Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 16
628 LESBÓK MORGTJNBLADSINS Nú fer qnjórinn og skíó'afærlð að koma, ef að vanda lætnr. Og þá streymlr æsk- an upp til fjalla að sækja í sig hreysti og kjark. Fáar íþróttir munu betur til þess fallnar að stæla lík- amann. heldur . en skiðaíþróttin, — og fjallaioftið hressir bæði sái og líkama. Það g-eta þessar ungn stúlkur borið um. Sú, sem er lengst tii vinstri, er náverandi skiðadrotning: ísiands Ingibjörg: Ámadóttir, Hvort mun hún fá haldið þeirri heiðurs nafnbót um það er þessum vetri lýkur? Margar aðrar öndur- disir mun langa til að eignast þá nafnbót. Ljósm. Mbl.: ÓULM. Jón Borgtf jörð var fullkominn maður að vexti og burðum. Greindur mur. hanu hafa ver- ið í góðu lagi, kunni hann mikið af vísum og vissi um tildrög til þeirra. Þegar hann var í blónia i fsins varð hann sem flestir Borgfirðingar á þeim árum að stunda sjór.’e.isku á vetrum. Komst hann þá í kynni við tinga stúlku þar syðra, jeg héld í Njarðv íkum. Hún hjet Kristín Egilsdóttir. Þau giftust, en voru eignalaus. Hún átti eina dótt- ur áður og svo hlóðust á þau börn svo að þau gátu ekki rönd við reist á eigin spýtur. Varð þá eina úrræðið að flytja á Hálsasveit, sem var fæðingarhrepp- ur hans. Kristín var góð kona, þrifin, vel skapi farin og tiltakanlega barn- góð. Þótti hún híbýlabót hvar sem hún dvaldi um lengri eða skemmri tima. En þegar Jón var kominn á hreppinn, gaf hann upp alla viðleitni til bjarg- ræðisútvegs. Hann, sem í æsku var talin gagnsmaður og vel kyntur, var nú orðinn svo þver og þrár, að hann fekst ekki til þess að vinna nokkurt handtak. Ýmist lá hnn heilu dagana í rúminu og hræðri hvorki legg nje lið, eða hann reri og kvað sömu vísurnar tímunum saman. Þessar kvað hann oft- ast: Komin er sólin Keili á og kotið Lóna. Hraunmennirnir gapa og góna, er Garðhverfinga sjá þeir róna. Sunnanklerkar sjást nú orðið svartir fáir, þeir eru orðnir gulir, gráir, grænir, hvítir, rauðir, bláir. (Kristleifur Þorsteinsson). Björn Ólsen umboðsmaður á Þingeyrum, var Ól- afsson. Hann gerðist verslunarmaður á Akureyri hjá Þórði Helgasyni mági sínum, er rak þar verslun í fjelagi við Hartvig Frisch jústitsráð í Kaupmanna -höfn. Fór Björn oft til Kaupmanna- hafnar á þeim árum og hafði mikla sýslan á hendi fyrir Frisch. Kallaði hann sig þá Ólsen, því að alt var þá tekið að apa eftir Dönum, einkum i kaupstöðum, og í venju komið að menn tóku upp slík nöfn ef utan fóru. Nú var það haustið 1801 að Björn sigldi í seinasta sinn. Nam hann farmanna- fræði þann vetur í Kaupmannahöfn. En um vorið var mikill skortur á sjó- mönnum til kaupfaranna, því að búist var við styrjold í allri Norðurálfu. Varð Frisch að fá unglingsmann írá Holt- setalandi á slálurskipið, og hafði sá aldrei sjeð ísland. En þá vantaði stýri- mann og gaf Björn sig til þess. En eigi kom saman leiðarvalningu þeirra, bá norður kom í íslandshaf og misinunandi varð stefnan eftir leiðarsteininum, þeg- ar vestur fyrir og norður með landinu kom, en altaf myrkursþoka, svo að lengi sá ei lánd. Samt var áfram haldið, þar til leiðartala Björns visaði fyrir utan Eyafjörð, en skipstjórans utan við Tindastól. Lofaði hann þá Birni sð ráða. Fóru þeir þá að leita lands og sáu fyrst Hrólfssker, er eigi er all- skamt fyrir utan Hrísey á Eyafirði. ((Gísli Konr.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.