Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 14
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ástatt um hann. Þá vjek jeg mjer við og fór að blístra einhverja lag- leysu, en Kri^inn sagði hátt og hreystilega: „En heyrðu niig! Við verðum að fara út í I'alsdal með snærin og reyra með þeim jötuböndin." Og jeg brá við: „Jahá, það gat nú verið!" Og síðan þeyttumst við út á göt- una og niður að sjónum. Við komum ekki heim fyrr en í myrkri og urðum af að sjá karl- mennina lenda með hákarlana. Við gátum ekki fengið aí okk- ur, þegar heim kom, að segja sög- una eins og hún hafði gengið til. Við vorum raunar ekki hræddir við, að við yrðum sneyptir, því að fólkið mundi þykjast okkur úr helju heimt hafa. En ef við segð- um allt af ljetta, mundi kvenfólk- ið verða síhrætt um okkur, minnsta kosti fyrst um sinn, þegar við vær- um burtu frá bænum. Svo sögðum við þá, að við hefðum lent í geipi- miklum vanda við að koma tveim- ur stærðar sauðum upp klakamóð- inn í honum Banabás — og þar með hefðum við bjargað þeim frá að sjórinn tæki þá. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að himnafað- irinn hlyti að líta mildum aug- um á þessa frásögn okkar, svo mikla manndáð sem við höfðum sýnt! * t A SKATTHEIMTA PCSTÞJÓNARNIR í Toulouse í Frakklandi ;erðu eirikennilegt verk falL Þeir báru út óll brjef nema skattakrófur hins opinbera. I Potenza í ítalíu voru menn svo reiðir út af sköttunum, að beir gerðu áhlaup á ráðhúsið, ruddust þ»r ir.n, náðu í skattskrána og brendu hana. -£n blókkumenn í Kongo voru ráð snjailastir. Þeir étu skattheimtu- nannir.n. Hermann Pálsson: BARREY í SUDUREYUM UM SIÐUSTU jól dvaldist jeg vika úti í Suðureyjum, í Kastalavogi á Barrey. Suðureyjum bregður svo oft fyrir í íslendinga sögum og kon- ungasögum, að hvert mannsbarn á íslandi kann nokkur skil á því forna víkingabæli. Hins vegar ætla jeg, að fáir íslendingar leggi leið sína þangað nú, þótt eyjarnar sjeu skammt frá siglingaleið íslenskra skipa til vesturhai'na Englands og Skotlands. Eyjabálkurinn liggur frá landnorðri til útsuðurs og tek- ur yfir ógrynni smáeyja og skerja, en þrjár eru mestar: Ljóðhús nyrst, ívist um miðbik og Barrey syðst. Barrey er ekki ýkjastór, tæpir þrettán kílómetrar á lengd og um átta kílómetra breið. Hún er hæð- ótt og vogskorin. Hæsti hnjúkur eyjarinnar, Háafjall, er 1260 feta hátt. Ekki er mikið um gróðurfar á eynni, þó eru grösug láglendi sums staðar meðfram ströndinni og gróðursæl dalverpi hæða á milli. Hnjúkar og hæðir eru grýttar og vaxnar grasi og lyngi. Hvergi vott- ar fyrir trjám nema í Norðurvogi, en þar er lítils háttar skógur. fbúar eyjarinnar eru um 1500 talsins, og eru flestir kaþólskir. Höfuðtunga þeirra er gelíska, þótt flestir sjeu tvítyngdir og mæli einnig á ensku. Suðureymgar hafa þolað áþján liðinna alda furðu vel, og til marks um það er varðveisla gelískunnar og kaþólskrar trúar. Gelískan ér keltneskt mál, sem kunnugt- er, og náskyld írsku og mönsku, sem nú má heita útdauð. Yfirvöldin gera fátt til að örva kennslu móðurmálsins, enda heíur það lengstum verið kappsmál En^ lendinga aS útrýma öllum tungum á Bretlandseyjum nema ensku. Auðveldast reyndist ^eim viður- eignin við kornískuna, sem dó út seint á 18. öld, þótt nú sje mikil hreyfing uppi í Cornwall að vekja hana til lífs. Varð Englendingum mjög ágengt á írlandi og Mön, en kymrískan í Wales og gelískan á Skotlandi og Suðureyjum hafa þverskallast við að lognast út af. Gelíska er að vísu ekki eins auð- ug að bókmenntum og kymríska, sem getur státað af hinni fegurstu ljóðagerð og sagnalist, en allt um það eiga Gelir allmikið af merki- legum alþýðubókmenntum. Barreyingar eru miklir föður landsvinir, eins og títt er um kaþólskar þjóðir. Þeir unna Skot- landi, en þó sjerstaklega eynni sinni. Svo hagar til á Barrey, að flestir karlar á manndómsaldri verða að leita sjer atvinnu utan eyjarinnar, þar sem fiskiveiðar hafa lagst niður að mestu leyti á síðustu áratugum. Margir hverfa því á brott á unga aldri og vinna blómaskeið ævinnar á kaupskipa- flota Englendinga, en fari sínu snúa þeir ætíð heim, þegar líða tekur á ævi, og setjast að í harð- býlu koti forfeðra sinna. Er slík ræktarsemi við átthagana hin að- daunarverðasta, og ber hún vott um þróttmikinn menningargróður. Var það ekki ótítt, að jeg hitti roskna menn, sem höfðu flækst um öll heimsins höf og kunnu sög- ur að segja frá Honolulu eða Reykjavík. Jeg hef reynt að velta því íyrir mjer, hvers vegna taug- in er svo -römm, -sem bindur -þá við hrjóstug föðurtún. -Ættjarðar- ást veröur að vísu aldrei akýrö til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.