Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Side 2
566, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það þrennt sem sjerstaklega þykir bera af: Carsisvín, é pice-brauð og Dijon-mustarð, sem hvert um sig þvkir ómissandi á verulega full- komnum matseðli, að ógleymdum hinum ýmsu tegundum snígla, sem eru meðal hinna merkustu þjóð- rjetta. Ef við hinsvegar snjerum okkur til einhvers ákafs sögugrúskara, myndi hann ef til viH slá stryki yfir allt það sem Burgund-bóndinn og sælkerinn höfðu dásamað mest og ofhlaða okkur í þess stað fádæma fróðleik um sögu og afkomu Bur- gund-hjeraðs frá alda öðli, um f jöl- mörg stórmenni, sem það hefur al- ið og um sess þann er það skipar í dag sem einn merkasti hluti Frakklands í heild. llöfuðborgin — Dijon. Jeg er engan veginn fær um að taka að mjer hlutverk hins síðast- nefnda, en mun aðeins í mjög stór- um dráttum rekja sögu Dijon, sem er höfuðborgin í Burgund og í tölu hinna merkari borga Frakklands. Hennar er fyrst getið sem voldugs hevvirkis, er reist var árið 70 a. d. undir nafninu Divio, af rómverskri herdeild til varnar gegn óvina- þjóðflokki einum. Þetta var upphaf ið að vexti og viðgangi Dijon borg- ar, sem jafnan hefir staðið með blóma, þó að stöku sinnum hafi dregið ský fyrir hamingjusólina á hinni löngu þróunarbraut. Gull- aldartímabilið í sögu hennar virð íst hafa verið á 15. og 16. öld undir styrkri stjórn voldugra stórhertoga, sem sumir hverjir voru menn vitr- ir og mikilhæfir. Ýrasar byggingar, tignarlegar kirkjur, kastalar og kauphallir frá þessum tíma, bera glöggt vitni um forna frægð. Fcrðam;mnastraumur . of áý-i tið Núverandi íbúafjóldi borgarinn- ar er tæpar 100 þúsundir, sem lifa mestmegnis á verslun og iðnaði.. Auk þess er híin vinsæll viðkomu- staður á þjóðbraut hins mikla ferða mannastraums frá París suður á bóginn til Sviss og Miðjarðarhafs- landanna, bæði vegna hinná ýmsu sögulegu minja og vegna land- fræðilegrar legu borgarinnar, en hún stendur í Cote-D’Or- hálend- inu, nokkurn veginn um mitt austur Frakkland, á aðal járnbraut- arlínu landsins. Það er mar^t sem vekur athygli hins aðkomandi á, að um ferða- mannaborg er að ræða: reisuleg gistihús og veitingastaðir, búðar- gluggar, troðfullir af ýmsum varn- ingi, sem smekkvísi og kaupsýslu- vit franska kaupmannsins leggur sig í framkróka að gera sem út- gengilegasta í augum ferðamanns- ins. Einna mest ber á vínverslun- um og kökubúðum, sem Dijon er víðfræg fyrir. Hin „þjóðlega þrenning“, ílaska af dumbrauðum Carsis, laglegur hieifur af épice brauði og snyrti- leg mustarðkrukka, sem búið er um mjög svo kyrfilega i snotrum gjaía kössum er vissulega skemtileg glaðning til að færa vinum og kunn -ingjum, þegar heim er haldið. En — því er ver — veiðin er hjer sýnd en heldur síður gefin og að sama skapi hættuleg freisting þeim, sem ekki eru sjerlega ríkir af gjald- eyri þeirra Frakkanna. Verðlag er yfirleitt mjög hált á flestum hlut- um. Dijon er engin undantekning frá reglunni: að vaxandi umferð ferðamanna hefur í för með sjer hækkandi verðlag. Óskanc' væri, að þeir, sem hjer eiga hlut að máli vildu hafa í huga, að til eru tvær tegundir ferða- manna: Annars vegar þeir, sem ckki vi'ta aura stnna tal, hins vegar aðrxr, sem hafa þá helst til íáa til að teija. „Tour de France“. í dag (6. ágúst) er mikið um að vera í Dijon. Hjólreiðakapparnir, sem þreyta ,„Frakklands-skeiðið“, hið J7. í röðinni, eru væntanlegir á leið til síðasta áfangans, París- ar. Þetta er einn af höfuðviðburð- um ársins i frönsku íþróttalífi, sem fylgst er með af almennum áhuga. Hvern dag að undanförnu, um há- degisbilið, hefur mátt sjá þvögu af fólkj við frjettagluggann á „Place Darcy“, höfuðtorgi borgarinnar, sem lesið hefir með eftirvæntingu stórletraðar auglýsingar um gang skeiðsins. Hver hafi orðið fyrstur að ná síðasta áfanga, hver haíi dregið á annan o. s. frv. Hátt á annað hundrað hjólreiðamenn hafa fyrir 29 dögum lagt af stað frá „Place de Roi“ í París og nú hafa þeir hjólað svo að segja hringinn í kringum Frakkland: niður með vesturströndinni, allt suður í Pyr- enneafjöll og síðan norður eftir landinu austanverðu gegnum Lyon og Jura-hálendið áleiðis til Parísar á ný. Mjer, sem finnsl hitinn hjer eins og í vel kyntum bakaraofni, verður á að undrast, hvernig nokkurt mannlegt þol fái staðist aðra eins raun sem þessi mánaðarhjólreið yf- ir fjöll og firnindi Frakklands, um hásUmarið, hlýtur að vera. Varla er það hinn sanni og rjetti íþrótta- áhugi, sem hjer liggur á bak við, heldur öílu fremur fáfengilegur metnaður og græðgi í hinar álil- Icgu fjárfúlgur, sem vcittar eru að verðlaunum þeim, sem fyrstur nær settum áfanga. Koss á vangann. Hvað um það — Dijon tekur hin- um þjökuðu píslarvottum með miklum viðbúnaði. íþróttadrotning borgarinnar, ung og falleg blóma- rós, smelíir, í heiðursskyni, rentb- mgskossi a ‘vanga hetjunnar, -sem fyrst kemur að marki é íþrótta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.