Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
578
Hjer er verið að setja eldingavara á trje, sem Georg Washington forseti gróð-
ursetti á sinni tíð. í greininni er sagt frá því hvers vegna trjám er svo hætt
þegar eldingar eru.
Eins og áður er sagt hafa vísinda-
menn nú komist að eðli eldinga, þótt
ýmislegt sje þar enn á huldu. Þrumu-
ský myndast þegar uppvindar bera
raka hátt í loft upp. Regndropar
myndast þá í skýinu og byrja að
falla til jarðar. En iiman í skýinu
fara hvirfilvindar með ofsahraða.
Þeir þeyta regndropunum til og frá
og tasta þá í sundur, og við þessar
hamXarlr myndast á einhvera. hátt
fráhvarf rafmagnshleðsla, neðst í
skýinu. Þessi hleðsla magnast stöð-
ugt eftir því sem hvirfilvindarnir
tæta regndropana sundur og þeyta
þeim til og frá. Þessi rafmagns-
hleðsla verður þess valdandi, að
beint undir skýinu myndast aðhverf
rafmagnshleðsla í jörðinni eins og
póll, og hann færist til eftir því sem
skýið berst í loftinu. Nú er það svo,
að aðhvert og fráhveyft rafmaga leit-
ast við að sameinast, og þessir tveir
pólar, í skýinu og jörðinni, leitast
því við að sameinast. En loftið er
slæmur rafmagnsleiðari og kemur
lengi í veg fyrir þetta. Hin aðhverfa
rafmagnshleðsla jarðarinnar færist
altaf til, þannig að hún er altaf heint
niðuraf skýinu, og á leið sinni gríp-
ur hún hvert tækifæri til þess að
komast sem næst skýinu. Hún þýt-
ur upp í trjátoppa, húsþök og reyk-
háfa. Rafhleðslan í skýinu reynir
líka að komast til jarðar, og svo fer
hún að senda „forhlaupara“ til jarð-
ar. Þeir komast ekki langt í fyrstu,
ekki nema svo sem 80 fet frá ský-
inu, en þeir sundra frumeindum iofts-
ins eins langt og þeir ná. Við það
verður loftið betri rafmagnsleiðari,
og þannig kemst hver „forhiaupari“
lengra en sá næsti á undan. Og þeg-
ar þeir hafa þannig rutt sjer far-
veg í gegn um loítið, niður undir
jörð, þá fer rafhleðslan í jörðinni að
ókyrrast og einnig senda frá sjer
„forhiaupara11*). Þetta skeður alt á
örlitlu broti úr sekúndu. Ait í einu
ná þessir „forhlauparar“ saman og
eftir þeim farvegi, sem þeir hafa
myndað i gegn um loftið, þeytist nú
hin ógurlega orka úr jörðinni upp i
skýið. Þar af verður eldingin, sem
menn sjá, og þessar eldingar valda
mestu tjóni.
Farvegurinn sem eldingin fer eftir
er stundum ekki víðari en hársbreidd,
en stundum alt að tveir þumlungar í
þvermál. Eftir þessa fyjrstu „spreng-
ingu“ fara svo minni eldingar upp
og niður eftir þessum farvegi milli
jarðar. og skýsins, en tíðleikinn er
svo mikill að mönnum virðist þetta
alt vera sama eldingin, alt rennur
saman í eixm blossa.
Af þessu, sem nú hefur verið sagt,
er skiljanlegt hvers vegna eldingar.
* Þessir forhlauparar eru stundum
sýnilegir og hafa verið kalláðir hræv-
áreidár hjar 4 landh