Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Page 14
LESBÓlv MOKGUNBLAÐSINS
f Ó78
f sem hafa annað stjðrnarfar. Jeg
held ekki, að á sviði mannlegra
i:enninga sje rokkur tilgáta svo
: ennileg. Og sl yldi einhver vera
' að, þá er það að minsta kosti ekki
hin stalínska trú.
Þessum grun< ívallarmistökum á
hinu sögulega, sálfræðilega og
heimspekilega sviði hljóta að fylgja
með ófrávíkjanlegum rökum allir
hinir fráhrindandi hlutir komm-
! unismans. Árið 1918 var meirihluti
: nssneska lögþingsins andbolsivist-
ískur og þess vegna leystu bolsi-
vikar það upp í trausti þess, að þeir
hefðu á rjettu að standa. Þeir sáu
sig nú nauðbeygða að stjórna með
hreinu valdboði. Og þar sem vald
þeirra skorti lagalegan grundvöll,
urðu þeir að banna alla aðra stjórn-
málaflokka. Ef minni hluti hefur
hrifsað völdin í sínar hendur, verð-
ur hann að geta treyst á lögregi-
una. Af ótta við samsæri skapast
lögregluharðstjórn. Þessi harð-
stjórn hefur svo óánægju í för með
sjer og óánægjan eykur síðan ótt-
ann við samsæri. Þessi ógæfulega
hringrás gerir hring þeirra, sem
völdin hafa, stöðugt þrengri og
eykur hluta þeiiTa manna í völd-
unum, sem ráða yfir lögreglunni.
Fyrr eða síðar finnur lögreglan
upp samsæri í þeim tilgangi að
treysta völd sín eða lætur leigða
menn stofna til þeirra. Að lok-
um tortryggja allir aila: börn
Ijóstra upp um foreldra sína, eig-
inkonur um menn sína. Enginn
veit hvort röðin komi ekki að hon-
um á morgun, — hjá aftökusveit-
inni í leynifangelsinu eða til hins
hæga dauða þvingunarvinnunnar á
heimskautasvæðunum. Þannig lít-
ur sá veruleiki út, sem framkallast
úr hinni ofstækisfullu trú, að mað-
ur hafi fundið leiðina til binnar
jarðnesku paradísar.
í fyrstunni géí ðujkommúnist^n-
ir án þess að shppa völdunum úr
hendi sjer að nunsta kosti tilraun
tfl að koma á efnalegu jafnrjetti,
sem ávalt var eitt af hinum yfir-
lýstu markmiðum sósíalismans. —
Fyrsta kynslóðin, sem vegna sann-
færingar sinnar hafði orðið að þola
útlegð og ofsóknir, lifði áfram spa>'
-lega og nægjusöm. En eins og hver
sem er hefði getað sjeð fram á,
breyttist þetta alt, þegar komm-
únisminn varð óvjefengjanlega
leiðin til persónulegs framdráttar
og lokkaði til sín hina metorða-
gjörnu. Því að til hv.ers væru völd
án raunhæfs hagnaðar? Síðan var
hinn efnalegi ójöfnuður innleidd-
ur markvist að nýu, og. hann er
í dag eftir þeim upplýsingum, sem
fvrir hendi eru, meiri í Rússlandi
en í nokkru öðru landi í heimi.
Fagfjelögin eru einn hluti ríkis-
báknsins. Óánægðan verkamann er
hægt að senda á vinnustöðvar eða
svipta hann skömmtunarkorti sínu.
Hinn hreini öreigi er vanmáttugri
en hann var í Englandi á svartasta
tíma iðnbyltingarinnar. Meðferðin
á landbúnaðarverkamönnunum í
Englandi, eins og henni er lýst í
bók Hammonds: Sveitaþorps verka
-maðurinn, var vissulega hræðileg.
En það er ekki hægt að nefna hana
í sömu andránni og hina mark-
vissu gereyðingu eða brottflutning
miljóna bænda, sem Stalín hefur á
samvisku sinni. Líf Olivers Twists
á vinnustofnuninni var eflaust
ekkert sældarbrauð. En borið sam-
an við tilveru hinna heimilislausu
barna í „Nýrri siðmenningu“ eftir
Webbs-hjónin, var það eins og í
Paradís.
Lestur þessarar bókar liefur fært
mjer heim nýa staðfestingu á þvi,
að tveir hlutir eru öfugsnúnir í
kommúnismanum: einn mikilvæg-
asti hluti kenningar hans og stað-
reynd, sem að meira eða minna
leyti er tilviljun, innan ramma
hinnar sögulegu þróunar hans. Hin
fræðilegu mistök eru spröttm aí
alröngu mati á göllum auðvalds-
þjóðskipulagsins, sem í rauninni
byggjast á hinni stjórnmálalegu
valdaskiftingu og ekki, eins og
Marx helt, eingöngu á hinni efna-
legu valdaskiftingu. Marx, sem að-
eins vildi viðurkenna hin efnalegu
völd sem staðreynd, áleit að valda -
vandamálið myndi missa alt gildi
vfirleitt, ef hin efnalegu yfirráð
væru afnumin. Honum sást yfir,
sem skiljanlegt var á hans tíma,
mismuninn á eignarrjetti og stjórn
fyrirtækis, sem hefur ekki aðeins
þýðingu fyrir iðnaðarfyrirtækin.
heldur einnig fyrir ríkið sem heild.
Ef ríkinu er ekki í reyndinni stjórn
að lýðræðislega, eykur aðeins sam-
söfnun hins efnalega valds í hend-
ur þess ójöfnuð ibúanna í stað þess
að draga úr hpnum.
Hitt atriðið er, að kommúnism-
inn á ekki rætur sínar a.ð rekja
til neins ákveðins flokks, heldur í
fjelagsskap samsærismanna. í Rúss
iandi keisaranna lifðu allar bylt-
ingarhreyfingar ólöglega og þjáð-
ust þess vegna stöðugt af tortrygn-
ipni um það, að hver sem væri af
meðlimunum gæti verið njósnari
eða undirróðursmaður. Þetta and-
rúmsloft leynibruggs, tortrygni og
öryggisleysis varð frá upphafi lífs-
andi hreyfingarinnar og hefur vec -
ið það alt fram á þennan dag,
einnig meðal kommúnista í vestur-
álfu. Það hindrar hverja tilraun að
ræða við kommúnismann. Komi
einhvern tíma til þriðju heims-
styrjaldarinnar, þá yrði þetta or-
sökin.
„Jeg gekk út á hinar dimmu göt-
ur Chicago-borgar og gekk heim á
leið og var mikið niðri íyrir. Aft-
ur og aftur sagði jeg við sjálfan
mig, að jeg yrði að læra að standa
á eigin fótum.“ Þessi orð úr frásögn
Richard Wrights lýsa þeim anda,
sem ríkir í öllum greinunum í bók-
inní. Hver bessara manna hefur
crðið fyrir sáruir. vonbrigðufn, eít-
ir að þeir heldu sig hafa fuudið