Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
579
AMERlSKAR KÍMNISÖGUR
LÖGFRÆÐINGUR kom spreng-
móður út að námu og kallaði þar
niður á Michael Finjierty.
— Hver er að spyrja um mig?
var svarað með dimmum rómi.
— Jeg er að spyrja um þig, svar-
aði lögfræðingurinn. Ertu ekki
ættaður frá Castlebar í Mavo
County?
— Jú.
— Hjet ekki móðir þín Maria
og faðir þin Owen?
— Jú.
— Þá hefi jeg þá gleðilegu skyldu
að tilkynna þjer, mr. Finnerty, að
Katrín frænka þín er dáin heima
á gamla landinu og að hún hefir
látið þjer eftir tuttugu þúsundir
dollara. Komdu þegar upp úr nám-
unni.
Það leið góð stund og' lögfræð-
ingurinn gerðist óþolinmóður,
— Mr. Finnerty, kallaði hann.
Mjer ieiðist að bíða.
—Jeg' kem rjett bráðum, kall-
aði Finnerty aftur. Jeg er aðeins
að velgja verkstjóranum undir
uggum.
Næstu sex mánuði gekk Finnerty
með háan hatt og á mjúkum leð-
urskóm, Hann lifði í vellystingum
praktuglega og kostaði kapps um
að lækna óþolandi þorsta, sem hann
hafði fengið. Og s\m fór hann aftur
til vinnu sinnar í námunni. Og þar
von og yl hins mannlega samfje-
lags í kommúnismanum. I stað
frelsis fundu þeir harðstjórn, í stað
jafnrjettis sjerrjettindi allra teg-
unda: í stað bræðraiags hatur og
tortrygni. Hinn persónulegi harm-
leikur í þessum vonbrigðum hefuv-
næstum enn dýpn áhrií en hinn
itórkosiegi, ópersónulegi harœ-
leikur í íalii kommúmsmans.
rakst lögfræðingurinn á hann
nokkru seinna.
— Mr. Finnerty, sagði hann. Aft-
ur færi jeg þjer góðar frjettir. Nú
er föðurbróðir þinn á gamla land-
inu dáinn og hefir arfleitt þig að
aleigu sinni.
— Jeg kæri mig ekkert um það,
sagði Finnerty og hallaðist fram á
mölbrjótinn sinn. Jeg er nú ekki
jafn hraustur og jeg var áður, og
jeg held að jeg hafi það hreint
ekki af, ef jeg á að lenda í sömu
ósköpunum aftur.
Achmed Abdullah rithöfundur
var ættaður frá Afganistan, sonur
fyrverandi iandstjóra í KabuL
Hann fekk mentun í Evrópu og
ferðaðist síðan víðs vegar um heim.
Hann var annálaður málamaður og
hann lærði ýmis tungumál þar sem
hann ferðaðist.
Einhverju sinni var hann stadd-
ur í Kairo. Þá kom til hans egypsk-
ur liðsforingi og bað um aðstoð
hans. Þannig var mál með vexti
að lögreglan hafði tekið fastan
Svertingja, sem var að flækjast þar
á götunum og' þótti grunsamlegur,
en þegar átti að fara að yfirheyra
hann, þá skildi hann ekkert, sem
við hann var sagt. Og nú var
Abduiiah beðinn að reyna mál-
kunnáttu sína.
Hann varð íúslegu við því að
hjálpa lögreglunni og fór með iiðs-
foringjaniun til fangelsisins þar
sem Surtur var geymdur. Það var
ekki neinum blöðum um það kð
fietta að fanginn var af afríköusku
kyni og að hann var skelfilega
hræddur. Auk þess var varla sjón
að sjá hann, því að hann var í hin-
um argvítugustu görmum, sem
hann hafði synilega tínt upp af
götu sinni.
Abdullah byrjaði þegar að yfir-
heyra manninn, fyrst á frönsku,
þá á afganisku, tyrknesku, tibet-
önsku, grísku, kínversku, pers-
nesku og batuönsku. En þ>að var
auðsjeð að fanginn skildi ekki eitt
orð í þeim málum. Hann giápti
eins og fábjáni á spyrjandann og
skalf af hræðslu. Þá vendi Ab-
dullah sínu kvæði í kross og
reyndi ýmsar mállýskur, sem tal-
aðar eru í Sahara, síðan nokkrar
mállýskur frá Kongo og seinast
Zúlúamál. En það var alveg sama
— fanginn skildi ekki eitt einasta
orð.
í örvæntingu sinni sagði þá
Abdullah á ensku:
— Mjer þætti gaman að vita
hvers konar fugl þú ert.
Það var eins og Svertinginn hefði
verið snertur með töfraspröta.
Hann stökk á fætur, Ijómandi af
gleði og hrópaði:
— Jeg er úr Hvitasunnusöfnuð-
inum.
Og þá kom í ljós að þetta var
Svertingi frá Alabama. Hann hafði
verið háseti á vöruflutningaskipi
frá New Orleans, stokkið allsnak-
inn fyrir borð þegar skipið var
skamt frá Afríkuströnd og synt í
land til þess að komast til frænda
sinna. En mótttökurnar voru þann-
ig að hann var orðinn hálfvitlaus.
MacTavish var boðinn í skírnar-
véislu. Þar var fjöldi fólks og veitt
af kappi.
Þegar veislan stóð sem hæst, reis
MacTavish á fætur, gekk fyrir
Iivern veislugest og kvaddi hann
með nafni og handabandi. Þegar
liann kom að húsbændunum, vildu
þeir ekki heyra það neint að hann
færi svona fljótt, veislan væri rjett
aðeins að byrja.
— Nei, jeg er ekki að fara, sagði
MacTávisli, en jeg geri það svona.
til vonar og vara að kveðja á með-
an jeg bekki alla.