Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ' 619 þeirra blaða, sem ekki vildu breyta stefiiu sinni og helt það áfram að láta áreiðanlegar frjettir ganga fyri r öllu öðru. Á síðustu fimmtíu áru n hefur fiokkaskiptingin orðið glej gri og ný áróðurstæki, t. d. útví rpið, hafa komið til sögunnar, og við það hefur áhrifavald Times minnkað. En þótt bein áhrif blaðs- ins r.jeu nú minni, er hlutverk þess í þj( ðfjelaginu ekki ómerkara. Þeg- ar Lincoln ljet falla orð sín um Times var vald þess mikið og því beit'; óspart. Blaðið var frjálst og óháð öllum flokkum, en það hafði sko< anir, sem það fylgdi fram af eldnóði. En á þessari miklu bar- áttu og ófriðaröld hefir Times orð- ið spakara. Það hefur eins og fyrr- um kappkostað að flytja traustar frjeitir, en í málaflutningi sínum hefur það fyrst og fremst reynt að sýöna veilurnar í öfgafullum skoð- unum í þeirri trú, að með því að sýna mönnum allar hliðar hvers máls, stuðli það að auknum skiln- ingi og samkomulagi. Svo vel hef- ur því tekist að fylgja fram þess- ari stefnu sinni, að það nýtur fulls trausts allra flokka. Sjál istæði Times. Margar hættur steðja að sjálf- stæði og hlutleysi blaða. Það hefur þegar verið um það rætt, hvernig Times losaði sig undan öllum styrkjum, sem gerðu það háð skoð- unum valdhafanna. Auglýsingar eru ein helsta tekjulind blaða og hafa auglýsendur oft reynt að beita aðstöðu sinni til að hafa á- hrif á stefnu þeirra, en þeirri hættu tókst Times fyrir löngu að vísa á bug. Á árurum 1845—46 var blað- ið þ ígar orðið svo óháð þeim, að það barðist með oddi og egg gegn járn orautarbraski því, sem þá geis- aði, enda þótt það hefði feikna- miklar tekjur af auglýsingum jám- brautarfjelaga. Var þetta eitt af þvi, sem vakti athygli manna og sýndi þeim, hve sjálfstætt og öflugt blaðið var orðið. Höfuðhættan er þó sú, að eigend- ur blaða misbeiti valdi sínu, og noti þau sem einkaáróðurstæki sín. Einnig hefur gróðafýsn eigend- anna gert mörg stórblöð nútímans að áhrifalitlum skemmtiritum, þar sem slúður er látið sitja fyrir frjett- urn. Times er einkafyrirtæki, en sú hefð hefur fyrir löngu myndast, að eigandinn gerði enga tilraun til að binda hendur ritstjóranna eða hafa áhrif á hlutleysi blaðsins á annan hátt. Árið 1923 var sett á stofn nefnd, sem í eiga sæti meðal ann- ars yfirbankastjóri Englands- bankta, rektor All Souls College í Oxford og einn yfirdómari. Á þessi nefnd að sjá um, að engir eignist hlutabrjef í Times, sem ekki vilja gangast undir að viðhalda stefnu þess og sjereinkennum. Er svo fyr- ir lagt, að blaðið skuli vera óháð öllum flokkum og stofnunum og það skuli ekki vera rekið í gróða- skyni. Ýmislegt um Times. Það hefur verið sagt um Times að það fylgi alltaf þeirri stjórn, sem situr við völd, að málum. Þetta er vafalaust að miklu leyti rjett og leiðir það af stefnu blaðsins. Það er alltaf markmið þess að efla sam- heldni þjóðarinnar og styrkja að- stöðu ríkisins innanlands og utan. Reynir það því alltaf að skýra sem best og styðja stefnu stjórnarinn- ar og draga úr öfgafullum ádeil- um stjórnarandstöðunnar. Ekki er það samt svo að skilja, að Times fylgi öllu, sem stjómin gerir, en hver sú stjórn, sem hefur meiri- hlutavilja þjóðarinnar bak við sig, getur treyst því að fá að njóta vin- samlegs hlutleysis Times. Það er mikil ástríða Englend- inga að skrifa blöðunum brjef um áhugamál sfn. Til dæmís um það má nefna, að maður einn taldi sig hafa sett met fyrir tveimur ár- um í þessari grein, hafði hann skrifað blöðum og tímaritum 21000 brjef og fengið 4500 þeirra birt. Ekki fekk hann met sitt stað- fest, því að aðrir þóttust hafa gert betur. Brjefadálkur Times er mjög frægur og hafa þar birst brjef, sem mikil áhrif hafa haft á gang sög- unnar. Brjef Nansens til Times ár- ið 1905 hafði eins og kunnugt er mikil áhrif á afstöðu Englendinga og annarra stórþjóða til deilunnar milli Norðmanna og Svía. Jafn- vel einræðisherrann Mussolini skrifaði Times til að svara ádeilum blaðsins á hendur stjórn hans. Flest eru þó brjefin um Ijettara efni. Upp á síðkastið hefur til dæm- is verið mikið deilt um járnbraut. sem ítalir ætla sjer að leggja upp á Matterhorn, en með því finnst fjallgöngumönnum þessum göf- uga tindi vera gerð mikil svívirð- ing. Brjefin eru eina efni í Times, sem birt er undir nafni Allar aðrar greinar eru nafnlausar og eru dul- nefni ekki leyfð. Er þetta gömul stefna blaðsins og á efalaust sinn þátt í því að auka sjálfstæði þeirra, sem í það rita. Ritstjóri Times er með áhrifamestu mönnum lands- ins, en nafn hans er hvergi að finna í blaðinu og það er leitun á manni, sem veit, hvað hann heitir. Times og sagan. Times hefur sjerstöðu meðal enskra blaða, en það er ekki að- eins vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á málefni líðandi stundar, heldur einnig vegna þeirra áhrifa sem það hefur á ritun sögunnar. Á hverjum ársfjórðungi er gefin út nafna- og atriðaskrá yfir allt, sem birtist í Times. Skrá þessi, sem nær aftur undir miðja mtjándu öld, er afar nákvæm og gerir manni kleift að fletta á skammri stund

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.