæmast fyrir. — Minni skemdir verða á húð, lifur, lungum, vöðv- um, taugum og fullvöxnum bein- um. Þessi mismunur á viðkvæmni verður hafður að leiðarvísi, þegar dæma á um skaðvæn áhrif geisl- ana. Þá er og talið líklegt að af blóðinu megi sjá hve mikil brögð eru að geislasýkingu, því að salt- magnið í því eykst. En einnig kem- ur þar fram annað efni, sem lækn- ar halda helst að sje fita. Hafi tekist nógu snemma að upp götva geislasýkingu, þá er hægt að hjálpa sjúklingnum. Með blóðgjöf er hægt að bæta upp það tjón, sem orðið hefur á rauðum blóðkornum. Með penicillín er hægt að koma í veg fyrir bólgu og ígerð. Með tolui- dine (bláum lit) er hægt að koma í veg fyrir blæðingar. Og ýmislegt fleira má gera til þess að stöðva afleiðingar geislunar. Þá hafa og verið gerðar tilraunir um það að gera menn ónæma fyrir geisiaverkunum um lengri eða skemri tíma, og er það jafnvel enn þýðingarmeira. Það er gert með hormóna og adrenalin innspýting- um. Með tilraunum, sem gerðar voru á hvítum músum í rannsókna- stofnuninni í Brookhaven, kom það í Ijós að þær þoldu geislanirnar furðu vel. Með geislunum, sem hefði nægt til að drepa menn, íellu ekki nema 8% af músunum. Það var ekki fyr en geislanin var gerð helmingi sterkari að þær drápust allar. Menn vita ckki enn hvers konar efni það er, sem hlífir mús- unuin, en þegar það uppgötvast má vera að hægt verði að gera menn ónæma fyrir geislasjúkdóm- um. Tilraunum í þessa átt verður haldið áfram sleitulaust og ineð eins miklum krafti og framast er unt, vcgna hins skuggalcga útlits i heiminum. ^ Af rargrsojomm þeim, sem íarið hafa fram í tilraunastofum og með þeim upplýsingum sem fengist hafa af geislaverkunum kjarna- sprengja, þykir mega ráða að áhrif geislananna geti haft áhrif á af- komendur manna, jafnvel í marga liðu. En slíkt verður ekki fullsann- að fyr en barnabörn þeirra Japana, er urðu fyrir geislunum, eru kom- in í heiminn, en þess verður að bíða í 20—25 ár. En hafi geislanirnar sömu áhrif á menn eins og þær hafa á fiska, þá eiga ófæddir Jap- anar eftir að súpa seyðið af því að afar þeirra og ömmur urðu fvrir geislunum. Með tilraunum, sem gerðar hafa verið á silungum í rannsóknastofu háskólans í Was- hington, hefur komið í Ijós að áhrif einnar geislunar kemur niður á af- kvæminu í þriðja og fjórða lið. Þá má og geta þess, að kornið, sem nú sprettur á Bikini-ey, þremur árum eftir sprenginguna þar, er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var, nær ekki fullum þroska, eða er meira og minna skemt. Hvernig stendur á því að áfallið skuli þannig geta komið niður á afkomendum? Til þess að svara því ber þess að geta að geislarnir eyði- leggja eigi aðeins frumukerfi, held- ur einnig „chromosoma“ og .,gen- es“, hinar sjerstöku frumur, sem ráða kynfestu og arfgengum hæfi- leikum. Geislanin getur klofið þess ar frumur og takist þeim ekki að komast í samt lag aftur, er hætt við að þær myndi ný sambönd, sem ýmist kallast „aberrations“ eða „translocations". Ekki er enn liægt að segja hvern-‘ ig geislunaráfallið kemur niður á niðjunum. Sagt er þó t. d. að vel geti verið*að afkomendur Japana frá Hiroshima og Nagasaki verði „albinos" (hvíthærðir og glaseygð- ir og hvítir á hörund). Enn er gcrt ráð fyrir því að þeim muni kvilla- gíarnara og þess vegua verði þeír semulega eklu langlífír. Það geti líka verið að þeim verði hætt'við blæðingum, að blóðið í þeim geti tæplega storknað, en þá getur smá- skeina orðið lífshættuleg. Slíkt hef- ur þekst áður og voru t. d. flestir karlmenn í Habsburgar-keisaraætt- inni með þessum ósköpum fæddir. íW V í LESBÓK Morgunblaðsins 7. mars 1948 sagði Þorsteinn Bjarnason, fyrr- um bóndi í Háholti frá endurminn- ingum sínum um hjónin á Stóra-Núpi, Valdimar Briem vígslubiskup og Ólöfu konu hans. Þar segir meðal annars: „Frú Ólöf var hin mesta mannkosta- kona og stórgáíuð. Skáld var hún gott, þótt lítið ijeti hún á því bera.“ Hjer er ofurlítið sýnishorn af skáld- skap hennar. Er það ljóðabrjcf, sem hún sendi bróðurdótlur sinni, Elínu Steindórsdóttur Briem í Hruna þegar hún var 5 ára (14. febr. 1886). Nú fer jeg loksins að búa til blað barninu góða að senda það, því nú fæ jeg stóran og sterkan póst að stika til þín, en lengi það drógst. Þess lengr’ ætti að vera hið litia blað, en langt má það vera ef hann dreg- ur það, og þungt má það vera ef það hann ei ber, þvílíkt brjef vil jeg ei senda bjer, nei, heldur skal það vera lítið og Ijett, því lilla hondm þín er svo nett, og henni er það ætlað en honum ei þótt ’ann hald’ á því til þín mín ljúfa mey. Ógn er nú langt síðan jeg Ellu sá nú orðin held jeg, ei sjert þú smá, og margt hefir lært og mikið gert, sem mjcr þykir ekki lítilsvert. Nú saumar þu orðið svo fallega og fljótt,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.