Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 Benjamín Sigvaldason: ÖMURLEG JÓLANÓTT — Sönn saga — VIÐ TELJUM að haustið gangi í earð þegar göngur hef jast. Bænd- urnir keppast við að lúka hey- skapnum fyrir gongurnar, ef þess er nokkur kostur, því allir vita hvað hausttíðin getur verið við- sjál, enda nóg annað að starfa. Þetta tókst að fullu það haust sem hjer um ræðir, því tíðarfarið var sæmilegt fyrir göngurnar. En um það bil, sem gangnamennirnir voru að búa sig í göngumar, skifti skyndilega um tíðarfarið til hins verra. Um fyrstu göngurnar var regn og þoka, svo afrjettin smal- aðist afar illa. Og í öðrum göng- unum gerði hríðarveður, svo að nokkuð snjóaði til heiða, en niðri í byggðinni var slyddujel. Þótt farið væri í göngurnar, smalaðist afar illa, því skygnið var með fá- dæmum vont. í þriðju göngur gaf þó hvað verst. Þá brast stórhríð á gangnamennina, svo að smölun- in varð alveg gagnlaus, en þeir höfðu sig með naumindum til bygða. Rjett fyrir veturnæturnar voru svo nokkrir röskir menn send- ir í fjórðu göngur, en þeim gaf af- ar illa sökum snjóa og veðurvonsku. Þeir fundu þó nokkrar kindur og voru sammála um það, að fleira fje væri eftir í heiðinni. Hreppsnefndin vildi ekki gefast upp við svo búið og reyndi að fá menn til að fara í heiðina og leita, en þetta bar engan árangur, því enginn vildi fara í slíkum veðra- ham. Þar með var lokið öllum til- raunum hreppsnefndarinnar til þess, að fá afrjettina hreinsaða. Þegar hálfur mánuður var af vetri, var afrjettin loks „gefin upp“, sem kallað er, og eftir það má hver leita í afrjettinni eftir vild og nefnist það „eftirleit“. Sá. sem fer í eftirleit, fær ekkert kaup fyrir ferð sína, en hann á rjett til eftirleitarlauna fyrir hverja þá kind, er hann finnur í heiðinni. En tíðarfarið helst enn hið sama, svo að ekki var álitlegt, að leggja af stað í eftirleit, enda stytti nú daginn óðum. En tíðin gat batnað, og þá var nauðsynlegt að vera viðbúinn því, að geta lagt af stað. því illt var til þess að hugsa, að vita margt fje verða úti 1 af- rjettinni. Um miðjan nóvember komum við saman nokkrir ungir menn, vanir fjallgöngum, og ræddum um það, að leggja af stað í eftirleit und- ir eins og upp stytti. En okkur kom saman um það, að við yrð- um að bíða eftir tunglsljósi, því enginn fer í eftirleit í bláskamm- deginu, nema gott tunglsljós sje. Og viku síðar var tungl í fyllingu og var þá ákveðið að fara, ef fært vrði, og skyldum við vera fjórir i leitinni. En nokkru eftir að við höfðum ákveðið þetta, brast á með stórhríðar, er stóðu marga daga, svo að ekki kom til mála að fara, og var nú öllu slegið á frest, þar til um næstu tunglfyllingu, en það var rjett fyrir jólin. Það var því ekki fyrr en tutt- ugasta desember, sem við lögðum loks af stað í hina langþráðu eftir- leit, og var engu góðu spáð fyrir okkur. Allir voru að vísu sammála um það, að fje hefði orðið eftir í afrjettinni um haustið. Og ekki þótti kunnugum líklegt, að það hefði fallið þar vegna jarðbanna, því það er furða hvað snöpin helst lengi í afrjettinni, ef ekki ge. ir bleytuhríðar og frost á eftir. Þetta haust hafði lengst af verið bleytu- hríð niður í bygðinni, en upp í afrjettinni var snjórinn þurrari, svo að vindurinn gat skafið hann af grastoddunum, sem voru víðs- vegar um afrjettina. Og á þessum strjálu grastoddum helt sig það fje, sem við ætluðum nú að leita að. Nei, við vorum sammála um það, að ennþá hafði ekki fje solt- ið til dauðs í afrjettinni. En hitt vissu allir, að refurinn var.vafa- laust búinn að taka þar sinn skatt og höggva óhugnanlegt skarð í hina dreifðu hjörð. Og altaf fór það svo á endanum, að hann hirti hverja þá kind, sem við mennirnir ekki sóttum í göngum eða eftirleitum. Þennan umrædda <’rg lögðum við af stað um kl. fjögur að morgni, vel búnir, með nestismal um öxL Skíðin gengu vel, því mikill og þjettur snjór var undir, með nokk- urri lausri mjöll ofan á. Veður var gott og bjart tungisskin. V:c fórum víða um afrjettina og fund- um kindur á fimm stöðum, en aldrei fleiri en tvær saman. Auk þess fundum við nokkrar kindur dauðar, en þær hafði refurinn drepið. Við hröðunum okkur sem mest við máttum, og loks höff „;n við kannað allar kindastöðvar, nema Dimmudrög. Þau lágu fjarst og skárust inn í fjallgarðinn. Ekki þurfti að efa, að þar voru kindur, ef refurinn var ekki búinn að hirða þær. En nú var dagur að kvöidi kom- inn, svo að ekki varð meira aðgert að sinni. Við fundum gangnakof- ann og gistum þar um nóttina og leið sæmilega. Daginn eftir skyldu tveir okkar fara í Dimmudrög, að óbreyttu veðri, en tveir áttu að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.