Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 617 að þakkarguðsþjónustur sjeu haldnar um land alt á vissum degi, að hafin sje útgáfa kirkjulegs tímarits. Og loks, að stofnað sje kristniboðsfjelag „á sjálfu Lögbergi, þeim hinum sama stað, þar sem kristin trú var á sínum tíma lögtekin.“ Telur hann það vera „kórónu alls hins“ og ver lengstu máli til að rökstyðja það. Bæði sje það Guðs vilji samkvæmt hinsta boði Jesú og kristni lands- ins í hag. Þátttaka í kristniboði myndi glæða trúarlíf í landinu, enda hefðu ýmsir afbragðsmenn, eins og til dæmis síra Jón í Möðru- felli, Hálfdán prófastur Einarsson, Helgi biskup Thordarsen og Hall- dór prófastur í Hofi, sýnt fram á það í orði og verki. Hann getur ýmsra vandkvæða og fordóma í sambandi við þetta mál, en ekkert muni því þó að fótakefli verða. „Það verður stofnað kristniboðs- fjelag,“ segir hann, „til að kristna heiðnar þjóðir, undir innlendri stjórn, með innlendum samskota- sjóði, til að kosta innlendan mann til kristniboðs, á þeim stað hins heiðna heims, sem sjálfum oss kemur saman um.“ Sjálfur var hann fús til að verða kristniboði, hefði heilsa og aðstæður leyft. Ritgerð síra Gunnars endar á snjöllu ljóði, sem hefur að líkind- um verið hans síðasta. Það er svanasöngur deyandi Guðs vinar. Eitt erindið er á þessa leið: Sjá, til er annað frelsi frjálsra manna en frelsi það, sem snertir stjórnarbót. Eg á við frelsi sálarinnar sanna, er syndafjötrin sporna hart á mót. Og þetta er einmitt frelsið það hið fríða, sem frjáls og göfug efla skyldi þjóð. Því hnossi skyldi miðla meðal lýða, sem meira er vert en eigið hjartablóð. Hafði þá þessi ritgerð síra Gunn- ars Gunnarssonar nokkra þýðingu? — Komust tilíögur hans í fram- kvæmd? Ritgerðin átti mikimi þátt í að vekja þjóðlegan áhuga og glæða þakklæti til Guðs, sem lýsti sjer svo fagurlega þjóðhátíðarárið, mesta og sannasta fagnaðarár, sem þjóðin hefur lifað. Það drógst nokkuð að tillögur hans kæmust í framkvæmd. Hann lifði það ekki að sjá vonir sínar rætast. Hann dó á „aðfangadegi þjóðhátíðarinnar,“ en svo nefndi hann árið 1873. Hann sá miklar sýnir í árgeislum hins nýa dags þjóðar sinnar, en þá var ævidagur sjálfs hans að kvöldi kominn. En sýnirnar urðu veruleiki. Von- irnar rættust. Saga landsins var rituð, sjerstök guðsþjónustugerð haldin um land alt þjóðhátíðarsum- arið. Ný sálmabók var gefin út (1886) og kirkjulegt tímarit stofn- að (1891). Og kristniboðsfjelag var stofnað í sambandi við þjóðhátíð- ina á Þingvöllum 1874. Það varð að visu ekki iangært. Forustuna vantaði. En með stofnun „Sam- bands íslenskra kristniboðsfjelaga“ 1929 rættist vonardraumur og spá síra Gunnars. —oOo— SÍRA BJÖRN HALLDORSSON talaði yfir moldum vinar síns. — Margt höfðu þeir átt sameiginlegt og verið nánir vinir, enda gætir mikils trega í húskveðju síra Björns. Þeir voru báðir sálmaskáld góð, orðlagðir kennimenn og barna -fræðarar, fylgdust af áhuga með í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og skrifuðu ýmislegt um öll þau efni. Það átti fyllilega við um síra Gunn- ar, sem sagt er um trúmanninn, Björn prófast í Laufási: „Hann helt fast við fagnaðarerindi Krists sam- kvæmt skilningi kirkjunnar á því.“ Mikil vinátta var með síra Gunn- ari og síra Matthíasi Jochumssyni. Telur Matthías hann til sinna bestu vina, í brjefi til Steingríms Thor- steinssonar, Og í sjálfsævisögu sinni segir síra Matthías, að síra Gunnar hafi í skóla verið bekkjar- bróðir sinn, sem hann „snemma batt vinfengi við. Lásum við und- ir það hálfu meira en skyldan knúði til.... Síðari veturinn vor- um við tveir einir í (presta) skólan- um. Vorum við mjög elskir saman og fræddum og örvuðum hvor ann- an kappsamlega.“ Enn segir hann: „.... sagði jeg engum manni, eftir að ástvinur minn Gunnar Gunn- arsson dó, frá leyndarmálum mín- um eins og þau voru.“ Síra Matthías var staddur í Cam- bridge á Englandi, er honum barst írjettin rnn lát síra Gunnars. Orti hann þá eitt af sínum andríkustu og fegurstu erfiljóðum. Þykir mjer hlýða að ljúka þessum þætti um síra Gunnar með versi úr þeim. „Guðleg sól, á Gunnars leiði geislum stafa þú öld af öld úr háu heiði, helg og mild sem nú! Því jeg hygg á þúsund árum, þjóðar vorrar brann ljós þitt ei á erfitárum eftir betri mann.“ W W W ^ 3L llm ra uís u r VÍSU þessa kvað Harastaða-Einar um flakkara í Dalasýslu: Vergang þróa fer um frón frækinn glófa-raftur Hannes mjói hróðrarflón, Hjela og Jóhann kjaftur. Þau, sem um er kveðið voru: Hannes stutti Hannesson, mesti glímumaður og kvæðamaður (d. 1894); Gunna hjda fJökkukind í Breiðafjarðardölum og Jóhann stormur, eða stríðsmann, eða kjaftur, alræmdur flökkukarl í Dala- sýslu, hafði verið einn af fylgjurum Jörundar hundadagakonungs. Seinna kom Jóhann til Einars og bað hami blessaðan að kveða sig og Gunnu hjelu í sundur. Þá kvað Einar: Hjela og Jóhann hafa sóað trygðum, syndageitum síkafinn sundursleit þau andskolimr. „Hafðu margblessaður gert, Emar,14 sagði þá Jóhann,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.