Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1950, Blaðsíða 8
620 LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS FJÖLLIN BJÖRGUÐU MJER JEG fekk lömun þegar jeg var barn að aldri. Margar vikur hafði jeg háan hita. Engum kom til hug- ai' að jeg mundi lifa það af. Lækn- irinn efaðist jalnvel um það. Hann sagði mömmu, að jeg mundi aldrei geta stigið í fæturna, þótt jeg Jii'ði. en jeg mundi ekki geta náð háum aldri, fertugu í mesta lagi. Við því var elckert að gera. En hann kunni ráð við lömuninni í fótunum og það var að nudda þá upp úr saltvatni i 15 mínútur, altaf á tveggja stunda fresti og á hverjum einasta degi í margar vikur. Mamma fór að ráðum hans. Hún nuddaði fæturna á mjer með volgu upp á hvaða atburði eða málefni sem er, sem rætt hefur verið um í Times. Er þetta ómissandi öllum, sem við sögulegar rannsóknir fást og fjöldamörgum öðrum, sem upp- lýsinga Jeita inn þetta tímabil. Það hefur svo þau áhrif, að Times er höfuðheimildarrit manna um sögu þessa tíma. Times hefur þvi mikla ábyrgðar- stöðu, ekki aðeins gagnvart nú- tímanum, heldur gagnvart framtíð inni, og það er blaðinu hvatning til að gegna því hlutverki sem best. Þeir sem skrifa Times vita, að þeir eru að skrlía söguna. Eftir WILLIAM O. DOUGLAS varadómara í hæstarjetti Bandarikjanna. saltvatni, nuddaði það inn 1 svita- Jiolurnar, nuddaði hvern vöðva á tveggja stunda fresti dag eftir dag og nótt eftir nótt. Hún fór ekki úr fötum í sex vikur. Hitinn hvarf, en hún helt áfram að nudda mig í margar vikur á eftir. Það er rjett að jeg man eftir þessu. Jeg lá í rúminu og var svo máttlaus að jeg gat mig ekki hreyft. Fæturnir voru eins og mjó- ar pípur, og jeg fann ekki til þeirra. Þeir voru svo mjóir, að mamma gat íalið þá í lófa sínum, og það mátti lmoða þá eins og deig. En hún strauk þá upp og niður þangað til húðin var orðin rauð og hörð. Hún sagði að jeg ætti að verða hraustur og geta hlaupið. — Hún sagðist hafa verið svo fljót að hlaupa, þegar hún var lítil, að eng- inn hefði getað náð sjer. Skyldi jeg nokkurn tíma verða svo frár á fæti? Og svo strauk hún fætur mína upp og niður, niður og upp — og tveimur stundum seinna byrj -aði hún að strjuka þa aftur. Einu sinni kom læknirinn. Þá sat jeg á rúmstokknum. Jeg gat ekki staðið óstuddur. Jeg tók í höndina á mömmu, herti mig upp og reis skjólfandi á fætur. Svo ætlaði jeg að ganga, en gat það ekki. Þá sá jeg að tár komu í augu mömmu og hún gekk afsíðis með læknin- um til þess að tala við liann. Nuddinu var haldið áfram. Jeg lá oftast kyr i rúminu, en á hverj- um degi reyndi jeg þó að standa í fætumar. Og smám saman fóru þeir að styrkjast. Að vísu vildu þeir ekld láta að stjórn og það var eins og knjevöðvarnir víxluðust. Ýmist kom í þá doði, eða hann hvarf. — Eftir nokkra mánuði lærði jeg þó að ganga og sjúkdómseinkennin hurfu. Einhver sagði þá að salt- vatnið og nuddið hefði gert krafta- verk. Mamma þagði við um hríð, en svo sagði hún: „Það hafa bæn- irnar minar lika gert.“ HÚN mintist þess, sem læknirinn haíði sagt, að jeg mundi ekki geta lifað lengi. Hún einsetti sjer þvi að gæta heilsu minnar, hlífa mjer við allri áreynslu. Hún vakti yfir hverri hreyfingu minni. Mjer líkaði það ekki vel, en þó sárnaði mjer mest þegar jeg heyrði mömmu segja við einhvern: „Hann er ekki jafn hraustur og aðrir drengir. og því verður að fara gætilega með hann — þjer vitið að hann fekk barnalömun.“ Þetta varð til þess að mjer fanst að allir teldu mig auxningja. Og þá kom upp í mjer þrjóska. Jeg vildi ekki heyra að mamma talaði um mig sem aumingja. Jeg vildi ekki verða aumingi. En reiðarslagið kom þegar jeg var 13 ára. Þá var jeg í knjebux- um og með svarta sokka upp undir knje. Jeg var visinn og mjer varð óglatt, ef jeg reyndi að hlaupa eða tuskast. Stundum fekk jeg uppköst eða slæman iiöfuðverk. — Eu jeg reyndi alt sem jeg gat til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.