Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 14
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS OPNA KIRKJAN Á GOLDWATER Canyon Avenue i Hollywood, - xamt þaðan er hinir g’.a. tlegu náttklúbbar eru, stend- ur iítil og óásjáleg kirkja. Hún er kolluð litla, brúna kirkjan. Prest- urinn þar, sjera John Wells, bygði hana með eigin höndum. Hún er ómáluð, því að hann hafði ekki efni á að mála hana. Og upphaflega var þar ekkert skraut annað en grænn grasi gróinn bah fyrir fram- an hana. En þegar kirkjan var full- ger, setti presturinn auglýsingu við dyrnar: „Opin allar nætur“. — Kirkju’mar eru venjulega að- eins opnar kl. tO—4 á daginn, segir hann. En jeg er viss um að fólk þarí helst tyrk og f álp kirkj- unnar að halda frá kl. 10 á kvöld- in til kl. 4 á morgnana. Það er á nóttvuni, sem crvæntingin kemur yfir menn. að minsta kosti í þess- ari borg. Presturtnn sefur í ’’Uu afhysi bak við kirkjuna. En við kírkju- dyr er bjalla og menn þurfa ekki annað en hringja henni, þá geta þeir náði tah af prestinum á hvaða tíma sem er. Það er nótt. Engin umferð á göt- unum, nema hvað bíll sjest á fleygi ferð eftir Coldwater Canyon Ave- nue. Hann staðnæmist \dð opnu kirkjuna, og út úr honum stígur ung og falleg stúlka. Við birtuna af götuljósum má sjá að hún hefir grátið. Tárin eru enn á kinnum hennar. Hún gengur rakleitt að kirkju- dvrunum og hringir bjöllunni. Prestur vaknar í rúmi sínu, lítur á klukkuna og sjer að hún er þrjú. Hann fer á fætur og gægist fram í kirkjuna. Þar sjer hann ungu stúlkuna, sem bíður hans. Hann dregur morgunskó á fætur sjer og fleygir yfir sig morgunslopp og gegnur síðan til fundar við hana. Hún hefir komið beint úr nátt- klúbbnum. Presturinn þekkir hana ekki. Hún sagði honum sögu sína — eina af ótal um sorg og von- brigði og ill örlög þeirra, sem gefa sig á vald Hollywood glaumnum. Hún var æst og brennandi af hatri, en í raun og veru var hún ekki annað en hrætt barn. Presturinn hlustaði á sögu hennar, en sagði ekki neitt. Hann vissi að hún þurfti að ljetta á hjarta sínu. Eftir nokkra stund gat hann þó sveigl talið að æskuheimili hennar. Og eftir nokkra stund skar hún upp úr með það, án þess að hann hefði ymprað á því, að hún væri einráðin í að fara heim. Svo fór hún og prestur frjetti ekki af henni fyr en löngu seinna. Þá leið henni vel. Það sem bjargaði henni var að kirkjan var opin, segir prestur. Prestinum verður yfirleitt ekki svefnsamt um nætur. Menn eru altaf að hringja og hann talar við þá og veitir þeim huggun og hug- rekki, eða þá að hann segir ekki neitt, en lofar þeim að tala um raunir sínar. Það ljettir svo dæma- laust mikið, að mega taia við ein- hvern af trúnaði. Oft er fólk þetta olvað. Það kemur beint úr náttklúbbnum eins og stúlkan. Þetta eru ekki rónarn- ir af götunni, heldur rónar hinna glæsilegu sala í Hollywood. Sumir eru vel efnaðir og hafa góða at- vinnu. Aðrir hafa mist sína góðu atvinnu. Eitt er sameiginlegt með þeim öllum að þeir eru örvílnaðir og mundu hafa gripið til örþrifa- ráða, ef litla kirkjan hefði ekki staðið þeirp opin, þegar beir bótt- ust ekki geta risið undir sálar- kvölunum. — Jeg er enginn dýrhngur sjálf- úr, segir presturinn, og jeg veit af eigin reynslu hvað að þeim geng- ur. Þess vegna er mjer auðvelt að sýna þeim skilning. Jeg var einu sinrii á glapstigum. En svo birtist mjer ljós og jeg bjargaðist. Þess vegna er jeg færari um að hjálpa öðrum. Og vegna þess að jeg skil þá, treysta þeir mjer. Það er ekki hægt að bjarga neinum nema því að eins að hann treysti manni. En hjálpin verður að koma á þeirri stundu, þegar hennar er mest þörf. Haldið þið máske að þetta örvíin- aða fólk bíði eftir því að kirkj- urnar verði opnaðar klukkan 10 að morgni, til þess að leita sjer hjálp- ar og hugsvölunar þar? Opna kirkjan hefir bjargað ótal mönnum og konum. Hún hefir leitt þá inn á rjetta braut, vakið hjá þeim traust á guði og trú á lífið. Margt af þessu fólki kemur aftur — og þá í öðrum erindagerð- um. Það kemur til að gifta sig, og það kemur með börn sín til skírn- ar. Og það kemur altaf í htlu kirkj- una á sunnudögum, þegar prestur- inn segir frá reynslu sinni og þekk- ingu á hörmungum mannanna. Fólkið, sem hann hefir bjargað, er þakklátt. Til hans streyma pen- ingagjafir, sem hann veit ekki frá hverjum eru. Honum eru líka send- ir margir dýrindis kirkjugripir til þess að skreyta kirkjuna. Hann veit ekki hvaðan þeir koma. Stund- um eru þeir sendir í pósti, en stundum er komið með þá í „lúx- us“-bifreiðum, og bifreiðastjórarn- ír afhepda þá skýringarlaust. — Skreytingu kirkjunnar miðar altaf áfram, en presturinn veit ekki hverjir geíendur eru. Hann veit það eitt, að hver og einn gripanna er tákn þess, að hann og opna kirkjan hafa bjargað örvæntingar- fuhri sál

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.