Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Side 6
570 LESBÓÍC MORGUNBLAÐSLNS er þá ástæSunnar að leita? Vjer þekkjum aðeins eina orsök til krabbameins, eina orsök, sem er alment viðurkend: sífeld erting. Maður, sem reykir pípu, heldur henni oftast milli tannanna á sama hátt og þess vegna mæðir hún á vissum bletti á vörunum. Af því getur komið krabbamein. Sá, sem hefur þann ávana að reykja ofan í sig, á það á hættu að fá krabba- mein í lungun. Menn hafa gert tilraunir á dýr- um með ertingu, og þau hafa feng- ið krabbamein. Með því að bera á bau tjöru hvað eftir annað, veldur hún ertingu, sem að lokum snýst upp í krabbamein. Og það eru til um 400 efni, sem valda samskonar ertingu. Þá er ein staðhæfing, sem menn halda fast í, að krabbamein sje arf- gengt. En það er engin hæfa í því. Hitt er annað mál, að í sumum ætt- um virðist krabbamein tíðara en í öðrum. — Á tilraunadýrum geta menn sjeð með vissu fvrirfram. hver þeirra muni fá krabbamein, og hvar það muni koma fram. En þetta hefur ekki tekist þegar menn eiga í hlut, enda er það mörgum sinnum örðugra. En ef krabbamein er algengt í ætt þinni, þá ættirðu að láta lækni skoða þig vandlega á hverju ári. Og ef þú ert kona, þá ættirðu að láta skoða þig með 6 mánaða milli- bili og helst að láta gegnumlýs.i big, enda þótt þú kennir þjer eink- is meins. Þetta á þó aðallega við konur sem komnar eru yfir fertugt. Það eru miklar líkur til þess, að menn veikist ekki af krabbameini, ef þess hefur aldrei orðið vart í ættinni. Þó er ekki að trevsta á bað. Margir ætla að krabbamein 3je smitandi. En þeir ætti að vita, að .■yjúkdómur, sem ekki stafar af sýkl- um, getur ekki verið smitandi. Sá, scm hjúkrar krabbaveiktun manni, þarf ekki að óttast að hann smitist. Þess vegna nota læknar og hjúkr- unarfólk aldrei neinar varúðar- reglur, þegar um krabbameins- sjúklinga er að ræða. Það veit að krabbamein er ekki smitandi. En alt hreinlæti verður þó að við hafa, og þar er aldrei of varlega farið. Það er einnig misskilningur að krabbamein sje nokkurs konar elli • sjúkdómur. — Menn geta fengið krabbamein á öllum aldri. Prófess- >r Czerny, sem kendi við háskól- ann í Heidelberg fyrir 50 árum, var vanur að segja við nemendur sína: , Ellin»varnar því ekki að memi geri heimskupör, og æskan varnar því ekki að menn fái krabbamein.'* Þó vúrðist svo sem mönnum sje hættast við krabba um fertugt. En rjett er að hugsa ekkert um ald urmn, heldur láta lækni skoða sig altuf með'vissu millibili. Árið 1942 herma opinberar skýrslur að 473 börn innan 4 ára hafi veikst af krabbameini í Bandaríkjunum. Og river veit hve mörg hafa veikst án þess að læknar fengi neina vit- neskju um það? Sama árið veiktust þai 3579 unglingar innan tvítugs. Heyrst hafa raddir um það að mismunur sje á krabbameini hjá kórlum og konum. Það á sjer eng- an stað. Smásjárrannsóknir hafa leitt það í ljós. En á hinn bóginn kjma fram alls konar krabbamein, bæði hjá konum og körlum. Skottulæknar halda því fram að hægt sje að lækna krabbamein með innspýtingum og áburði. — Slík læknislyf gegn krabbameini þekkj- ast ekki. En menn þekkja þrjár að- ferðir til að lækna krabba. Fyrst og fremst er það hnífur skurðlækn- isins. Svo eru Röntgengeislar og radíum. En þeir geislar eru vara- samir. Röntgengeislar hafa meira að segja orðið til að espa krabba- mein í risth, Er krabbamein ólæknandi? Nei. Það er hægt að lækna krabbamein, ef það er tekið nógu tímanlega. Það er þess vegna nauðsynlegt að allir viti af hverju krabbamein staf -ar og hvernig það byrjar. Von um fullan bata er því meiri sem fyr verður meinsins vart. Bestu örygg- isráðstafanir gegn því eru að láta lækni skoða sig sem oftast, og svo heilbrigt líferni. MERKILEG TÍÐINDI ÞETTA segir nú þessi læknir. En síðan hafa gerst stórmerk tíðindi í Milano, því að annar læknir þar hefur sýnt, að krabbamein getur verið smitandi. Þetta er kvenlæknir og heitir Ciara Ponti. Hún er af pólskum ættum og stundaði upphaflega nám í Póllandi. Vakti hún þegar athygli á sjer vegna ástundunar og frá- bærra hæfileika. Síðan stundaði hún nám við háskólann í Vínar- borg, las þar sálfræði, bókmentir, heimspeki og þjóðrjettarfræði, en sneri sjer seinast að læknisfræði. Skömmu fyrir stríðið fluttist hún til Milano og lagði nú alt kapp á að kynna sjer krabbamein, rann- saka það og reyna að finna lækn- ingu á því. Nú þykist hún hafa fundið örugga lækningu við því, og í trausti þess hefur hún sýkt sjáLfa sig af krabbameini. Og hún gerði það á þann hátt, er aðrir lænkar töldu, að ekki væri hugs- anlegt. Kona, með krabbamein í brjósti, lá fyrir dauðanum á spítala. Cíara Ponti vakti sjer blóð á hand- >egg og brjósti og lagði sárin við hið vanbæna krabbamein. Tíu dög- um seinna fóru krabbameinsein- kenni að koma í Ijós, bæði á hand- legg og brjósti, en þá var kven- sjúklingurinn dáinn. Þetta var 7. ágúst í sumar, en 26 júlí hafði Ponti sýkt sig af krabbameininu. Frá þessu er sagt í austurrísku blaði hinn 25. október s.l. Og þar segir að Ponti hafi síðan fylgst af miklum áhuga með krabbameim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.