Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Side 10
574
LESBÓK MORGUNBLAÐSLNS
gera mestan usla á því, sem hæst ber.
svo sem trjám, turnum og háum hús-
um. Rafhleðsla jarðar leitar þar upp
vegna þess að þessir hlutir eru betri
leiðaras en loftið. Þegar hún fær út-
rás skeður það með svo miklum hama
-gangi að trje t. d. tvístrast í agnir
eða sviðna öll innan á augabragðí.
Hinir nýustu eldingavarar eru
stuttir málmfleinar og liggja frá
þeim til jarðar koparþræðir eða gal-
vaniseraðir járnþræðir og svo langt
niður í jörð að þar sje altaf raki.
Stálhús, eins og t. d. skýakljúfarnir
amerísku geta varið sig sjálfir, því
að grind þeirra leiðin rafmagnið til
jarðar.
Eldingavarar eru nú hafðir á mörg
-um trjám, sem mönnum er sárt um
og einnig á flestum minnismerkjum
i Bandaríkjunum, þar á meðal á
frelsisgyðjunni úti fyrir New York
höfn. Einnig eru eldingavarar á öll-
um hergagnaverksmiðjum, einkum
þeim, þar sem þrúðtundur er fram-
leitt.
Miklu tjóni valda eldingar með því
að kveikja í skógum. Er talið að þær
valdi um 6000 skógareldum í Banda-
rikjunum á hverju ári. í austurríkj-
unum fylgir venjulega steypiregn
• eldingunum og kemur í veg fyrir að
mikið tjón hljótist af þeim í skóg-
um. En í Sierra Nevada kveiktu eld-
ingar einu sinni 100 skógarelda á
hverjum degi í viku. Það þarf því að
hafa vakandi auga á skógunum þeg-
ar eldingar geysa og það er ekki nóg
að vitja aðeins um þá staði, þar sem
þeim slær niður. Oft getur virst svo
sem þar sje engin hætta á ferðum,
en eldurinn leynist í trjám og limi
og getur brotist út í ljósum loga eftir
nokkra daga.
MJdg er hætt við því að eldingum
ljósti niður í símalínur og fari eftir
þeim. Hefur það komið fyrir að þær
hafa koibrent simavira, á löngum
köflum, svo að ekkert hefur verið
eftir af þeim. En nú hafa menn fund-
ið upp á því að strengja aðra víra
fyrir ofan símavírana og setja leiðsl-
ur úr þeim í jörð. Þessir vírar verða
þá farvegur fyrir eldingarnar, en
símavírunum er borgið.
Vegna þess að vísindamönnum hef-
ur ekki tekist eins og Borssonum að
skapa eldingunum göngu, og koma
þannig í veg fvrir að þær valdi stói -
kostlegu tjóni, hefur þeim hug-
kvæmst annað ráð. En það er að kæfa
eldingarnar í fæðingu. Það á að gera
á þann hátt, að senda flugvjelar upp
í háloftin og láta þær strá fínmuldum
ísi yfir þrumuskýin, sem eru að
myndast. — Er það dr. Vincent J.
Schaefer forstjóri rannsóknarstofu
General Electric, sem á þessa hug-
mynd. Hann segir að með því að strá
ísdufti yíir skýin muni rakinn i þeim
þjappast saman og verða að ískryst-
öllum og þá geti ekki myndast raf-
hleðsla þar, og þar með sje komið i
veg fyrir að eldingar brjótist út.
Það var líka hann sem á sínum
tíma fann upp á því að knýa fram
regn á sama hátt úr skýum, sem ekki
þjettust nóg til þess að regndropar
mynduðust.
Eftir því sem rafleiðslum fjölgar
og fjölbreyttari rafmagnstæki eru
tekin í notkun, því meiri hætta staf-
ar af eldingum. Á háspennulínum
geta þær valdið spjöllum með tvennu
móti. Annað hvort þræða þær vírann
og eyðileggja spennustöðvar og ann-
an útbúnað, eða þá að þær fara kipp-
korn eftir vírunum en ryðja sjer svo
braut til jarðar og þá fylgir raf-
magnsstraumurinn þeirri braut og
ekkert rafmagn kemst á ákvörðunar-
stað. Til þess að fyrirbyggja þetta
hafa menn fundið upp nokkurskonar
öryggisventla til að setja á rafmagns-
línurnar. Þegar nú eldingu slær nið-
ur í rafmagnslínu, eykst spennan af-
skaplega og við það opnast þessi ör-
yggisventill og hleypir eldingarraf-
magninu til jarðar, en lokast svo sjálf
-krafa aftur og hinn reglulegi raf-
magnsstraumur hefur aftur óhindr-
aða rás eftir vírunum. Þettn skeður
alt með svo skjótri svipan að raf-
magnsnotendur verða varla varir við
það, þeir verða aðeins þess varir að
rafmagnsljósin depla ofurlítið.
Mesta þekkingu á eðli eldinga hafa
menn fengið með því að athuga eld-
ingar, sem þeir framleiða sjálfir og
ráða hvar þær fá útrás. Slíkum eld-
ingum geta þeir „sett stað og skapað
göngu þeirra.“ En þó eru einnig hinar
reglulegu eldingar raimsakaðar. Eins
og áður er sagt lystur eldingutn þrá-
faldlega niður í Empire State Build-
ing. Þess vegna hefur General Elec-
tric komið þar fyrir ljósmyndavjel-
um og allskonar mælitækjum. Mynda
vjelarnar taka sjálfkrafa myndir af
eldingunum og með svo miklum
hraða, að myndirnar sýna margar
eldingar þar sem mannsauganu virt-
ist aðeins vera ein. Mælitækin sýna
hraða eldinganna og afl.
í Pittsfield í Massachusetts á Gen-
eral Electric eldingavjel, sem getur
framleitt 50 feta langt reiðarslag með
15 miljón volta krafti. Þar koma
griðarmiklir rafpólar í staðinn fyrir
þrumuský og jörð, en að öðru leyti
er þetta bygt á þeirri þekkingu, sem
menn hafa fengið á því hvernig nátt-
úran skapar eldingar.
Eldingar geta komið af hvirfil-
byljum, eldgosum, sandstormum og
stórhríðum. Stundum koma þær úr
heiðskinu lofti. Og það er von að
menn óttist þær, því að mörgum hafa
þær að bana orðið. Aldrei skyldi hafa
síma nje hafa útvarp opið í þrumu-
veðri. — Þá er og hættulegt að
standa undir trjám, eða við vatn.
— Annars hefur einn af forstjórum
General Electric látið svo um mælt:
„Ef þú heyrir þrumu, þá er það
sönnun þess, að eldingin hefur farið
fram hjá þjer. Ef þú sjerð eldingu
þá hefur hún ekki hitt þig. Ef elding
hittir þig þá ertu ekki til frásagnar
um það.“
^ ^ ^ ^ ^