Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 10
LESBOK morgunblaðsins f C22 halda að þær sje hrjóstugar og leiðinlegar. En þeim, sem kynnist þeim, þykja þær fagrar. Um hásumarið voru þær harðar Og þurrar. Þar var hvergi skugga að fá nje drykk til að svala þorsta. Þá þreifst skellinaðran þar best. En á vorin, haustin og vetuma var gaman að vera þar. Og göngurnar tirðu mjer eins mikið til gleði og hressingar. Þegar jeg fór um þær á vetrum, þá var þar fátt um líf. Kaldur gust- ur stóð af fjöllunum Adams og Rainier. Meðan jeg strevttist á móti horum var jeg altaf að hugsa um það hvar jeg gæti fundið skjól og kveikt eld. En á heimleiðinni, þeg- ar vindurinn stóð í bakið á mjer, þá fanst mjer eins og einhver kvngi -kraftur byggi í mjer. EIN fjallaferðin er mjer sjerstak- lega minnisstæð. Það var snemma vors. Jeg hafði farið að heiman í rökkurbyrjun og gengið upp á bera hálsinn vestur af Selah Gap. Það var heiðskírt loft og tunglið var að koma upp. í vestri reis Mount Adams „háaxla" eins og Lewis og Clark lýstu honum er þeir sáu hann 2. apríl 1806. í norðri reis Mount Rainier, hár, kaldur og svip- mikilL Fyrir neðan mig var farið að tendra Ijósin í borginni. Áin Yokima var eins og ljóst band, þar sem tunglið skein á hana milli dökkra skógarlunda. Yfir mjer tindruðu stjörnur him- inhvolfsins. Þetta voru sömu stjörn umar, sem höfðu horft á þessar hæðir og fjöll rísa úr ægi. Þær höfðu líka horft á Columbía-hraun- ið velta glóandi bvert yfir landið, svíða alt er fyrir vaið og kæfa skcyana undir sjer, svo að loftið varð svart af reyk. — Þær höfðu einnig sjeð ísöidina færast yfir þetta land og breiða yfir það snjó eg jökuL Þær höfðu sjeð hvemig imálekk urðu að hinom miklu fljótum Columbia og Yakima. Og þær höfðu sjeð jöklana bráðna aft- ur. Sí 5an sáu þær hvernig ósýnileg ' hönd breiddi gróður yfir eyðimörk • ina og hún fyltist af allskonar dýr- um. Þær sáu þegar Indíánar komi’ að norðan og dreifðust út um alt meginlandið. — Og þúsundum ára seinna sáu þær nýa menn koma, menn, sem deildu og elskuðu, menn sem bygðu hús, lögðu vegi og rækt- uðu aldingarða, menn sem reistu kirkjur og lyftu augum sínum til himins í bæn. Þetta kvöld held jeg að mjer hafi fyrst orðið ljóst hvað maður- inn er lítill. saman borinn við nátt- úrura. Hann lifir svo stutt, að ald- ur hans verður ekki mældur á samá' mælikvarða og járðsagan. Meðan jeg stóð þarrtá uppi heyrði jeg þjóta í fjöllunum langt f burtu. Þar var fjallaþeyrinn að koma. — Fyrst ljek hann um gróðurinn við fætur mjer, svo að song við. Svo strauk hann mjúkur og hlýr um kinnar mjer og hárið. Þetta er góð- ur vindur. Hann færir auðninni regn. Hann hleypir hita í blóðið. Honum fylgja töfrar; hann þarf ekki nema að snerta snjóinn til þess að hann bráðni. Þetta kvöld varð hann mjer í- mynd þess hvað náttúran er góð við mennina. Hann varð mjer fyr- irheit um það að maður nýtur lífs- ins, ef maður leitar hjá því styrks, hugrekkis og heilbrigði, í stað þess að steyta hnefann að forsjóninnL Þetta kvöld fann jeg frið. Jeg fann að jeg var hluti úr alheimin- um, að jeg var bróðir hins góða fjallrþeys, sem flutti með sjer líf og yL Þá fyrst skynjaði jeg þá lífspoki, að draumar og V'onir manns eru betri mælikvarði á al- lífið heldur en óttinn, að mannin- um sje ætlað hlutverk í lífinu, þótt hann sje enn varla farinn að skilja þafþ , &c arna hjaí Einu sinni kom Stína í heimsókn með mömmu sinni, þar sem vant var að bera þeim kaffi og alls konar góðgerðir. En að þessu sinni var þeim ekki boðið neitt og töfðu þær þó lengi. Þegar þær voru að fara sneri Stína sjer við í dyruniun og sagði: „Takk fyrir kaffið“. Amma var að kenna Lóu að þekkja á klukkuna: — Þetta eru nú klukkustundirnar, og þetta eru mínúturnar og þetta eru sekúndurnar. — En hvar eru þá augnaþlikin? í • • f * t •. ★ y , ;/ Einu sinni kom ógmlegt flóð uppi í sveit. Tvö lítil börn gátu foröað sjer upp á þak á hlöðu, en komust ekki þaðan, því að flóðið hækkaði og hlaðan var að fara í kaf. Neðan við hana myndaðist hringiða. Alt í einu sjer annað þeirra hvar hattur kemur fljótandi og flýtur fram hjá skemmunni nokkurn spöþ snýr þar við og upp að skemmunni aftur. Síðan tekur hann á rás, en það fer á sömu leið, eftir litla stund snýr hann við og kemur upp að skemm- unni aftur. Þá segir annað barnið: Það er skritið að hatturinn skuli fara svona fram og aftur. En hitt svaraði: Þetta er meira en hattur. Þetta er hann pabbi að slá. Hann sagði í gærkvöldi: Þótt hann rigni eldi og brennisteini þá skal jeg slá á morgun. Dóra litla rar ósköp montin af þvi að fræDdi hennar var útvarpsþulur, og sagði oft: — Nú er hann frændi i útvarpinu. En einu sinni kemur hún með andfóeliua fram í eldhús til mömmu og segir: — Guð hjálpi okkur, það er ein- hver ófrændi minn kominn í út- varpið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.