Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 5
r- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Af hverju koma krabbamein? leggingu síðustu lieimsstyrjaldar. Við ökvun í gegnum smáþorp eitt, þar sem gráar rústir og beinagrind- ur af hálfföllnum húsum báðu megin hinna þröngu og krókóttu gatna tala þöglu máh um blóðuga orustu, sem þar var háð. Skömmu áður hafði jeg veitt eftirtekt smá- um steinvarða í trjálundi rjett við vegarbrúnina. Mjer er sagt að þarna hafi einn „Makki“ látið lífið, þ. e. a. s. einn af þeim þúsundum franskra föðurlandsvina, sem börð- ust með „vopnum næturinnar“ hinni hættulegu leynibaráttu gegn oki þýska hernámsins. Nafnið „Makki“, sem þeir jafnan ganga undir i Frakklandi er dregið af sjerstakri tegund trjágróðurs, hinu svonefnda Makki-kjarri, sem sjer- staklega er einkennandi fyrir eyna Korsiku og er mjög torfært yfir- ferðar. Líkingin er vel til fallin. Makki- hernaðurinn reyndist virkilega erfiður Þrándur í götu hinum ill- víga innrásarherafla. Það var hern -aður, sem rekinn var af óbugandi hugx*ekki og fórnfúsri föðurlands- ást, sem kostaði bæði blóð og tár. Jeg gleymi um stund að horfa ut uni vagngluggann rninn til að njóta útsýnisins yfir hið broshýra landslag, sem leið okkar liggur um. Húsarústirnar og litli minnisvarð- inn við veginn liafa eins og fjar- lægt mig frá lúnni áhyggjulausu kátinu ferðafjelaga minna. En hversvegna skyldum við gefa okluir á vald dapurlegra styrjald- arþanka? Strxð og barátta —, það er gang- ur lífsins. Dijon, í ágúst 1950, -V 4/ 'k 4/ 4/ ÞAÐ er emkemulegt, að þótt vjer hbí- ur-i tvo eyru, eu aðeins einn muim, þá þreytmnst vjer rriklu fyr á því að hlusta heldur en taia. N Ý L E G A hefur bókaútgáfa A. Martello í Milano í Ítalíu gefið út bók, sem heitir „Der Krebs kann geheilt werden“ (Krabbamein má lækna) og er eftir A J. Canter lækni. Einn kafli þeirrar bókar fjallar mn það af hverju krabba- mein komi, og er hann á þessa leið: Mikið hefur verið rætt og ritað um krabbamein, og margl af þvi sem almenningur segir um það á ekki við nein rök að styðjast. Og full ástæða er til þess að \*ara við þeim sleggjudómum og öfgum, sem ganga mamia á milli. P’jöldi manns heldur að krabba- mein stafi af sýkh. En þrátt fyrir þrotlausar rannsóknir og tilraunir vísindamanna hefur ekki tekist að færa sönnur á þetta. Það er þess vegna ekki flugufótur fyrir þeirri staðhæíingu að krabbinn stafi af sýklum. En af hverju kemur hann bá? Því er oft haldið fram að hann komi af mataræði, og þess vegna sje ráðlegt að breyta þar um. Eng- ar sannanir eru þó fyrir því að sjerstakt mataræði sje orsök til krabbameins, nje að sjerstakt mat- aræði geti læknað það. Grænmet- isætur fullyrða oft að menn fái krabbamein af kjötáti. En græn- metisætur sýkjast af krabbameini ems og aðrir. Og menn hafa meira að segja tekið eftir því að í slátur- tíðinní sýkjast menn sjaldan af krabbameini. Ofát getur þó leitt til meltingar- truflana. Einhver hefur sagt, að vjer getum lifað á helmingnum af bví, sem við látum í okkur, en himx helmingurinn sje okkur aðeins til tjóns Það er mikið hæít í þessu. Ofát er altaf skaðlegt. En hitt er áreiðanlegt að engin fæðutegund veldur ki*abbameini, og 'engin fæðu -tegund getur læknáð það. • • Er þá áfengi orsök krábbaméins? Nei. Drykkjumanninúm er ékki hættara við krabbameini en bind- indismanninum. En liitt er rjétt, að áfengi getur skemt magann, og bi getur svo farið, af þvi að mag- inn er veikur fyTÍr, að krabbamein myndist þar. Margir hafa haldið því fram að orsökin til krabbameins sje sú, að nú er svo mjög farið að nota alu- minium í alls konar eldhúsáhöld- En það txr ekki rjett. Það stafar ekki meiri hætta af þessum bús- áhöldum heldur en öðrum málm- ílátum, sem notuð eru við mat- reiðslu. í þessum ílátum myndast ekki neitt eitur, er geti farið í mat- inn og valdið krabbameini inn- vortis. Þá hefur því verið haldið fram að hægðateppa geti valdið krabba- meini í ristli. Það er ekki rjett heldur. Hægðateppa getur ekki or- sakað krabbamein, aftur á móti getur krabbamein valdið hægða- tsppu. En hægðateppa er hættuleg, bví að hún getur valdið ýtrisum krankleik í meltingarfærunum, xneðal amiars orsakað blæðingn. Og þegai* svo er komið getur mönn -um verið hættara víð krabbamemi en ella, einmitt vegna hinnar sí- íeidu ertingar. Þess végna ætti menn aldrei aý draga það að leita læknis, ef þeir eru með hægða- teppu. En af hverju kemur þá krabb- inn, fyrst liann kemur diki af sýkli, ekki af mataræði, ek-ki af áfengi, ekki aí matarilátúmíoý s, írv.? Fyrst almannarómur rnr. þetta et úr lausu lofti gripiaí, hvar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.