Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 821! MANNSÆVIN 120 ÁR NÝJUSTU rannsóknir sýna að hægt er að lengja aldur dýia mikið, og þá ættí að vera hægt að lengja alaur manna að sama skapi, og jafnvel gera menn svo að segja ódauðlega. Tvo menn verður hjer að nefna fyrst til sögu, Thomas S. Gardner, efnafræðing í Rutherford í New Jersey og Edward Wenis aðstoðar- mann hans. Þeir hafa um nokkurt skeið haft í fóstri „guinea pig’‘, sem þeir nefna Pjetur mikla. Hann hefir verið alinn á sterkum fjör- eínum og gerefni í því skyni að lengja líf hans. Og það hefir tek- ist. Hann er nú orðinn svo gamall að samsvara mundi því að maður væri 148 ára, og hann er enn hinn brattasti. Af þessu eina dæmi er ekki hægt að draga þá ályktun, að menn geti Jiíað svo lengi. En Pjetur er ekki eina dýrið, sem tilraunir hafa ver- ið g'erðar með. Tilraunirnar skifta þúsundum, og allar benda þær í sömu átt, að auðvelt sje að lengja lifið. Gardner segir að lífið sje eins og klukka, sem má færa aftur á bak. „Það eru mestar líkur til þess, segir hann, „að eftir tíu ár verði þessum rannsóknum svo langt komið, að þá verði hægt að lengja líf manna svo, að þeir geti að minsta kosti orðið 120 ára“. Vísindin haía fyrir löngu komist að því, að ekkert „ákveðið lífsskeið'1 er HL Það sjest einnig á því hvað meðalaldur marma hefir hækkað hin síðari ár. Meðalaldur steinald- armannsins, sem bjó í hellum, var ekki nema 18 ár. Méðalaldur fólks í Indlandi er ekki nema 27 ár. Með- alaldur Rómverja hinna fornu var 22 ár. Fyrir 100 árinn var meðal- aldur Bandaríkjamanna 41 ár, en er nú 65% ár. Það eru aðallega veildndi, viðurværi og húsakynni, sem hafa áhrif á meðalaldur manna, en auk bess koma svo hán- ir svekölluðu hrörnunarsjúkdómar, þegar hjarta, lifur, lungu og nýru bila, eða æðar kalka. Henry S. Simms dr. við Colum- bia háskólann, hefir sagt, að geti menn sneitt hjá sjúkdómum og hrörnun, þá geti þeir lifað í 800 ár og jafnvel í alt að 22.000 ár. Nú hefir læknavísindum tekist að sigrast á flestum sjúkdómum og hlnir og aðrir vísindamenn eru að uppgötva hvernig á að sigrast á hrörnun. Hjer eru nokkur dæmi: Dr. Henry Clegg Sherman, fyr- verandi prófessor við Columbia háskólann, hefir getað lengt líf í rottum um 10% með því að gefa þeim A fjörefni. Dr. T. Robertson, áslralskur vís- indamaður, hefir lengt æviferil músa um 17% með því að gefa þeim gerefni. Dr. Anton J. Carlson við háskól- ann í Chicago, hefir tekist að lengja líf hjá rottum um 20%, að- eins með því að láta þær fasta þriðja og fjórða hvern dag. Dr. C. M. McDay við Cornell há- skólann, hefir lengt líf hjá rottum um 50% með því að láta þær ekki fá nema lítið af Jxiirri fæðu( sem er rík af hitaeiningum, en aúka við þær steinefni og fjörefni. Dr. Gardner hefir lengt ævi musa um 10% með því a'ð gefa þeim gerefrú. Vísindamenn vita það, að hrörn- unarsjúkdómar koma af því, aö smám saman safnast fyrir í líkam- anum ýmis úrgangsefni, sem hann getur ekki losað sig Við, og eins í blóðinu. Sje hægt að finna ráð til bfcss að losa líkamanr. víð bessi efni, þá keamr það af sja*ín sjer að Iífið lengist 1 Fyrir 30 árum gerðu tveir fræg- ir vísindamenn, dr. Alexis Carrel og dr. P. Lecomte du Nouy merki- lega tilraun á gömlum hundi. Þeir ljetu honum blæða út nær til ólíf- is, hreinsuðu blóðið og dældu því síðan í æðar hans að nýu. Þegar hundurinn rjetti við var hann orð- inn ungur í annað sinn. Hann gekk úr hárum og fekk frábæra matar- lyst og auk þess fekk hann nýan dug til ástamála. Þessi tilraun hef- ir ekki verið endurtekin, en vís- indamenn eru nú að reyna að finna meðul er að gagni geta komið til þess að hreinsa blóðið. En ætli menn að lengja líf sitt, þá er mest komið undir því á hverju þeir nærast. Fjörefnið B-6 hefir haft undraverð áhrif í þá átt að lengja líf flugna. Pjetur mikli fekk aðeins fjörefni frá fæðingu, en hann var orðinn „öldungur** þegar hann var 700 daga gamall. Þá var farið að gefa honum gerefni til við- bótar og þá kastaði hann elli- belgnum. Dr. Gardner liefir nýlega skor- að á menn að hugsa meira um að rannsaka lífið, og verja fremur fje til þess en að búa til kjarnasprengj- ur. „Sennilega drep jeg mig á of mikilli vinnu“, segir hann, „en dóttir mín gæti vel orðið 120 ára, ef hún ferst ekki af slysi eða kj arnasprengingu.” í I t ? BERNARD SHAW var enn einhleyp- Ur árið 1897. En þá ritacn hann vini sinum þetia brjef: — Jeg sr orðmn leiður á þess" og vil giftast. Þeltkirðu nokkra sæmilrga hrausta konu um sextugt, sem er vön að matreiöa græil- meti og kann svo mikið í lescri og skrift að hún geti sent manni sínum brjef þegar hann er áð heiman? Ann- ars má hún vera ómcrtuð með öllu. Hún þarf að vera þokkaleg og geð- góð. Best að hún ætti er.ga ættingja. Sú gergur fyrir, sem áiirei hefur f leikhús komiö. ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.